„Lífið heldur áfram eftir svona áfall“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. maí 2024 09:01 Gíslunn hefur lagt upp með að nálgast aðstæður sínar af æðruleysi. Vísir/Vilhelm Líf Gíslunnar Hilmarsdóttur breyttist í einni svipan í júní árið 2017 þegar hún lenti í alvarlegu umferðarlysi á Norðurlandsvegi í Öxnadal. Slysvaldurinn, kona á níræðisaldri, lét lífið í kjölfarið. Líkamleg eftirköst Gíslunnar voru slík að hún var metin sem öryrki. Hún hefur þó aldrei borið kala til konunnar sem varð valdur að slysinu. Vísir, og fleiri miðlar birtu fréttir af slysinu á sínum tíma. Eitt sekúndubrot Þann 29. júní 2017 var Gíslunn á leiðinni suður til Reykjavíkur eftir stutta dvöl á Akureyri. „Maðurinn minn var á þessum tíma í námi á Akureyri og ég fór að heimsækja hann. Ég var hjá honum í tæpa viku og strákurinn minn, sem þá var fimm ára ,var hjá pabba sínum fyrir sunnan á meðan. Ég gat ekki beðið eftir að fara og sækja hann.“ Síðla parts þennan dag var Gíslunn komin á Norðurlandsveg í Öxnadal. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur fram að veðrið hafi verið gott í Öxnadal þenna dag, og vegurinn var þurr. Hún minnist þess að löng bílaröð hafi verið á veginum. Þar á meðal var Nissan Micra bifreið þar sem tveir farþegar sátu fram í. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að Nissan bifreiðinni hafi verið ekið norður Norðurlandsveginn en bifreið Gíslunnar var ekið í gangstæða átt. „Rétt áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni, að sögn vitna, ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Suzuki bifreiðina og lentu bifreiðarnar saman á vegarhelmingi Suzuki bifreiðarinnar,“ segir ennfremur í skýrslunni. Með meðvitund allan tímann Ökumaður Nissan bifreiðarinnar, sem keyrði á móti Gíslunni reyndist vera kona á níræðisaldri. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að konan hafi tekið inn lyf samkvæmt læknisráði en blóðsýni leiddi í ljós að lyfið mæddist innan eðlilegra marka í blóði. Styrkur virks umbrotaefnis lyfsins mældist mjög hár og benti til eitrunar. Lyfið hafði ekki brotnað niður eins og það átti að gera og talið var sennilegt er að lyfið og umbrotsefni þess hefði skert aksturshæfni konunnar. Í skýrslunni er tilgreint að ekkert hafi komið fram sem benti til misnotkunar á lyfinu hjá konunni. „Það sem ég man er að hafa séð bílinn allt í einu koma út úr bílaröðinni á ógnarhraða. Þetta gerðist allt svo svakalega hratt, við erum að tala um sekúndubrot. Það var enginn tími til að flauta eða neitt. Það næsta sem man er að ég og bíllinn tökum á loft, bílinn tekur þrjár veltur og ég enda síðan liggjandi á jörðinni, ofan á vinstri hliðinni. Vinstri olnboginn hélt mér uppi,“ rifjar Gíslunn upp. Það má teljast ótrúlegt að Gíslunn missti ekki meðvitund á meðan á þessu stóð. En þar af leiðandi man hún skýrt og greinilega hvað fór í gegnum huga hennar á þessu augnabliki. „Í hverri veltu hugsaði ég: Nú er ég að fara að deyja. Ég er að fara að deyja. Ég mun aldrei sjá barnið mitt aftur. Síðan, þegar bílinn endaði á jörðinni þá hugsaði ég: Ókei, ég er lifandi. Ég á eftir að sjá strákinn minn aftur. En svo lá ég þarna, pikkföst inni í bílnum og rúðan vinstra megin var mölbrotin.“ Hún minnist þess næst að hafa heyrt í rödd fyrir utan bílinn, sem talaði ensku með frönskum hreim. Þar var á ferð erlendur ferðamaður sem var á leið norður í land ásamt farþega. Hann hafði orðið vitni að slysinu. Gíslunn er honum þakklát. „Ég var í algjöru panikki þarna fyrst. En honum tókst að róa mig á meðan við biðum eftir að hjálpin kæmi. Og ég man að ég náði að snerta grasið. Á einhvern hátt róaði það mig líka, það veitti mér einhverskonar jarðtengingu. Fyrir eitthvað kraftaverk þá tókst mér að teygja mig í símann minn, og gat hringt í manninn minn og sagt honum að ég hefði lenti í bílsslysi. Sem betur fer þurfti hann þá ekki að heyra það frá einhverjum öðrum, eða lesa um það í fréttum. Og hann rauk að sjálfsögðu úr vinnunni og brunaði af stað suður, og var hjá mér seinasta hálftímann.