Horfði á þegar vinur hans réðst á manninn sem braut á dóttur hans Jón Þór Stefánsson skrifar 2. maí 2024 20:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Rósa Ósk Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar sem átti sér stað í íbúð í Reykjavík í maí 2022. Árásarmanninum var gefið að sök að taka annan mann hálstaki. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi ári áður hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega á unglingsstúlku. Faðir stúlkunnar, góður vinur árásarmannsins, var viðstaddur árásina en tók ekki þátt í henni. Höfðu ekkert illt í hyggju Faðirinn gaf skýrslu hjá lögreglu í kjölfar atvika málsins. Hann sagðist hafa trúað árásarmanninum, vini sínum, fyrir því sem kom fyrir dótturina. Þeir hefðu farið að heimili mannsins sem varð fyrir árásinni, en ekki haft neitt illt í hyggju. Umrætt heimili var í fjölbýlishúsi nálægt skóla þar sem önnur börn föðurins stunduðu nám. Tvímenningarnir hefðu ætlað að tryggja öryggi þeirra, en í framburði árásarmannsins fyrir dómi kemur fram að sést hafi til mannsins í nágrenni við skólann. Fyrir dómi útskýrði árásarmaðurinn að hann og faðirinn hefðu vitað í hvaða fjölbýlishúsi maðurinn byggi, en ekki í hvaða íbúð. Þeir hefðu bankað hjá nágrönnum hans og fengið leiðbeiningar frá þeim. Síðan hafi þeir bankað upp á hjá manninum og hann komið til dyra. Báðir vildu meina að eftir að maðurinn hefði orðið mjög aggresívur þegar hann bar kennsl á föðurinn. Árásarmaðurinn vildi meina að hann hefði veifað handlelggjunum og ýtt nokkrum sinnum við honum. Hann vildi meina að til þess að verja sig frá árás mannsins hefði hann gripið um báðar hendur hans. Síðan hefðu átökin stöðvast þegar nágranni hefði komið á vettvang og stíað þeim í sundur. Tvímenningarnir hafi síðan gengið rólegir í burtu. Kannaðist ekki við komur að barnaskóla Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti henni á annan vef. Sjálfur sagðist hann hafa verið rólegur og ekki ógnandi á neinn hátt, en hissa þegar hann áttaði sig á því að þetta væri faðir stúlkunnar sem væri að banka upp á. Hann hefði sagt að dómsmálinu væri lokið og spurt hvað þeir vildu honum. Þá hefðu mennirnir nálgast hann og árásarmaðurinn tekið hann hálstaki. Hann sagðist hafa fallið í jörðina, og legið á gólfinu á meðan árásarmaðurinn hélt honum áfram í hálstaki. Að hans sögn var um að ræða fast hálstak sem þrengdi að öndunarvegi hans. Þetta hefði gerst hratt með öskrum og látum Að lokum hefði nágranni hans komið honum til aðstoðar og losað hann undan manninum. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki kannast við neitt af þeim toga að hann hefði verið að venja komur sínar að barnaskóla. Ekki neitt slíkt hefði átt sér stað. Tveir nágrannar mannsins báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa séð árásarmanninn taka nágranna sinn hálstaki. Að mati dómsins bendir allt til þess að framburður árásarmannsins séu eftiráskýringar sem eigi ekki við rök að styðjast. Þá þótti framburður föðurins bera merki um að hann væri vinur árásarmannsins og faðir stúlku sem maðurinn hefði brotið á kynferðislega. Framburðir þeirra voru því ekki lagðir til grundvallar og þótt dómnum sannað að árásin hefði átt sér stað líkt og lýst væri í ákæru. Ekki var fallist á útskýringu árásarmannsins að um neyðarvörn væri að ræða. Líkt og áður segir hlaut árásarmaðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 800 þúsund krónur í lögmannskostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Árásarmanninum var gefið að sök að taka annan mann hálstaki. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi ári áður hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega á unglingsstúlku. Faðir stúlkunnar, góður vinur árásarmannsins, var viðstaddur árásina en tók ekki þátt í henni. Höfðu ekkert illt í hyggju Faðirinn gaf skýrslu hjá lögreglu í kjölfar atvika málsins. Hann sagðist hafa trúað árásarmanninum, vini sínum, fyrir því sem kom fyrir dótturina. Þeir hefðu farið að heimili mannsins sem varð fyrir árásinni, en ekki haft neitt illt í hyggju. Umrætt heimili var í fjölbýlishúsi nálægt skóla þar sem önnur börn föðurins stunduðu nám. Tvímenningarnir hefðu ætlað að tryggja öryggi þeirra, en í framburði árásarmannsins fyrir dómi kemur fram að sést hafi til mannsins í nágrenni við skólann. Fyrir dómi útskýrði árásarmaðurinn að hann og faðirinn hefðu vitað í hvaða fjölbýlishúsi maðurinn byggi, en ekki í hvaða íbúð. Þeir hefðu bankað hjá nágrönnum hans og fengið leiðbeiningar frá þeim. Síðan hafi þeir bankað upp á hjá manninum og hann komið til dyra. Báðir vildu meina að eftir að maðurinn hefði orðið mjög aggresívur þegar hann bar kennsl á föðurinn. Árásarmaðurinn vildi meina að hann hefði veifað handlelggjunum og ýtt nokkrum sinnum við honum. Hann vildi meina að til þess að verja sig frá árás mannsins hefði hann gripið um báðar hendur hans. Síðan hefðu átökin stöðvast þegar nágranni hefði komið á vettvang og stíað þeim í sundur. Tvímenningarnir hafi síðan gengið rólegir í burtu. Kannaðist ekki við komur að barnaskóla Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti henni á annan vef. Sjálfur sagðist hann hafa verið rólegur og ekki ógnandi á neinn hátt, en hissa þegar hann áttaði sig á því að þetta væri faðir stúlkunnar sem væri að banka upp á. Hann hefði sagt að dómsmálinu væri lokið og spurt hvað þeir vildu honum. Þá hefðu mennirnir nálgast hann og árásarmaðurinn tekið hann hálstaki. Hann sagðist hafa fallið í jörðina, og legið á gólfinu á meðan árásarmaðurinn hélt honum áfram í hálstaki. Að hans sögn var um að ræða fast hálstak sem þrengdi að öndunarvegi hans. Þetta hefði gerst hratt með öskrum og látum Að lokum hefði nágranni hans komið honum til aðstoðar og losað hann undan manninum. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki kannast við neitt af þeim toga að hann hefði verið að venja komur sínar að barnaskóla. Ekki neitt slíkt hefði átt sér stað. Tveir nágrannar mannsins báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa séð árásarmanninn taka nágranna sinn hálstaki. Að mati dómsins bendir allt til þess að framburður árásarmannsins séu eftiráskýringar sem eigi ekki við rök að styðjast. Þá þótti framburður föðurins bera merki um að hann væri vinur árásarmannsins og faðir stúlku sem maðurinn hefði brotið á kynferðislega. Framburðir þeirra voru því ekki lagðir til grundvallar og þótt dómnum sannað að árásin hefði átt sér stað líkt og lýst væri í ákæru. Ekki var fallist á útskýringu árásarmannsins að um neyðarvörn væri að ræða. Líkt og áður segir hlaut árásarmaðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 800 þúsund krónur í lögmannskostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira