Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2024 12:48 Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi, í dómsal í New York. AP/Doug Mills Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. Á upptökunni, sem finna má hér, má heyra það hvernig Cohen segir Trump að hann ætli að endurgreiða David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóra National Enquirer. Hann greiddi Karen McDougal, áðurnefndri fyrirsætu, fyrir einkaréttinn af sögu hennar en birti hana aldrei. Pecker sagði nýverið frá því í dómsal að hann hefði gert samkomulag við Trump og Cohen í aðdraganda forsetakosninganna 2016 um að koma í veg fyrir birtingu frétta sem gætu komið niður á framboði Trumps. „Ég myndi verða augu þín og eyru,“ sagðist Pecker hafa sagt við Trump. Á upptökunni sagðist Cohen þurfa að stofna félag til að halda utan um greiðsluna og sagðist hafa rætt við Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Trumps, um hvernig hann ætti að gera það. Þá spurði Cohen hvernig hann ætti að fjármagna greiðsluna til Pecker og skipaði Trump honum að nota reiðufé. Í stuttu mál snúa málaferlin í New York að því þegar Cohen greiddi Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu, 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Pecker fékk endurgreitt vegna sögu Daniels en ekki vegna sögu McDougal, samkvæmt frétt New York Times. Tilvist upptökunnar, sem Cohen tók upp án þess að Trump vissi, hefur legið fyrir um nokkuð skeið. Hún var tekin upp um tveimur mánuðum fyrir kosningarnar 2016. Hún var þó notuð í dómsal í gær þar sem saksóknarar vildu sýna kviðdómendum hvernig Trump hafði beina aðkomu að því sem saksóknarar lýsa sem samsæri til að hjálpa Trump að ná kjöri. Sakaði lögmann Daniels um kúgun Lögmaðurinn Keith Davidson bar einnig vitni í gær en hann hefur nokkuð sérstaka sérstöðu á lögmannamarkaðinum vestanhafs en hann starfar oft fyrir fólk sem reynir að selja krassandi sögur um frægt fólk. Árið 2016 starfaði Davidson fyrir Stormy Daniels en í dómsal í gær sagði hann frá því hvernig hann hefði fengið greiðslu frá Pecker fyrir sögu klámmyndaleikkonunnar fyrrverandi. Hann sagði einnig frá samskiptum sínum við Cohen og hvernig sá síðarnefndi lagði mikið á sig til að reyna að koma í veg fyrir það að sögur af ástarlífi Trumps rötuðu í almenna umræðu í Bandaríkjunum. Emil Bove, lögmaður Trumps, sakaði Davidson um að sérhæfa sig í að kúga frægt fólk og sagði hann hafa reynt að kúga framboð Trumps. Hann hefði gert það sama við aðrar stjörnur eins og Tila Tequila og Charlie Sheen. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Á upptökunni, sem finna má hér, má heyra það hvernig Cohen segir Trump að hann ætli að endurgreiða David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóra National Enquirer. Hann greiddi Karen McDougal, áðurnefndri fyrirsætu, fyrir einkaréttinn af sögu hennar en birti hana aldrei. Pecker sagði nýverið frá því í dómsal að hann hefði gert samkomulag við Trump og Cohen í aðdraganda forsetakosninganna 2016 um að koma í veg fyrir birtingu frétta sem gætu komið niður á framboði Trumps. „Ég myndi verða augu þín og eyru,“ sagðist Pecker hafa sagt við Trump. Á upptökunni sagðist Cohen þurfa að stofna félag til að halda utan um greiðsluna og sagðist hafa rætt við Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Trumps, um hvernig hann ætti að gera það. Þá spurði Cohen hvernig hann ætti að fjármagna greiðsluna til Pecker og skipaði Trump honum að nota reiðufé. Í stuttu mál snúa málaferlin í New York að því þegar Cohen greiddi Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu, 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Pecker fékk endurgreitt vegna sögu Daniels en ekki vegna sögu McDougal, samkvæmt frétt New York Times. Tilvist upptökunnar, sem Cohen tók upp án þess að Trump vissi, hefur legið fyrir um nokkuð skeið. Hún var tekin upp um tveimur mánuðum fyrir kosningarnar 2016. Hún var þó notuð í dómsal í gær þar sem saksóknarar vildu sýna kviðdómendum hvernig Trump hafði beina aðkomu að því sem saksóknarar lýsa sem samsæri til að hjálpa Trump að ná kjöri. Sakaði lögmann Daniels um kúgun Lögmaðurinn Keith Davidson bar einnig vitni í gær en hann hefur nokkuð sérstaka sérstöðu á lögmannamarkaðinum vestanhafs en hann starfar oft fyrir fólk sem reynir að selja krassandi sögur um frægt fólk. Árið 2016 starfaði Davidson fyrir Stormy Daniels en í dómsal í gær sagði hann frá því hvernig hann hefði fengið greiðslu frá Pecker fyrir sögu klámmyndaleikkonunnar fyrrverandi. Hann sagði einnig frá samskiptum sínum við Cohen og hvernig sá síðarnefndi lagði mikið á sig til að reyna að koma í veg fyrir það að sögur af ástarlífi Trumps rötuðu í almenna umræðu í Bandaríkjunum. Emil Bove, lögmaður Trumps, sakaði Davidson um að sérhæfa sig í að kúga frægt fólk og sagði hann hafa reynt að kúga framboð Trumps. Hann hefði gert það sama við aðrar stjörnur eins og Tila Tequila og Charlie Sheen.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04
Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30
Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03