Tryggvi Snær byrjaði leik dagsins á varamannabekknum einhverra hluta vegna. Hann hefði betur byrjað leikinn en aðeins Thijs De Ridder skoraði fleiri stig og tók fleiri fráköst en íslenski landsliðsmaðurinn. De Ridder var með 21 stig og 11 fráköst á meðan Tryggvi skoraði 13 stig og tók 6 fráköst.
Palencia vann leikinn með 17 stiga mun en um er að ræða sjötta sigur liðsins á tímabilinu. Það situr sem fyrr á botni deildarinnar. Bilbao er í 11. sæti með 13 sigra og 19 töp.