„Sumir eru bara asnar og láta eins og fávitar“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2024 09:00 Jakob Ingebrigtsen varð heimsmeistari í 5.000 metra hlaupi tvö síðustu ár en missti af gullverðlaununum í 1.500 metra hlaupi og virðist afar bitur yfir því. Getty/Tim Clayton „Ef að ég slepp við meiðsli og veikindi þá held ég að þetta verði leikur einn,“ segir norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, vægast sagt sjálfsöruggur, varðandi 1.500 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í París í sumar sem margir bíða eftir. Ingebrigtsen hefur verið talsvert í fréttum síðustu daga en ekkert viljað tjá sig um ákæruna á hendur pabba sínum fyrir heimilisofbeldi. Hins vegar var að koma út hlaðvarpsþáttur evrópska frjálsíþróttasambandsins þar sem Ingebrigtsen var til viðtals, og þar lét hann hin stóru orð falla um hve auðvelt yrði að verja titilinn í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. „Ég hef unnið þetta áður svo ég veit ekki af hverju þessi læti eru,“ sagði Ingebrigtsen og hló. "If I don't get injured or sick, I think it's going to be a walk in the park."Jakob Ingebrigtsen on the prospect of defending his Olympic 1500m title in Paris. 👀Listen to the full episode on all major podcast platforms! 🎧— European Athletics (@EuroAthletics) May 2, 2024 Staðreyndin er hins vegar sú að hann hefur horft á eftir gullverðlaununum til Breta á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, í 1.500 metra hlaupi, þó að hann hafi unnið 5.000 metra hlaupin. Árið 2022 tapaði Ingebrigtsen fyrir Jake Wightman og svo ári síðar fyrir Josh Kerr, og var hann spurður út í það í þættinum. Af ummælum hans í gegnum tíðina er ljóst að grunnt er á því góða á milli Ingebrigtsen og Bretanna. „Það er erfitt að tjá sig um þetta. Maður getur auðveldlega sagt eitthvað rangt. Ég hef auðvitað miklar skoðanir á þessu en svona er þetta. Þetta er keppni, þar sem allir gera sitt besta til að vinna, og stundum fara hlutirnir ekki eftir áætlun. En ég held að allir viti hvað gerðist og af hverju, þó að sumir vilji ekki viðurkenna það. Þannig var þetta samt og stundum er þetta ekki í manns eigin höndum,“ sagði Ingebrigtsen spurður út í baráttuna við Bretana, sem virðast kunna að eiga við hann. Ekki staður þar sem allir geta verið vinir Ingebrigtsen ræddi í beinu framhaldi um það hvernig félagsskapurinn væri í afrekshlaupum, og gaf sterklega í skyn að hann teldi Bretana algjöra asna, en gaf engar frekari skýringar á því: „Ég á suma vini og sumir eru ekki vinir mínir. Þannig er bara leikurinn. Í frjálsum íþróttum er ólíkt fólk frá öllum löndum, bæði vont og gott, en þetta er staður fyrir alla. Þetta er hins vegar ekki staður þar sem allir geta verið vinir. Stundum snýst þetta um keppnina, og að vinna. Sumir eru bara asnar [e. assholes] og láta eins og fávitar [e. idiots]. Ég hugsa bara um sjálfan mig, íþróttina og að gera eins vel og ég get. Ég er vinur þeirra sem horfa á þetta sömu augum og eltast við sömu markmið og ég, en sumir gera það ekki,“ sagði Ingebrigtsen. Frjálsar íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sjá meira
Ingebrigtsen hefur verið talsvert í fréttum síðustu daga en ekkert viljað tjá sig um ákæruna á hendur pabba sínum fyrir heimilisofbeldi. Hins vegar var að koma út hlaðvarpsþáttur evrópska frjálsíþróttasambandsins þar sem Ingebrigtsen var til viðtals, og þar lét hann hin stóru orð falla um hve auðvelt yrði að verja titilinn í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. „Ég hef unnið þetta áður svo ég veit ekki af hverju þessi læti eru,“ sagði Ingebrigtsen og hló. "If I don't get injured or sick, I think it's going to be a walk in the park."Jakob Ingebrigtsen on the prospect of defending his Olympic 1500m title in Paris. 👀Listen to the full episode on all major podcast platforms! 🎧— European Athletics (@EuroAthletics) May 2, 2024 Staðreyndin er hins vegar sú að hann hefur horft á eftir gullverðlaununum til Breta á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, í 1.500 metra hlaupi, þó að hann hafi unnið 5.000 metra hlaupin. Árið 2022 tapaði Ingebrigtsen fyrir Jake Wightman og svo ári síðar fyrir Josh Kerr, og var hann spurður út í það í þættinum. Af ummælum hans í gegnum tíðina er ljóst að grunnt er á því góða á milli Ingebrigtsen og Bretanna. „Það er erfitt að tjá sig um þetta. Maður getur auðveldlega sagt eitthvað rangt. Ég hef auðvitað miklar skoðanir á þessu en svona er þetta. Þetta er keppni, þar sem allir gera sitt besta til að vinna, og stundum fara hlutirnir ekki eftir áætlun. En ég held að allir viti hvað gerðist og af hverju, þó að sumir vilji ekki viðurkenna það. Þannig var þetta samt og stundum er þetta ekki í manns eigin höndum,“ sagði Ingebrigtsen spurður út í baráttuna við Bretana, sem virðast kunna að eiga við hann. Ekki staður þar sem allir geta verið vinir Ingebrigtsen ræddi í beinu framhaldi um það hvernig félagsskapurinn væri í afrekshlaupum, og gaf sterklega í skyn að hann teldi Bretana algjöra asna, en gaf engar frekari skýringar á því: „Ég á suma vini og sumir eru ekki vinir mínir. Þannig er bara leikurinn. Í frjálsum íþróttum er ólíkt fólk frá öllum löndum, bæði vont og gott, en þetta er staður fyrir alla. Þetta er hins vegar ekki staður þar sem allir geta verið vinir. Stundum snýst þetta um keppnina, og að vinna. Sumir eru bara asnar [e. assholes] og láta eins og fávitar [e. idiots]. Ég hugsa bara um sjálfan mig, íþróttina og að gera eins vel og ég get. Ég er vinur þeirra sem horfa á þetta sömu augum og eltast við sömu markmið og ég, en sumir gera það ekki,“ sagði Ingebrigtsen.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sjá meira