“ Það var Gíslunni til happs að slysið átti sér stað á sumardegi, á fjölförnum vegi. Lögreglan var fyrst á staðinn af viðbragðsaðilum en í millitíðinni hafði fjöldi fólks stoppað hjá slysstaðnum og haft afskipti um Gíslunni. Einn kastaði til hennar jakka, annar gaf henni vatn og hélt uppi samræðum við hana þar sem hann óttaðist að hún myndi sofna inni í bílnum. Á sama tíma stóðu yfir aðgerðir þar sem sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmenn hlúðu að ökumanni Nissan bifreiðarinnar og farþega. Konan sem ók bílnum reyndist vera með alvarlega fjöláverka. Farþeginn í bílnum reyndist hins vegar ekki alvarlega slasaður. Það var hins vegar enginn hægðarleikur að ná Gíslunni út úr bílnum og að lokum var afráðið að skera þakið af bifreiðinni og toga hana út þar í gegn. Þrátt fyrir hlýtt sumarveður var Gíslunn skjálfandi af kulda og blá á vörunum þegar hún loksins komst út. Gíslunn segist aldrei hafa fundið til reiði gagnvart konunni sem varð valdur að slysinu.Vísir/Vilhelm Sjokkið kom seinna Á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri kom í ljós að Gíslunn var með innvortis blæðingar. „Ég var í svakalegu adrenalínsjokki. Ég man ekki einu sinni eftir því að hafa fundið almennilega til í líkamanum þarna á þessum tímapunkti, þar sem það var verið að klippa af mér fötin og ég var öll úti í glerbrotum. Mér fannst eins og það sem væri að gerast væri einhvern veginn ekki raunverulegt. Læknarnir sögðu mér að ég mætti ekki fara heim um kvöldið, ég mátti ekki hreyfa mig í sólarhring, en það eina sem ég hugsaði var að ég þyrfti að fara til Reykjavíkur og sækja strákinn minn. Það var það eina sem komst að. Eftir sólarhring á spítalanum tókst mér síðan að væla mig út, með því skilyrði að ég myndi vera áfram á Akureyri.“ Nokkrum dögum seinna síaðist þetta svo allt inn. Þá kom sjokkið. Á einum tímapunkti á þessum sólarhring sem Gíslunn dvaldi á sjúkrahúsinu mætti til hennar vakthafandi læknir. „Hann sagði við mig að hann vildi færa mér tíðindin, svo ég myndi ekki þurfa að lesa um það í fréttum. Hann sagði mér að konan, ökumaðurinn í hinum bílnum, væri látin.“ Bréfaskrifin hjálpuðu Í kjölfar slyssins hlaut Gíslunn verulegan taugaskaða á vinstri olnboga. Hreyfigetan skertist einnig verulega. Fyrir slysið hafði hún glímt við líkamlega kvilla, vöðvabólgu og vefjagigt en í kjölfar slyssins „hrundi allt kerfið” eins og hún orðar það sjálf. Hún vann áður á leikskólum í mörg ár, bæði í fullu starfi og meðfram námi. Eftir slysið var hún metin með fulla örorku. „Það er fjarlægur draumur hjá mér að geta einhvern tímann stundað vinnu aftur, og ég vil ekki gefa upp vonina. Þangað til er ég að dunda mér við að taka einn og einn áfanga í skóla, þannig að ef ég verð einhvern tímann vinnufær einhvern daginn þá verð ég allavega komin með menntun.“ Margvíslegir triggerar Fyrir nokkrum árum sótti Gíslunn tíma hjá markþjálfa hjá Hringsjá, sem lagði til að hún myndi gera atburðinn upp með því að skrifa konunni, slysvaldinumm, bréf. „Og það hjálpaði. Það var ákveðin leið til að koma frá mér þessari biturð sem ég hafði fundið fyrir. Fá einhverskonar lokun á þetta.“ Gíslunn hefur þurft að takast á við áfallastreitu í kjölfar slyssins. „Ég man ennþá hvað fyrsta nóttin á spítalanum var mikill viðbjóður; ég vaknaði upp í svitakófi og var alltaf endurupplifa höggið sem kom þegar það var keyrt á bílinn. Í dag er það þannig að ég keyri helst ekki út úr bænum, eða á staði þar sem fólk er að aka á miklum hraða, eins og á Reykjanesbrautinni. Og það er mjög „triggerandi“ að finna bensínlykt, og svona hitalykt af bílum.