„Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. maí 2024 22:19 Arnar Gunnlaugsson sá rautt þegar Víkingur tapaði 3-1 fyrir HK í Kórnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald undir lok leiks í 3-1 tapi gegn HK. Hann sagði HK-inga eiga fullt hrós skilið en honum þykir halla heldur mikið á sína menn í ákvörðunum dómara. „Maður er alltaf ósáttur við að tapa, að sjálfsögðu. Samt var þetta kannski gott einhvern veginn, að tapa á þessum tímapunkti, búið að vera svo ótrúlegt run. Ekki bara núna heldur síðustu ár, stundum er bara fínt að fá tap til að reseta sjálfan sig. Fínt að fá smá slap“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks þegar hann mótmælti ákvörðun dómara. Tveir Víkingar féllu við í teignum en ekkert dæmt. Ískalt á toppnum Arnar sagði óþarfi að tjá sig um einstaka atvik en vildi beina sjónum dómara að því sem honum þykir ósanngjarnt gagnvart sínum mönnum. Það er, að Víkingur sé stimplað sem grófara lið en önnur og uppskeri færri dóma sér í vil. Þá mátti greina að Arnari þótti halla á sitt lið, HK hafi gengið lengra yfir línuna, spilað óþarflega gróft og komist upp með klár brot. „Fékk ég rautt?“ spurði Arnar fyrst kaldhæðið og brosti út í annað. „Það þýðir ekki fyrir mig að kommenta á það núna. Var þetta víti eða ekki víti, whatever, bara tilfinningar og læti. Það eina sem mig langar að kommenta á, mig langar ekkert að tala um þetta því þá er maður alltaf að væla og skæla. Ég var ekki viss hvort ég myndi kommenta á þetta en, það er greinilega ískalt á toppnum, og það er gaman að vera á toppnum. Allt í lagi að spila tough leik, vera harðir og allt svoleiðis en þegar menn fara út í fíflalæti. Ég get ekki gúdderað það. Mér fannst hingað til dómarar lesa leikinn vel, gagnvart kvörtunum hvað okkur varðar, en nú finnst mér kominn slaki aftur. Það sást svolítið í þessum leik. Plís dómarar, verum aðeins á verði. Við erum ekki grófasta liðið, við erum ekki dirty lið, við erum harðir jú. Þegar aðrir sparka okkur niður viljandi eins og sást í fyrri hálfleik verður maður aðeins að minnast á þetta. Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ hélt hann svo áfram. „Óþolandi að tala um ósigur okkar“ Arnar hélt því föstu að minnast ekki á einstaka atvik, líkt og þegar Atli Hrafn Andrason kom aftan að og sópaði burt fótum Daniel Dejan Djuric, en uppskar aðeins gult spjald frekar en beint rautt. Atvikið átti sér stað á 37. mínútu. Þá lofaði hann HK mikið fyrir sína frammistöðu, dugnaðinn og vinnsluna sem skilaði liðinu sigri. „Nei veistu, ég held það sjái þetta allir þegar menn fara yfir leikinn í rólegheitunum. Algjöri óþarfi fyrir mig að kommenta [á einstaka atvik]. Það má heldur ekki taka neitt frá HK-liðinu. Óþolandi að tala um ósigur okkar, við óheppnir, loftið lágt eða grasið slæmt. HK sýndu bara virkilegt hjarta í þessum leik. Voru með gott leikplan og hlupu úr sér lungun. Ég lít þannig á að það var gott að tapa þessum leik á þessum tímapunkti, svo mætum við bara galvaskir til leiks móti FH næsta sunnudag“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
„Maður er alltaf ósáttur við að tapa, að sjálfsögðu. Samt var þetta kannski gott einhvern veginn, að tapa á þessum tímapunkti, búið að vera svo ótrúlegt run. Ekki bara núna heldur síðustu ár, stundum er bara fínt að fá tap til að reseta sjálfan sig. Fínt að fá smá slap“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks þegar hann mótmælti ákvörðun dómara. Tveir Víkingar féllu við í teignum en ekkert dæmt. Ískalt á toppnum Arnar sagði óþarfi að tjá sig um einstaka atvik en vildi beina sjónum dómara að því sem honum þykir ósanngjarnt gagnvart sínum mönnum. Það er, að Víkingur sé stimplað sem grófara lið en önnur og uppskeri færri dóma sér í vil. Þá mátti greina að Arnari þótti halla á sitt lið, HK hafi gengið lengra yfir línuna, spilað óþarflega gróft og komist upp með klár brot. „Fékk ég rautt?“ spurði Arnar fyrst kaldhæðið og brosti út í annað. „Það þýðir ekki fyrir mig að kommenta á það núna. Var þetta víti eða ekki víti, whatever, bara tilfinningar og læti. Það eina sem mig langar að kommenta á, mig langar ekkert að tala um þetta því þá er maður alltaf að væla og skæla. Ég var ekki viss hvort ég myndi kommenta á þetta en, það er greinilega ískalt á toppnum, og það er gaman að vera á toppnum. Allt í lagi að spila tough leik, vera harðir og allt svoleiðis en þegar menn fara út í fíflalæti. Ég get ekki gúdderað það. Mér fannst hingað til dómarar lesa leikinn vel, gagnvart kvörtunum hvað okkur varðar, en nú finnst mér kominn slaki aftur. Það sást svolítið í þessum leik. Plís dómarar, verum aðeins á verði. Við erum ekki grófasta liðið, við erum ekki dirty lið, við erum harðir jú. Þegar aðrir sparka okkur niður viljandi eins og sást í fyrri hálfleik verður maður aðeins að minnast á þetta. Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ hélt hann svo áfram. „Óþolandi að tala um ósigur okkar“ Arnar hélt því föstu að minnast ekki á einstaka atvik, líkt og þegar Atli Hrafn Andrason kom aftan að og sópaði burt fótum Daniel Dejan Djuric, en uppskar aðeins gult spjald frekar en beint rautt. Atvikið átti sér stað á 37. mínútu. Þá lofaði hann HK mikið fyrir sína frammistöðu, dugnaðinn og vinnsluna sem skilaði liðinu sigri. „Nei veistu, ég held það sjái þetta allir þegar menn fara yfir leikinn í rólegheitunum. Algjöri óþarfi fyrir mig að kommenta [á einstaka atvik]. Það má heldur ekki taka neitt frá HK-liðinu. Óþolandi að tala um ósigur okkar, við óheppnir, loftið lágt eða grasið slæmt. HK sýndu bara virkilegt hjarta í þessum leik. Voru með gott leikplan og hlupu úr sér lungun. Ég lít þannig á að það var gott að tapa þessum leik á þessum tímapunkti, svo mætum við bara galvaskir til leiks móti FH næsta sunnudag“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð