Á vesturleiðinni en ekki á hundrað og tíu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2024 13:38 Ökumenn á Íslandi gæta ekki nægilega vel að sér þegar ekið er framhjá verkamönnum að störfum. Myndin er af vegaframkvæmdur við Suðurlandsveg úr safni. Hér eru menn ekki á vesturleiðinni. Vísir/Vilhelm Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar, segir alltof mikið um hraðakstur í grennd við vegaframkvæmdir. Á morgun verður haldinn morgunfundur á vegum Vegagerðarinnar og Samgöngustofu um átakið „Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér. Sævar Helgi birti pistil á Vísi í morgun þar sem hann hóf mál sitt á því að vitna í Stuðmanninn Þórð Árnason, þegar hann sagðist vera á vesturleiðinni á háheiðinni á hundrað og tíu því hann megi ekki verða of seinn. Sævar segir að það sé bannað að vera á hundrað og tíu, en tilefni pistilsins er tíður hraðakstur íslenskra ökumanna í grennd við vegaframkvæmdir, og fundur um átak hvað þau mál varðar sem haldinn verður á morgun. Sævar mætti svo í Bítið í morgun þar sem hann sagði að það komi því miður reglulega fyrir að ökumenn gæti ekki nægilega vel að sér og hægi lítið sem ekkert á sér, geysi framhjá fólki á þeysireið og valdi mikilli hættu. Verkamenn sem vinna við vegagerð kvarta reglulega undan þessu segir Sævar. Skilningsleysi ráði för Sævar segir að hann gruni að skilningsleysi ráði því að menn hægi ekki á sér. „Fólki finnst kannski sextíu vera nægilega mikill afsláttur. En þegar að menn standa óvarðir á vegamóti, þá þarftu nú bara helst að fara niður undir þrjátíu eða jafnvel undir það,“ segir Sævar. Sævar segir að sem betur fer sé „eitthvað síðan“ ekið var á starfsmann sem var við vegavinnu svo hann muni eftir. Alltaf sé þó eitthvað um önnur slys. „En hræðslan er sú, að ef að það gerist, að þá verður það svo alvarlegt. Til að mynda eru tíu prósent líkur á að banaslys verði, sé ekið á gangandi vegfaranda á þrjátíu og sjö kílómetra hraða,“ segir Sævar. Hann segir svo að miklar líkur séu á því að afleiðingarnar af slíku slysi verði alvarlegar, þótt einungis sé ekið á þrjátíu og sjö. Sé ekið á gangandi vegfaranda á fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund, séu um fimmtíu prósent líkur á banaslysi. Á morgunfundi Vegagerðarinnar á morgun þriðjudaginn 7. maí verður öryggi starfsfólks við vegavinnu til umfjöllunar. Vitundarátakið Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér, verður kynnt fyrir fundargestum, og flutt verða stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar til fréttastofu. Morgunfundurinn fer fram í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, og stendur frá klukkan 9:00 til 10:15. Fundurinn er opinn öllum og heitt verður á könnunni. Einnig verður fundurinn í beinu streymi. Umferðaröryggi Bítið Vegagerð Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sævar Helgi birti pistil á Vísi í morgun þar sem hann hóf mál sitt á því að vitna í Stuðmanninn Þórð Árnason, þegar hann sagðist vera á vesturleiðinni á háheiðinni á hundrað og tíu því hann megi ekki verða of seinn. Sævar segir að það sé bannað að vera á hundrað og tíu, en tilefni pistilsins er tíður hraðakstur íslenskra ökumanna í grennd við vegaframkvæmdir, og fundur um átak hvað þau mál varðar sem haldinn verður á morgun. Sævar mætti svo í Bítið í morgun þar sem hann sagði að það komi því miður reglulega fyrir að ökumenn gæti ekki nægilega vel að sér og hægi lítið sem ekkert á sér, geysi framhjá fólki á þeysireið og valdi mikilli hættu. Verkamenn sem vinna við vegagerð kvarta reglulega undan þessu segir Sævar. Skilningsleysi ráði för Sævar segir að hann gruni að skilningsleysi ráði því að menn hægi ekki á sér. „Fólki finnst kannski sextíu vera nægilega mikill afsláttur. En þegar að menn standa óvarðir á vegamóti, þá þarftu nú bara helst að fara niður undir þrjátíu eða jafnvel undir það,“ segir Sævar. Sævar segir að sem betur fer sé „eitthvað síðan“ ekið var á starfsmann sem var við vegavinnu svo hann muni eftir. Alltaf sé þó eitthvað um önnur slys. „En hræðslan er sú, að ef að það gerist, að þá verður það svo alvarlegt. Til að mynda eru tíu prósent líkur á að banaslys verði, sé ekið á gangandi vegfaranda á þrjátíu og sjö kílómetra hraða,“ segir Sævar. Hann segir svo að miklar líkur séu á því að afleiðingarnar af slíku slysi verði alvarlegar, þótt einungis sé ekið á þrjátíu og sjö. Sé ekið á gangandi vegfaranda á fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund, séu um fimmtíu prósent líkur á banaslysi. Á morgunfundi Vegagerðarinnar á morgun þriðjudaginn 7. maí verður öryggi starfsfólks við vegavinnu til umfjöllunar. Vitundarátakið Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér, verður kynnt fyrir fundargestum, og flutt verða stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar til fréttastofu. Morgunfundurinn fer fram í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, og stendur frá klukkan 9:00 til 10:15. Fundurinn er opinn öllum og heitt verður á könnunni. Einnig verður fundurinn í beinu streymi.
Umferðaröryggi Bítið Vegagerð Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira