„Þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 21:59 Benedikt ræðir við dómara í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson sagði mikið af mistökum hafa einkennt leik Njarðvíkur og Vals í dag. Hann sagði aðra leikmenn eiga að geta tekið við keflinu ef Chaz Williams á ekki sinn besta dag. „Það eru alltaf vonbrigði. Við vissum að við værum ekkert að fara að labba yfir Valsarana aftur. Þetta er ekki bara frábært lið og efstir í vetur heldur frábært lið undanfarin ár,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tap hans manna gegn Val í kvöld. „Við vissum að þeir væru að fara að mæta hérna dýrvitlausir. Þetta var jafn leikur og ég held að liðin hafi skipt tuttugu sinnum á forystunni fram og til baka. Það var mikið af mistökum og alls konar hlutir sem voru ekki góðir hjá báðum liðum. Síðan voru þeir sterkari í restina,“ en eins og Benedikt nefnir var leikurinn jafn allan tímann en í fjórða leikhluta náði Valur forystu sem þeir héldu til loka. „Þar kemur þetta „know how“ sem þeir hafa, margfaldir Íslandsmeistarar og allt þetta. Við vissum að við værum ekki að fara að eiga þægilegan leik. Ég er ekki ánægður með hvernig mínir menn bregðast við mótlætinu, það er eitthvað sem ég er að fara að ræða inni í klefa.“ „Sumir boltarnir gjörsamlega galnir“ Varnarlega skelltu Valsmenn í lás í leiknum í dag. „Bæði lið voru að tapa eitthvað um tuttugu boltum og sumir af boltunum hjá okkur voru gjörsamlega galnir. Einhverjar sendingar sem hefur ekkert með vörnina þeirra að gera alltaf, auðvitað voru þeir að spila hörkuvörn. Ég vil sjá meiri samstöðu og jákvæðari orku hjá okkur.“ „Í þriðja leikhluta erum við í fínum gír en svo er frost í öðrum og fjórða sem við þurfum að greina og fara yfir. Í einhverjum tilfellum vorum við ekki að hitta og skotin ekki að fara niður. Í öðrum tilfellum vorum við ekki að taka réttar ákvarðanir og stundum að stoppa of lengi með boltann. Allskonar sem við þurfum að fara yfir.“ „Þeir settu Taiwo á hann sem spilaði frábæra vörn á hann. Það á bara einhver annar að geta tekið við keflinu. Auðvitað væri maður til í meira en fjögur stig og 1/10 í skotum en við erum með það góða leikmenn að það á einhver að geta tekið við keflinu. Dwayne var okkar langbesti sóknarmaður í dag en við þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn.“ Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
„Það eru alltaf vonbrigði. Við vissum að við værum ekkert að fara að labba yfir Valsarana aftur. Þetta er ekki bara frábært lið og efstir í vetur heldur frábært lið undanfarin ár,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tap hans manna gegn Val í kvöld. „Við vissum að þeir væru að fara að mæta hérna dýrvitlausir. Þetta var jafn leikur og ég held að liðin hafi skipt tuttugu sinnum á forystunni fram og til baka. Það var mikið af mistökum og alls konar hlutir sem voru ekki góðir hjá báðum liðum. Síðan voru þeir sterkari í restina,“ en eins og Benedikt nefnir var leikurinn jafn allan tímann en í fjórða leikhluta náði Valur forystu sem þeir héldu til loka. „Þar kemur þetta „know how“ sem þeir hafa, margfaldir Íslandsmeistarar og allt þetta. Við vissum að við værum ekki að fara að eiga þægilegan leik. Ég er ekki ánægður með hvernig mínir menn bregðast við mótlætinu, það er eitthvað sem ég er að fara að ræða inni í klefa.“ „Sumir boltarnir gjörsamlega galnir“ Varnarlega skelltu Valsmenn í lás í leiknum í dag. „Bæði lið voru að tapa eitthvað um tuttugu boltum og sumir af boltunum hjá okkur voru gjörsamlega galnir. Einhverjar sendingar sem hefur ekkert með vörnina þeirra að gera alltaf, auðvitað voru þeir að spila hörkuvörn. Ég vil sjá meiri samstöðu og jákvæðari orku hjá okkur.“ „Í þriðja leikhluta erum við í fínum gír en svo er frost í öðrum og fjórða sem við þurfum að greina og fara yfir. Í einhverjum tilfellum vorum við ekki að hitta og skotin ekki að fara niður. Í öðrum tilfellum vorum við ekki að taka réttar ákvarðanir og stundum að stoppa of lengi með boltann. Allskonar sem við þurfum að fara yfir.“ „Þeir settu Taiwo á hann sem spilaði frábæra vörn á hann. Það á bara einhver annar að geta tekið við keflinu. Auðvitað væri maður til í meira en fjögur stig og 1/10 í skotum en við erum með það góða leikmenn að það á einhver að geta tekið við keflinu. Dwayne var okkar langbesti sóknarmaður í dag en við þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn.“
Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira