„Ríkisstjórn mín hefur ákveðið einróma að stríðsæsingastöðinni Al Jazeera verður lokað í Ísrael,“ segir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, á samfélagsmiðlinum X í dag.
הממשלה בראשותי החליטה פה אחד: ערוץ ההסתה אל ג׳זירה ייסגר בישראל.
— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) May 5, 2024
תודה לשר @shlomo_karhi
Í frétt AP um málið segir að ekki sé ljóst að svo stöddu hvernig stöðinni verður lokað eða hvaða áhrif lokunin mun hafa á starfsemi hennar. Talsmenn Al Jazeera hafi þó tilkynnt að lokunin muni ekki hafa áhrif á útsendingar stöðvarinnar í Palestínu.