Vonar að mamma horfi loksins á hann Valur Páll Eiríksson skrifar 2. maí 2024 14:01 Jak Jones er 44. á heimslista en er kominn í undanúrslit á HM. Getty Óvænt úrslit urðu á heimsmeistaramótinu í snóker í gær og söguleg undanúrslit fram undan. Stórstjörnurnar Ronnie O‘Sullivan og Judd Trump féllu báðir úr leik fyrir andstæðingum sem eru töluvert lægra skrifaðir. Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins voru leikin í Crucible-höllinni í Sheffield í gær og fyrradag en átta manna úrslitin hefjast í dag. Snókeráhugafólk var spennt fyrir möguleikanum á viðureign Judd Trump og Ronnie O‘Sullivan í undanúrslitum mótsins en ekkert varð af því. Stuart Bingham hefur verið feikna sterkur á mótinu og sló meðal annars út Belgann Luca Brecel, ríkjandi heimsmeistara. Frammistaða hans minnir á þá frá 2015 þegar hann fagnaði sigri á HM en síðan þá hefur hann hrunið niður heimslistann og var þar 29. á lista fyrir mótið. Bingham vann 13-10 sigur á O‘Sullivan í gær til að tryggja sætið í undanúrslitum. Trump féll þá einnig úr keppni, fyrir Walesverjanum Jak Jones. Staðan í einvígi þeirra var jöfn 8-8 áður en Jones vann 13-9 sigur. Sá mætir Bingham í undanúrslitum og vonast til að móðir hans sjái hann loks spila á stóra sviðinu. Móðir hann hefur skutlað honum í leiki frá því að Jones varð atvinnumaður 16 ára gamall en hefur aldrei horft á hann spila, hvorki á staðnum né í sjónvarpi. „Hún horfir ekki einu sinni á mig í sjónvarpinu. Hún finnur sér eitthvað að gera, að þrífa húsið eða strauja,“ segir Jones. „Hún getur ekki horft, lætur eins og enginn leikur standi yfir, og bíður svo símtals frá föður mínum um úrslitin. Auðvitað er annað mál þegar maður er kominn í undanúrslit í Crucible, en ég er alveg viss um að hún mun ekki mæta í keppnishöllina,“ bætir hann við. Þeir 16 efstu á heimslista fá ávallt boðsmiða á HM en aðrir þar fyrir neðan fara í gegnum undankeppni í aðdraganda móts. Í fyrsta skipti í sögunni eru þrír utan efstu 16 í undanúrslitum heimsmeistaramótsins. David Gilbert er sá þriðji, á eftir Jones og Bingham, en Gilbert mætir Kyren Wilson (tólfti á heimslista) í undanúrslitum sem hófust eftir hádegið og standa nú yfir á Eurosport sem má nálgast í gegnum vefsjónvarp Stöðvar 2. Snóker Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins voru leikin í Crucible-höllinni í Sheffield í gær og fyrradag en átta manna úrslitin hefjast í dag. Snókeráhugafólk var spennt fyrir möguleikanum á viðureign Judd Trump og Ronnie O‘Sullivan í undanúrslitum mótsins en ekkert varð af því. Stuart Bingham hefur verið feikna sterkur á mótinu og sló meðal annars út Belgann Luca Brecel, ríkjandi heimsmeistara. Frammistaða hans minnir á þá frá 2015 þegar hann fagnaði sigri á HM en síðan þá hefur hann hrunið niður heimslistann og var þar 29. á lista fyrir mótið. Bingham vann 13-10 sigur á O‘Sullivan í gær til að tryggja sætið í undanúrslitum. Trump féll þá einnig úr keppni, fyrir Walesverjanum Jak Jones. Staðan í einvígi þeirra var jöfn 8-8 áður en Jones vann 13-9 sigur. Sá mætir Bingham í undanúrslitum og vonast til að móðir hans sjái hann loks spila á stóra sviðinu. Móðir hann hefur skutlað honum í leiki frá því að Jones varð atvinnumaður 16 ára gamall en hefur aldrei horft á hann spila, hvorki á staðnum né í sjónvarpi. „Hún horfir ekki einu sinni á mig í sjónvarpinu. Hún finnur sér eitthvað að gera, að þrífa húsið eða strauja,“ segir Jones. „Hún getur ekki horft, lætur eins og enginn leikur standi yfir, og bíður svo símtals frá föður mínum um úrslitin. Auðvitað er annað mál þegar maður er kominn í undanúrslit í Crucible, en ég er alveg viss um að hún mun ekki mæta í keppnishöllina,“ bætir hann við. Þeir 16 efstu á heimslista fá ávallt boðsmiða á HM en aðrir þar fyrir neðan fara í gegnum undankeppni í aðdraganda móts. Í fyrsta skipti í sögunni eru þrír utan efstu 16 í undanúrslitum heimsmeistaramótsins. David Gilbert er sá þriðji, á eftir Jones og Bingham, en Gilbert mætir Kyren Wilson (tólfti á heimslista) í undanúrslitum sem hófust eftir hádegið og standa nú yfir á Eurosport sem má nálgast í gegnum vefsjónvarp Stöðvar 2.
Snóker Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira