Horfði á þegar vinur hans réðst á manninn sem braut á dóttur hans Jón Þór Stefánsson skrifar 2. maí 2024 20:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Rósa Ósk Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar sem átti sér stað í íbúð í Reykjavík í maí 2022. Árásarmanninum var gefið að sök að taka annan mann hálstaki. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi ári áður hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega á unglingsstúlku. Faðir stúlkunnar, góður vinur árásarmannsins, var viðstaddur árásina en tók ekki þátt í henni. Höfðu ekkert illt í hyggju Faðirinn gaf skýrslu hjá lögreglu í kjölfar atvika málsins. Hann sagðist hafa trúað árásarmanninum, vini sínum, fyrir því sem kom fyrir dótturina. Þeir hefðu farið að heimili mannsins sem varð fyrir árásinni, en ekki haft neitt illt í hyggju. Umrætt heimili var í fjölbýlishúsi nálægt skóla þar sem önnur börn föðurins stunduðu nám. Tvímenningarnir hefðu ætlað að tryggja öryggi þeirra, en í framburði árásarmannsins fyrir dómi kemur fram að sést hafi til mannsins í nágrenni við skólann. Fyrir dómi útskýrði árásarmaðurinn að hann og faðirinn hefðu vitað í hvaða fjölbýlishúsi maðurinn byggi, en ekki í hvaða íbúð. Þeir hefðu bankað hjá nágrönnum hans og fengið leiðbeiningar frá þeim. Síðan hafi þeir bankað upp á hjá manninum og hann komið til dyra. Báðir vildu meina að eftir að maðurinn hefði orðið mjög aggresívur þegar hann bar kennsl á föðurinn. Árásarmaðurinn vildi meina að hann hefði veifað handlelggjunum og ýtt nokkrum sinnum við honum. Hann vildi meina að til þess að verja sig frá árás mannsins hefði hann gripið um báðar hendur hans. Síðan hefðu átökin stöðvast þegar nágranni hefði komið á vettvang og stíað þeim í sundur. Tvímenningarnir hafi síðan gengið rólegir í burtu. Kannaðist ekki við komur að barnaskóla Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti henni á annan vef. Sjálfur sagðist hann hafa verið rólegur og ekki ógnandi á neinn hátt, en hissa þegar hann áttaði sig á því að þetta væri faðir stúlkunnar sem væri að banka upp á. Hann hefði sagt að dómsmálinu væri lokið og spurt hvað þeir vildu honum. Þá hefðu mennirnir nálgast hann og árásarmaðurinn tekið hann hálstaki. Hann sagðist hafa fallið í jörðina, og legið á gólfinu á meðan árásarmaðurinn hélt honum áfram í hálstaki. Að hans sögn var um að ræða fast hálstak sem þrengdi að öndunarvegi hans. Þetta hefði gerst hratt með öskrum og látum Að lokum hefði nágranni hans komið honum til aðstoðar og losað hann undan manninum. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki kannast við neitt af þeim toga að hann hefði verið að venja komur sínar að barnaskóla. Ekki neitt slíkt hefði átt sér stað. Tveir nágrannar mannsins báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa séð árásarmanninn taka nágranna sinn hálstaki. Að mati dómsins bendir allt til þess að framburður árásarmannsins séu eftiráskýringar sem eigi ekki við rök að styðjast. Þá þótti framburður föðurins bera merki um að hann væri vinur árásarmannsins og faðir stúlku sem maðurinn hefði brotið á kynferðislega. Framburðir þeirra voru því ekki lagðir til grundvallar og þótt dómnum sannað að árásin hefði átt sér stað líkt og lýst væri í ákæru. Ekki var fallist á útskýringu árásarmannsins að um neyðarvörn væri að ræða. Líkt og áður segir hlaut árásarmaðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 800 þúsund krónur í lögmannskostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Árásarmanninum var gefið að sök að taka annan mann hálstaki. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi ári áður hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega á unglingsstúlku. Faðir stúlkunnar, góður vinur árásarmannsins, var viðstaddur árásina en tók ekki þátt í henni. Höfðu ekkert illt í hyggju Faðirinn gaf skýrslu hjá lögreglu í kjölfar atvika málsins. Hann sagðist hafa trúað árásarmanninum, vini sínum, fyrir því sem kom fyrir dótturina. Þeir hefðu farið að heimili mannsins sem varð fyrir árásinni, en ekki haft neitt illt í hyggju. Umrætt heimili var í fjölbýlishúsi nálægt skóla þar sem önnur börn föðurins stunduðu nám. Tvímenningarnir hefðu ætlað að tryggja öryggi þeirra, en í framburði árásarmannsins fyrir dómi kemur fram að sést hafi til mannsins í nágrenni við skólann. Fyrir dómi útskýrði árásarmaðurinn að hann og faðirinn hefðu vitað í hvaða fjölbýlishúsi maðurinn byggi, en ekki í hvaða íbúð. Þeir hefðu bankað hjá nágrönnum hans og fengið leiðbeiningar frá þeim. Síðan hafi þeir bankað upp á hjá manninum og hann komið til dyra. Báðir vildu meina að eftir að maðurinn hefði orðið mjög aggresívur þegar hann bar kennsl á föðurinn. Árásarmaðurinn vildi meina að hann hefði veifað handlelggjunum og ýtt nokkrum sinnum við honum. Hann vildi meina að til þess að verja sig frá árás mannsins hefði hann gripið um báðar hendur hans. Síðan hefðu átökin stöðvast þegar nágranni hefði komið á vettvang og stíað þeim í sundur. Tvímenningarnir hafi síðan gengið rólegir í burtu. Kannaðist ekki við komur að barnaskóla Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti henni á annan vef. Sjálfur sagðist hann hafa verið rólegur og ekki ógnandi á neinn hátt, en hissa þegar hann áttaði sig á því að þetta væri faðir stúlkunnar sem væri að banka upp á. Hann hefði sagt að dómsmálinu væri lokið og spurt hvað þeir vildu honum. Þá hefðu mennirnir nálgast hann og árásarmaðurinn tekið hann hálstaki. Hann sagðist hafa fallið í jörðina, og legið á gólfinu á meðan árásarmaðurinn hélt honum áfram í hálstaki. Að hans sögn var um að ræða fast hálstak sem þrengdi að öndunarvegi hans. Þetta hefði gerst hratt með öskrum og látum Að lokum hefði nágranni hans komið honum til aðstoðar og losað hann undan manninum. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki kannast við neitt af þeim toga að hann hefði verið að venja komur sínar að barnaskóla. Ekki neitt slíkt hefði átt sér stað. Tveir nágrannar mannsins báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa séð árásarmanninn taka nágranna sinn hálstaki. Að mati dómsins bendir allt til þess að framburður árásarmannsins séu eftiráskýringar sem eigi ekki við rök að styðjast. Þá þótti framburður föðurins bera merki um að hann væri vinur árásarmannsins og faðir stúlku sem maðurinn hefði brotið á kynferðislega. Framburðir þeirra voru því ekki lagðir til grundvallar og þótt dómnum sannað að árásin hefði átt sér stað líkt og lýst væri í ákæru. Ekki var fallist á útskýringu árásarmannsins að um neyðarvörn væri að ræða. Líkt og áður segir hlaut árásarmaðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 800 þúsund krónur í lögmannskostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira