Börn lögð inn með kíghósta Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2024 12:03 Valtýr Thors, barnalæknir. Vísir/Arnar Börn greind með kíghósta hafa verið lögð inn á spítala hér á landi síðustu vikur. Alls hafa sautján greinst með sýkinguna undanfarið, sem barnalæknir segir áhyggjuefni. Hann hvetur fólk til að huga vel að bólusetningum, einkum barnshafandi konur. Í yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar síðustu tvær vikurnar í apríl kemur fram Að minnsta kosti sautján einstaklingar á aldrinum 2 til 39 ára hafa greinst með kíghósta, í fyrsta sinn síðan 2019. Kíghósti getur einkum valdið mjög alvarlegum veikindum í yngstu börnunum en eldri börn geta einnig orðið talsvert veik. „Það hafa verið tilfelli hjá börnum, reyndar ekki minnstu börnin, en það hafa verið börn sem hafa lagst inn og greinst með kíghósta,“ segir Valtýr Thors barnalæknir, inntur eftir því hvort eitthvað hafi verið um innlagnir barna með kíghósta síðustu vikur. Hafa þau verið alvarlega veik? „Nei, það er nú ekki hægt að segja það. Alvarlegustu veikindin hjá yngstu börnunum eru veikindi sem lýsa sér þannig að yngstu börnin þurfa verulegan öndunarstuðning og geta farið í öndunarstopp og þurfa þá oft að liggja inni á spítalanum í marga daga eða jafnvel vikur. Slíkt hefur ekki komið upp hjá okkur enn þá en við erum við öllu búinn og það kæmi ekki á óvart ef slíkt myndi gerast.“ Valtýr segir það alltaf áhyggjuefni þegar sýkingar sem þessar koma upp; kíghósti breiðist gjarnan út í bylgjum, á þriggja til fimm ára fresti. Ein ástæðan að baki því geti verið óbólusettir hópar, eða hópar sem ekki hafi nægilega vernd, úti í samfélaginu. Mikilvægt sé að fólk hugi að bólusetningum; einkum yngsu barnanna, svo og barnshafandi konur. „Það er gríðarlega mikilvægt. Við höfum verið með þær ráðleggingar í nokkur ár að allar konur sem verða barnshafandi fái viðbótarbólusetningu gegn kíghósta því þá er annars vegar móðirin vel varin, bæði á meðgöngunni og eftir meðgönguna, og veitir síðan barninu vernd gegnum sín eigin mótefni fyrstu þrjá mánuðina og jafnvel sex mánuðina,“ segir Valtýr. Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. 3. maí 2024 06:35 Barn á Akureyri greindist með kíghósta Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár. 1. maí 2024 14:14 „Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. 24. apríl 2024 20:45 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hægfara lægð yfir landinu Veður Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Í yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar síðustu tvær vikurnar í apríl kemur fram Að minnsta kosti sautján einstaklingar á aldrinum 2 til 39 ára hafa greinst með kíghósta, í fyrsta sinn síðan 2019. Kíghósti getur einkum valdið mjög alvarlegum veikindum í yngstu börnunum en eldri börn geta einnig orðið talsvert veik. „Það hafa verið tilfelli hjá börnum, reyndar ekki minnstu börnin, en það hafa verið börn sem hafa lagst inn og greinst með kíghósta,“ segir Valtýr Thors barnalæknir, inntur eftir því hvort eitthvað hafi verið um innlagnir barna með kíghósta síðustu vikur. Hafa þau verið alvarlega veik? „Nei, það er nú ekki hægt að segja það. Alvarlegustu veikindin hjá yngstu börnunum eru veikindi sem lýsa sér þannig að yngstu börnin þurfa verulegan öndunarstuðning og geta farið í öndunarstopp og þurfa þá oft að liggja inni á spítalanum í marga daga eða jafnvel vikur. Slíkt hefur ekki komið upp hjá okkur enn þá en við erum við öllu búinn og það kæmi ekki á óvart ef slíkt myndi gerast.“ Valtýr segir það alltaf áhyggjuefni þegar sýkingar sem þessar koma upp; kíghósti breiðist gjarnan út í bylgjum, á þriggja til fimm ára fresti. Ein ástæðan að baki því geti verið óbólusettir hópar, eða hópar sem ekki hafi nægilega vernd, úti í samfélaginu. Mikilvægt sé að fólk hugi að bólusetningum; einkum yngsu barnanna, svo og barnshafandi konur. „Það er gríðarlega mikilvægt. Við höfum verið með þær ráðleggingar í nokkur ár að allar konur sem verða barnshafandi fái viðbótarbólusetningu gegn kíghósta því þá er annars vegar móðirin vel varin, bæði á meðgöngunni og eftir meðgönguna, og veitir síðan barninu vernd gegnum sín eigin mótefni fyrstu þrjá mánuðina og jafnvel sex mánuðina,“ segir Valtýr.
Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. 3. maí 2024 06:35 Barn á Akureyri greindist með kíghósta Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár. 1. maí 2024 14:14 „Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. 24. apríl 2024 20:45 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hægfara lægð yfir landinu Veður Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. 3. maí 2024 06:35
Barn á Akureyri greindist með kíghósta Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár. 1. maí 2024 14:14
„Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. 24. apríl 2024 20:45