“ Lífið heldur áfram Gíslunn segist aldrei hafa fundið til reiði gagnvart konunni sem varð valdur að slysinu. „Ég held að það sé enginn þarna úti sem ætlar sér að valda slysi, hvort sem það er með að taka fram úr eða keyra undir áhrifum eða eitthvað annað. Kanski var bara betra að hún hafi keyrt á mig, af því að ég var ein í bílnum. Ef hún hefði keyrt á annan bíl, sem hefði kanski verið fullur af fólki, þá hefði kannski einhver annar látið lífið.“ Þann 26.apríl síðastliðinn voru tveir breskir ferðamenn hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna endaði þungt haldinn á sjúkrahúsi. Vísir og fleiri miðlar greindu frá. Slysið sem Gíslunn varð fyrir og slysið sem Bretarnir lentu áttu sér stað með keimlíkum hætti. Þegar Gíslunn las fréttir um slysið helltust yfir hana minningar frá deginum örlagaríka á Öxndalsvegi, þann 29.júní 2017. Í kjölfarið opnaði hún sig um slysið í færslu á Facebook, og birti myndir sem voru teknar á vettvangi þennan dag. „Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa lifað þetta af, enda hafa ófáir sagt mér að það er í raun kraftaverk að ég lifði þetta af. En eftirköstin eru samt hryllingur og ég óska engum, ekki einu sinni mínum versta óvin, að lenda í svona slysi og þurfa að tækla allt sem fylgir,“ segir meðal annars í færslu Gíslunnar. Hún segist hafa fundið hjá sér þörf til að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að sýna varkárni í umferðinni. „Fyrst og fremst vil ég að það komi fram að enginn ætli sér að valda slysi. En mig langar líka að minna á að þitt gáleysi, þín þreyta, það að þú þurfir að flýta þér og sýnir dómgreindarleysi í umferðinni getur kostað fólk lífið eða haft óafturkræf áhrif á alla viðkomandi.“ Hún hefur lagt upp með að nálgast aðstæður sínar af æðruleysi. „Það koma klárlega þannig dagar, þar sem mig langar að leggjast í fósturstellinguna og vorkenna sjálfri mér. En lífið er bara allt of stutt til að leyfa sér það. Stundum væri einfaldara að vera bitur og fúl yfir því hvernig lífið er eftir þetta slys. Það er sem er og ég get ekki eytt ævinni í að velta mér upp úr því sem ég get ekki breytt. Lífið heldur áfram eftir svona áfall. Það sem skiptir máli er hvernig maður sjálfur tæklar þennan nýja veruleika.“ Helgarviðtal Samgönguslys Ástin og lífið Hörgársveit Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Vísir, og fleiri miðlar birtu fréttir af slysinu á sínum tíma. Eitt sekúndubrot Þann 29. júní 2017 var Gíslunn á leiðinni suður til Reykjavíkur eftir stutta dvöl á Akureyri. „Maðurinn minn var á þessum tíma í námi á Akureyri og ég fór að heimsækja hann. Ég var hjá honum í tæpa viku og strákurinn minn, sem þá var fimm ára ,var hjá pabba sínum fyrir sunnan á meðan. Ég gat ekki beðið eftir að fara og sækja hann.“ Síðla parts þennan dag var Gíslunn komin á Norðurlandsveg í Öxnadal. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur fram að veðrið hafi verið gott í Öxnadal þenna dag, og vegurinn var þurr. Hún minnist þess að löng bílaröð hafi verið á veginum. Þar á meðal var Nissan Micra bifreið þar sem tveir farþegar sátu fram í. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að Nissan bifreiðinni hafi verið ekið norður Norðurlandsveginn en bifreið Gíslunnar var ekið í gangstæða átt. „Rétt áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni, að sögn vitna, ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Suzuki bifreiðina og lentu bifreiðarnar saman á vegarhelmingi Suzuki bifreiðarinnar,“ segir ennfremur í skýrslunni. Með meðvitund allan tímann Ökumaður Nissan bifreiðarinnar, sem keyrði á móti Gíslunni reyndist vera kona á níræðisaldri. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að konan hafi tekið inn lyf samkvæmt læknisráði en blóðsýni leiddi í ljós að lyfið mæddist innan eðlilegra marka í blóði. Styrkur virks umbrotaefnis lyfsins mældist mjög hár og benti til eitrunar. Lyfið hafði ekki brotnað niður eins og það átti að gera og talið var sennilegt er að lyfið og umbrotsefni þess hefði skert aksturshæfni konunnar. Í skýrslunni er tilgreint að ekkert hafi komið fram sem benti til misnotkunar á lyfinu hjá konunni. „Það sem ég man er að hafa séð bílinn allt í einu koma út úr bílaröðinni á ógnarhraða. Þetta gerðist allt svo svakalega hratt, við erum að tala um sekúndubrot. Það var enginn tími til að flauta eða neitt. Það næsta sem man er að ég og bíllinn tökum á loft, bílinn tekur þrjár veltur og ég enda síðan liggjandi á jörðinni, ofan á vinstri hliðinni. Vinstri olnboginn hélt mér uppi,“ rifjar Gíslunn upp. Það má teljast ótrúlegt að Gíslunn missti ekki meðvitund á meðan á þessu stóð. En þar af leiðandi man hún skýrt og greinilega hvað fór í gegnum huga hennar á þessu augnabliki. „Í hverri veltu hugsaði ég: Nú er ég að fara að deyja. Ég er að fara að deyja. Ég mun aldrei sjá barnið mitt aftur. Síðan, þegar bílinn endaði á jörðinni þá hugsaði ég: Ókei, ég er lifandi. Ég á eftir að sjá strákinn minn aftur. En svo lá ég þarna, pikkföst inni í bílnum og rúðan vinstra megin var mölbrotin.“ Hún minnist þess næst að hafa heyrt í rödd fyrir utan bílinn, sem talaði ensku með frönskum hreim. Þar var á ferð erlendur ferðamaður sem var á leið norður í land ásamt farþega. Hann hafði orðið vitni að slysinu. Gíslunn er honum þakklát. „Ég var í algjöru panikki þarna fyrst. En honum tókst að róa mig á meðan við biðum eftir að hjálpin kæmi. Og ég man að ég náði að snerta grasið. Á einhvern hátt róaði það mig líka, það veitti mér einhverskonar jarðtengingu. Fyrir eitthvað kraftaverk þá tókst mér að teygja mig í símann minn, og gat hringt í manninn minn og sagt honum að ég hefði lenti í bílsslysi. Sem betur fer þurfti hann þá ekki að heyra það frá einhverjum öðrum, eða lesa um það í fréttum. Og hann rauk að sjálfsögðu úr vinnunni og brunaði af stað suður, og var hjá mér seinasta hálftímann.“ Það var Gíslunni til happs að slysið átti sér stað á sumardegi, á fjölförnum vegi. Lögreglan var fyrst á staðinn af viðbragðsaðilum en í millitíðinni hafði fjöldi fólks stoppað hjá slysstaðnum og haft afskipti um Gíslunni. Einn kastaði til hennar jakka, annar gaf henni vatn og hélt uppi samræðum við hana þar sem hann óttaðist að hún myndi sofna inni í bílnum. Á sama tíma stóðu yfir aðgerðir þar sem sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmenn hlúðu að ökumanni Nissan bifreiðarinnar og farþega. Konan sem ók bílnum reyndist vera með alvarlega fjöláverka. Farþeginn í bílnum reyndist hins vegar ekki alvarlega slasaður. Það var hins vegar enginn hægðarleikur að ná Gíslunni út úr bílnum og að lokum var afráðið að skera þakið af bifreiðinni og toga hana út þar í gegn. Þrátt fyrir hlýtt sumarveður var Gíslunn skjálfandi af kulda og blá á vörunum þegar hún loksins komst út. Gíslunn segist aldrei hafa fundið til reiði gagnvart konunni sem varð valdur að slysinu.Vísir/Vilhelm Sjokkið kom seinna Á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri kom í ljós að Gíslunn var með innvortis blæðingar. „Ég var í svakalegu adrenalínsjokki. Ég man ekki einu sinni eftir því að hafa fundið almennilega til í líkamanum þarna á þessum tímapunkti, þar sem það var verið að klippa af mér fötin og ég var öll úti í glerbrotum. Mér fannst eins og það sem væri að gerast væri einhvern veginn ekki raunverulegt. Læknarnir sögðu mér að ég mætti ekki fara heim um kvöldið, ég mátti ekki hreyfa mig í sólarhring, en það eina sem ég hugsaði var að ég þyrfti að fara til Reykjavíkur og sækja strákinn minn. Það var það eina sem komst að. Eftir sólarhring á spítalanum tókst mér síðan að væla mig út, með því skilyrði að ég myndi vera áfram á Akureyri.“ Nokkrum dögum seinna síaðist þetta svo allt inn. Þá kom sjokkið. Á einum tímapunkti á þessum sólarhring sem Gíslunn dvaldi á sjúkrahúsinu mætti til hennar vakthafandi læknir. „Hann sagði við mig að hann vildi færa mér tíðindin, svo ég myndi ekki þurfa að lesa um það í fréttum. Hann sagði mér að konan, ökumaðurinn í hinum bílnum, væri látin.