Á vesturleiðinni en ekki á hundrað og tíu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2024 13:38 Ökumenn á Íslandi gæta ekki nægilega vel að sér þegar ekið er framhjá verkamönnum að störfum. Myndin er af vegaframkvæmdur við Suðurlandsveg úr safni. Hér eru menn ekki á vesturleiðinni. Vísir/Vilhelm Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar, segir alltof mikið um hraðakstur í grennd við vegaframkvæmdir. Á morgun verður haldinn morgunfundur á vegum Vegagerðarinnar og Samgöngustofu um átakið „Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér. Sævar Helgi birti pistil á Vísi í morgun þar sem hann hóf mál sitt á því að vitna í Stuðmanninn Þórð Árnason, þegar hann sagðist vera á vesturleiðinni á háheiðinni á hundrað og tíu því hann megi ekki verða of seinn. Sævar segir að það sé bannað að vera á hundrað og tíu, en tilefni pistilsins er tíður hraðakstur íslenskra ökumanna í grennd við vegaframkvæmdir, og fundur um átak hvað þau mál varðar sem haldinn verður á morgun. Sævar mætti svo í Bítið í morgun þar sem hann sagði að það komi því miður reglulega fyrir að ökumenn gæti ekki nægilega vel að sér og hægi lítið sem ekkert á sér, geysi framhjá fólki á þeysireið og valdi mikilli hættu. Verkamenn sem vinna við vegagerð kvarta reglulega undan þessu segir Sævar. Skilningsleysi ráði för Sævar segir að hann gruni að skilningsleysi ráði því að menn hægi ekki á sér. „Fólki finnst kannski sextíu vera nægilega mikill afsláttur. En þegar að menn standa óvarðir á vegamóti, þá þarftu nú bara helst að fara niður undir þrjátíu eða jafnvel undir það,“ segir Sævar. Sævar segir að sem betur fer sé „eitthvað síðan“ ekið var á starfsmann sem var við vegavinnu svo hann muni eftir. Alltaf sé þó eitthvað um önnur slys. „En hræðslan er sú, að ef að það gerist, að þá verður það svo alvarlegt. Til að mynda eru tíu prósent líkur á að banaslys verði, sé ekið á gangandi vegfaranda á þrjátíu og sjö kílómetra hraða,“ segir Sævar. Hann segir svo að miklar líkur séu á því að afleiðingarnar af slíku slysi verði alvarlegar, þótt einungis sé ekið á þrjátíu og sjö. Sé ekið á gangandi vegfaranda á fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund, séu um fimmtíu prósent líkur á banaslysi. Á morgunfundi Vegagerðarinnar á morgun þriðjudaginn 7. maí verður öryggi starfsfólks við vegavinnu til umfjöllunar. Vitundarátakið Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér, verður kynnt fyrir fundargestum, og flutt verða stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar til fréttastofu. Morgunfundurinn fer fram í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, og stendur frá klukkan 9:00 til 10:15. Fundurinn er opinn öllum og heitt verður á könnunni. Einnig verður fundurinn í beinu streymi. Umferðaröryggi Bítið Vegagerð Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sjá meira
Sævar Helgi birti pistil á Vísi í morgun þar sem hann hóf mál sitt á því að vitna í Stuðmanninn Þórð Árnason, þegar hann sagðist vera á vesturleiðinni á háheiðinni á hundrað og tíu því hann megi ekki verða of seinn. Sævar segir að það sé bannað að vera á hundrað og tíu, en tilefni pistilsins er tíður hraðakstur íslenskra ökumanna í grennd við vegaframkvæmdir, og fundur um átak hvað þau mál varðar sem haldinn verður á morgun. Sævar mætti svo í Bítið í morgun þar sem hann sagði að það komi því miður reglulega fyrir að ökumenn gæti ekki nægilega vel að sér og hægi lítið sem ekkert á sér, geysi framhjá fólki á þeysireið og valdi mikilli hættu. Verkamenn sem vinna við vegagerð kvarta reglulega undan þessu segir Sævar. Skilningsleysi ráði för Sævar segir að hann gruni að skilningsleysi ráði því að menn hægi ekki á sér. „Fólki finnst kannski sextíu vera nægilega mikill afsláttur. En þegar að menn standa óvarðir á vegamóti, þá þarftu nú bara helst að fara niður undir þrjátíu eða jafnvel undir það,“ segir Sævar. Sævar segir að sem betur fer sé „eitthvað síðan“ ekið var á starfsmann sem var við vegavinnu svo hann muni eftir. Alltaf sé þó eitthvað um önnur slys. „En hræðslan er sú, að ef að það gerist, að þá verður það svo alvarlegt. Til að mynda eru tíu prósent líkur á að banaslys verði, sé ekið á gangandi vegfaranda á þrjátíu og sjö kílómetra hraða,“ segir Sævar. Hann segir svo að miklar líkur séu á því að afleiðingarnar af slíku slysi verði alvarlegar, þótt einungis sé ekið á þrjátíu og sjö. Sé ekið á gangandi vegfaranda á fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund, séu um fimmtíu prósent líkur á banaslysi. Á morgunfundi Vegagerðarinnar á morgun þriðjudaginn 7. maí verður öryggi starfsfólks við vegavinnu til umfjöllunar. Vitundarátakið Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér, verður kynnt fyrir fundargestum, og flutt verða stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar til fréttastofu. Morgunfundurinn fer fram í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, og stendur frá klukkan 9:00 til 10:15. Fundurinn er opinn öllum og heitt verður á könnunni. Einnig verður fundurinn í beinu streymi.
Umferðaröryggi Bítið Vegagerð Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sjá meira