Innlent

Brynjar hefur ekki orðið var við neina skrímsladeild í Val­höll

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Brynjar Níelsson er orðinn nokkuð forvitinn um skrímsladeildina í Valhöll, sem hann hefur aldrei orðið var við.
Brynjar Níelsson er orðinn nokkuð forvitinn um skrímsladeildina í Valhöll, sem hann hefur aldrei orðið var við. Vísir/Vilhelm

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst vera orðinn nokkuð forvitinn um þessa skrímsladeild í Valhöll, sem skjóti upp kollinum öðru hvoru í umræðunni.

Brynjar birti pistil á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann sagðist aldrei hafa orðið var við „þessa skrímsladeild í Valhöll, sem skýtur alltaf upp kollinum öðru hvoru í umræðunni.“ Hann hafi verið tíður gestur í Valhöll í áratug, en aldrei orðið var við þessa skrímsladeild.

Hann segir að umræddri skrímsladeild, sem nú teygir anga sína í Spursmál á mogganum, sé alltaf kennt um þegar einhver geri upp á bak eða standi sig ekki sem skyldi. 

Steinunn Ólína forsetaframbjóðandi gerði umrædda „skrímsladeild“ að umtalsefni nýverið á Facebook, þar sem hún fór ófögrum orðum um „áróðursmaskínu Íslands.“ Hún fór meðal annars ófögrum orðum um umfjöllun Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns Morgunblaðsins um forsetakosningarnar, en Stefán hefur séð um þættina Spursmál á mbl.

Brynjar segir að það sé aldrei flatterandi að leika fórnarlamb í kosningabaráttu. Fjölmiðlamenn eigi að spyrja erfiðra og óþægilegra spurninga. Frambjóðendur eigi að fagna slíkum spurningum því það gefi þeim tækifæri á að sanna að það sé „eitthvert stöff“ í þeim. Það sé ekki hægt að bjóða endalaust upp á innihaldslausa froðu um allt og ekkert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×