“ Bréfaskrifin hjálpuðu Í kjölfar slyssins hlaut Gíslunn verulegan taugaskaða á vinstri olnboga. Hreyfigetan skertist einnig verulega. Fyrir slysið hafði hún glímt við líkamlega kvilla, vöðvabólgu og vefjagigt en í kjölfar slyssins „hrundi allt kerfið” eins og hún orðar það sjálf. Hún vann áður á leikskólum í mörg ár, bæði í fullu starfi og meðfram námi. Eftir slysið var hún metin með fulla örorku. „Það er fjarlægur draumur hjá mér að geta einhvern tímann stundað vinnu aftur, og ég vil ekki gefa upp vonina. Þangað til er ég að dunda mér við að taka einn og einn áfanga í skóla, þannig að ef ég verð einhvern tímann vinnufær einhvern daginn þá verð ég allavega komin með menntun.“ Margvíslegir triggerar Fyrir nokkrum árum sótti Gíslunn tíma hjá markþjálfa hjá Hringsjá, sem lagði til að hún myndi gera atburðinn upp með því að skrifa konunni, slysvaldinumm, bréf. „Og það hjálpaði. Það var ákveðin leið til að koma frá mér þessari biturð sem ég hafði fundið fyrir. Fá einhverskonar lokun á þetta.“ Gíslunn hefur þurft að takast á við áfallastreitu í kjölfar slyssins. „Ég man ennþá hvað fyrsta nóttin á spítalanum var mikill viðbjóður; ég vaknaði upp í svitakófi og var alltaf endurupplifa höggið sem kom þegar það var keyrt á bílinn. Í dag er það þannig að ég keyri helst ekki út úr bænum, eða á staði þar sem fólk er að aka á miklum hraða, eins og á Reykjanesbrautinni. Og það er mjög „triggerandi“ að finna bensínlykt, og svona hitalykt af bílum.“ Lífið heldur áfram Gíslunn segist aldrei hafa fundið til reiði gagnvart konunni sem varð valdur að slysinu. „Ég held að það sé enginn þarna úti sem ætlar sér að valda slysi, hvort sem það er með að taka fram úr eða keyra undir áhrifum eða eitthvað annað. Kanski var bara betra að hún hafi keyrt á mig, af því að ég var ein í bílnum. Ef hún hefði keyrt á annan bíl, sem hefði kanski verið fullur af fólki, þá hefði kannski einhver annar látið lífið.“ Þann 26.apríl síðastliðinn voru tveir breskir ferðamenn hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna endaði þungt haldinn á sjúkrahúsi. Vísir og fleiri miðlar greindu frá. Slysið sem Gíslunn varð fyrir og slysið sem Bretarnir lentu áttu sér stað með keimlíkum hætti. Þegar Gíslunn las fréttir um slysið helltust yfir hana minningar frá deginum örlagaríka á Öxndalsvegi, þann 29.júní 2017. Í kjölfarið opnaði hún sig um slysið í færslu á Facebook, og birti myndir sem voru teknar á vettvangi þennan dag. „Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa lifað þetta af, enda hafa ófáir sagt mér að það er í raun kraftaverk að ég lifði þetta af. En eftirköstin eru samt hryllingur og ég óska engum, ekki einu sinni mínum versta óvin, að lenda í svona slysi og þurfa að tækla allt sem fylgir,“ segir meðal annars í færslu Gíslunnar. Hún segist hafa fundið hjá sér þörf til að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að sýna varkárni í umferðinni. „Fyrst og fremst vil ég að það komi fram að enginn ætli sér að valda slysi. En mig langar líka að minna á að þitt gáleysi, þín þreyta, það að þú þurfir að flýta þér og sýnir dómgreindarleysi í umferðinni getur kostað fólk lífið eða haft óafturkræf áhrif á alla viðkomandi.“ Hún hefur lagt upp með að nálgast aðstæður sínar af æðruleysi. „Það koma klárlega þannig dagar, þar sem mig langar að leggjast í fósturstellinguna og vorkenna sjálfri mér. En lífið er bara allt of stutt til að leyfa sér það. Stundum væri einfaldara að vera bitur og fúl yfir því hvernig lífið er eftir þetta slys. Það er sem er og ég get ekki eytt ævinni í að velta mér upp úr því sem ég get ekki breytt. Lífið heldur áfram eftir svona áfall. Það sem skiptir máli er hvernig maður sjálfur tæklar þennan nýja veruleika.“
Helgarviðtal Samgönguslys Ástin og lífið Hörgársveit Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira