Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2024 23:54 Noem (t.v.) hitti aldrei Kim Jong-un (t.h.) en drap vissulega veiðihundinn sinn Cricket. Hundurinn á myndinni er sömu tegundar og Cricket heitin. Vísir Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vandræði Noem hófust af alvöru þegar kaflar úr væntanlegri bók hennar byrjuðu að birtast í fjölmiðlum á dögunum. Í bókinni lýsir ríkisstjórinn því meðal annars fjálglega hvernig hann skaut fjórtán mánaða gamlan veiðihund sinn sem þegar hann óhlýðnaðist honum. „Ég hataði þennan hund,“ skrifaði Noem í bókinni um samband sitt við hundinn Cricket sem hún ætlaði að þjálfa til fasanaveiða. Í stað þess að hjálpa til hafi Cricket skemmt sér við að elta fasananna og ekki tók betra við þegar hundurinn drap kjúklinga fjölskyldu sem Noem ræddi við og beit hana síðan. Cricket hafi verið gleðin uppmáluð. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á að ég varð að lóga henni,“ skrifaði Noem sem fór síðan með tíkina í malarnámu og skaut hana. Í kjölfarið hafi hún einnig ákveðið að skjóta geithafur sem fjölskyldan átti vegna þess að hann lyktaði illa og elti börnin hennar. Noem tókst ekki að gera út af við geitina fyrr en með öðru haglabyssuskoti sínu. Ríkisstjórinn lýsti því síðan hvernig dóttur hennar hefði komið heim með skólarútu og spurt: „Hey, hvar er Cricket?“ Atvikið átti að sýna að hún væri tilbúin að ráðast í verkin jafnvel þó að þau væru erfið og subbuleg. Sagði Kim líklega hafa vanmetið sig Lýsingarnar á drápinu á Cricket vöktu samstundis grát og gnístan tanna dýraverndunarsinna en einnig fordæmingu bæði pólitískra mótherja Noem og samherja. Vonir hennar um að hljóta náð fyrir augum Trump við val hans á varaforsetaefni þóttu því orðnar að litlu. Lengi má vont versna því Noem hefur nú verið gerð afturreka með sumar fullyrðingar sínar í bókinni dýrkeyptu, ekki síst þeirri um að hún hafi hitt Kim Jong-un. „Ég man þegar ég hitti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un. Ég er viss um að hann vanmat mig því hann hafði ekki hugmynd um reynslu mína af því að snúa niður litla harðstjóra (ég var nú æskulýðsprestur eftir allt saman),“ skrifaði Noem í bókinni. Eftir að sérfræðingar bentu á að það væri í hæsta máta ólíklegt að Noem hefði getað hitt Kim þegar hún sat í herþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sagði talsmaður hennar að það hefðu verið mistök að nefna Kim sem einn þeirra þjóðarleiðtoga sem hún hefði fundað með. Útgefandi bókarinnar lagfærði það ef hún yrði gefin út aftur. Þá kannast skrifstofa Emmanuels Macron Frakklandsforseta ekki við fullyrðingar Noem í bókinni um að hún hafi átt að hitta hann í París í nóvember en hætt við vegna ummæla hans sem hún hafi talið jákvæð í garð palestínsku Hamas-samtakanna. Noem hafi aldrei verið boðið beint að hitta Macron þótt ekki væri útilokað að henni hafi verið boðið á viðburð í París sem forsetinn átti einnig að vera viðstaddur. Virtist auglýsa lýtalæknastofu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Noem lendir í kröppum dansi á stjórnmálaferli sínum. Í mars lá hún undir gagnrýni fyrir að birta það sem virtist auglýsing fyrir lýtalæknastofu þar sem hún gekkst undir tannaðgerð á samfélagsmiðlum sínum. Myndbandið líktist sjónvarpsauglýsingu og kynnti Noem sig sem ríkisstjóra Suður-Dakóta, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir þremur árum varð uppi fótur og fit í Suður-Dakóta þegar Noem var sökuð um að notfæra sér embætti sitt sem ríkisstjóri til þess að dóttir hennar yrði vottuð sem matsmaður fasteigna í ríkinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hundar Norður-Kórea Donald Trump Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Vandræði Noem hófust af alvöru þegar kaflar úr væntanlegri bók hennar byrjuðu að birtast í fjölmiðlum á dögunum. Í bókinni lýsir ríkisstjórinn því meðal annars fjálglega hvernig hann skaut fjórtán mánaða gamlan veiðihund sinn sem þegar hann óhlýðnaðist honum. „Ég hataði þennan hund,“ skrifaði Noem í bókinni um samband sitt við hundinn Cricket sem hún ætlaði að þjálfa til fasanaveiða. Í stað þess að hjálpa til hafi Cricket skemmt sér við að elta fasananna og ekki tók betra við þegar hundurinn drap kjúklinga fjölskyldu sem Noem ræddi við og beit hana síðan. Cricket hafi verið gleðin uppmáluð. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á að ég varð að lóga henni,“ skrifaði Noem sem fór síðan með tíkina í malarnámu og skaut hana. Í kjölfarið hafi hún einnig ákveðið að skjóta geithafur sem fjölskyldan átti vegna þess að hann lyktaði illa og elti börnin hennar. Noem tókst ekki að gera út af við geitina fyrr en með öðru haglabyssuskoti sínu. Ríkisstjórinn lýsti því síðan hvernig dóttur hennar hefði komið heim með skólarútu og spurt: „Hey, hvar er Cricket?“ Atvikið átti að sýna að hún væri tilbúin að ráðast í verkin jafnvel þó að þau væru erfið og subbuleg. Sagði Kim líklega hafa vanmetið sig Lýsingarnar á drápinu á Cricket vöktu samstundis grát og gnístan tanna dýraverndunarsinna en einnig fordæmingu bæði pólitískra mótherja Noem og samherja. Vonir hennar um að hljóta náð fyrir augum Trump við val hans á varaforsetaefni þóttu því orðnar að litlu. Lengi má vont versna því Noem hefur nú verið gerð afturreka með sumar fullyrðingar sínar í bókinni dýrkeyptu, ekki síst þeirri um að hún hafi hitt Kim Jong-un. „Ég man þegar ég hitti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un. Ég er viss um að hann vanmat mig því hann hafði ekki hugmynd um reynslu mína af því að snúa niður litla harðstjóra (ég var nú æskulýðsprestur eftir allt saman),“ skrifaði Noem í bókinni. Eftir að sérfræðingar bentu á að það væri í hæsta máta ólíklegt að Noem hefði getað hitt Kim þegar hún sat í herþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sagði talsmaður hennar að það hefðu verið mistök að nefna Kim sem einn þeirra þjóðarleiðtoga sem hún hefði fundað með. Útgefandi bókarinnar lagfærði það ef hún yrði gefin út aftur. Þá kannast skrifstofa Emmanuels Macron Frakklandsforseta ekki við fullyrðingar Noem í bókinni um að hún hafi átt að hitta hann í París í nóvember en hætt við vegna ummæla hans sem hún hafi talið jákvæð í garð palestínsku Hamas-samtakanna. Noem hafi aldrei verið boðið beint að hitta Macron þótt ekki væri útilokað að henni hafi verið boðið á viðburð í París sem forsetinn átti einnig að vera viðstaddur. Virtist auglýsa lýtalæknastofu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Noem lendir í kröppum dansi á stjórnmálaferli sínum. Í mars lá hún undir gagnrýni fyrir að birta það sem virtist auglýsing fyrir lýtalæknastofu þar sem hún gekkst undir tannaðgerð á samfélagsmiðlum sínum. Myndbandið líktist sjónvarpsauglýsingu og kynnti Noem sig sem ríkisstjóra Suður-Dakóta, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir þremur árum varð uppi fótur og fit í Suður-Dakóta þegar Noem var sökuð um að notfæra sér embætti sitt sem ríkisstjóri til þess að dóttir hennar yrði vottuð sem matsmaður fasteigna í ríkinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hundar Norður-Kórea Donald Trump Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira