Öll mörkin í gær: Sjáðu hvernig HK vann meistarana og kóngurinn komst á blað Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 11:00 Guðmundur Baldvin Nökkvason brá á leik eftir að hafa skorað í þriðja leiknum í röð fyrir Stjörnuna. vísir/Diego HK kom sér af botni Bestu deildar karla í fótbolta í gær með óhemju óvæntum sigri á Íslandsmeisturum Víkings, 3-1. Mörkin úr öllum fjórum leikjum gærdagsins má nú sjá á Vísi. Atli Þór Jónasson kom HK yfir á 27. mínútu, með skoti utan teigs sem fór framhjá Pálma Rafni Arinbjörnssyni, sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild hér á landi. Atli vann svo boltann af Pablo Punyed á vallarhelmingi Víkings og kom honum á Magnús Arnar Pétursson sem tók bara á rás gegn miðvörðum Víkings, og skoraði frá vítateigslínunni, 2-0 fyrir HK. Aron Elís Þrándarson minnkaði muninn með skalla á 58. mínútu en tilraunir Víkinga til að jafna báru ekki árangur og í blálokin nýtti Arnþór Ari Atlason sér mistök Víkinga til að skora þriðja mark HK og innsigla sigurinn. Klippa: Mörk HK og Víkings Á Lambhagavelli var gríðarlegt fjör á tæplega tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, þegar Fram vann Fylki 2-1. Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom Fylki yfir eftir hálftíma leik, með skoti sem fór af varnarmanni og lak í netið. Framarar voru hins vegar fljótir að jafna sig og fengu víti strax í kjölfarið, en Ólafur Kristófer Helgason varði vítaspyrnuna frá Guðmundi Magnússyni. Skömmu síðar náði Haraldur Einar Ásgrímsson hins vegar að jafna metin með frábærri vippu af stuttu færi, eftir sendingu frá Fred. Guðmundur skoraði svo sjálfur sigurmarkið á 38. mínútu, með skalla. Klippa: Mörk Fram og Fylkis Í Garðabæ vann Stjarnan 4-1 sigur gegn ÍA þrátt fyrir að lenda undir. Hinrik Harðarson kom ÍA yfir snemma leiks en Stjarnan jafnaði á 28. mínútu þegar Emil Atlason, markakóngur mótsins í fyrra, skallaði boltann í netið og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Í seinni hálfleik skoraði Stjarnan svo þrjú mörk en þau gerðu Róbert Frosti Þorkelsson, Óli Valur Ómarsson og Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem nú hefur skorað í þremur leikjum í röð. Klippa: Mörk Stjörnunnar og ÍA Á Akureyri gerðu KA og KR svo 1-1 jafntefli, þar sem rauða spjaldið sem Guy Smit, markvörður KR, fékk vakti mikla athygli. Rauða spjaldið og mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan, en Atli Sigurjónsson gerði mark KR og Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA. KR fékk einnig vítaspyrnu snemma í leiknum en Steinþór Már Auðunsson náði að verja spyrnu Benonýs Breka Andréssonar. Klippa: Mörkin, vítið og rauða spjaldið á Akureyri Besta deild karla Tengdar fréttir Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. 5. maí 2024 11:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Atli Þór Jónasson kom HK yfir á 27. mínútu, með skoti utan teigs sem fór framhjá Pálma Rafni Arinbjörnssyni, sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild hér á landi. Atli vann svo boltann af Pablo Punyed á vallarhelmingi Víkings og kom honum á Magnús Arnar Pétursson sem tók bara á rás gegn miðvörðum Víkings, og skoraði frá vítateigslínunni, 2-0 fyrir HK. Aron Elís Þrándarson minnkaði muninn með skalla á 58. mínútu en tilraunir Víkinga til að jafna báru ekki árangur og í blálokin nýtti Arnþór Ari Atlason sér mistök Víkinga til að skora þriðja mark HK og innsigla sigurinn. Klippa: Mörk HK og Víkings Á Lambhagavelli var gríðarlegt fjör á tæplega tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, þegar Fram vann Fylki 2-1. Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom Fylki yfir eftir hálftíma leik, með skoti sem fór af varnarmanni og lak í netið. Framarar voru hins vegar fljótir að jafna sig og fengu víti strax í kjölfarið, en Ólafur Kristófer Helgason varði vítaspyrnuna frá Guðmundi Magnússyni. Skömmu síðar náði Haraldur Einar Ásgrímsson hins vegar að jafna metin með frábærri vippu af stuttu færi, eftir sendingu frá Fred. Guðmundur skoraði svo sjálfur sigurmarkið á 38. mínútu, með skalla. Klippa: Mörk Fram og Fylkis Í Garðabæ vann Stjarnan 4-1 sigur gegn ÍA þrátt fyrir að lenda undir. Hinrik Harðarson kom ÍA yfir snemma leiks en Stjarnan jafnaði á 28. mínútu þegar Emil Atlason, markakóngur mótsins í fyrra, skallaði boltann í netið og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Í seinni hálfleik skoraði Stjarnan svo þrjú mörk en þau gerðu Róbert Frosti Þorkelsson, Óli Valur Ómarsson og Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem nú hefur skorað í þremur leikjum í röð. Klippa: Mörk Stjörnunnar og ÍA Á Akureyri gerðu KA og KR svo 1-1 jafntefli, þar sem rauða spjaldið sem Guy Smit, markvörður KR, fékk vakti mikla athygli. Rauða spjaldið og mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan, en Atli Sigurjónsson gerði mark KR og Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA. KR fékk einnig vítaspyrnu snemma í leiknum en Steinþór Már Auðunsson náði að verja spyrnu Benonýs Breka Andréssonar. Klippa: Mörkin, vítið og rauða spjaldið á Akureyri
Besta deild karla Tengdar fréttir Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. 5. maí 2024 11:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. 5. maí 2024 11:01