Borðaði flugu á HM í snóker Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 11:31 Stephen Maguire var ef til vill bara orðinn svona svangur í gær, þegar hann greip flugu og setti upp í sig. Getty/Tai Chengzhe Afar furðulegt atvik átti sér stað á heimsmeistaramótinu í snóker í Sheffield á Englandi í gær, þegar Skotinn Stephen Maguire lagði sér flugu til munns. Maguire var að keppa við Dave Gilbert í átta manna úrslitum á þessu virtasta snókermóti heims, þegar fluga lenti á snókerborðinu. Ótrúlegt en satt þá ákvað Maguire að taka fluguna og setja hana upp í sig, eins og ekkert væri eðlilegra. pic.twitter.com/hoGsbdc6rH— 147mag (@147Magtr) May 1, 2024 „Ahh, þetta var nú bara fluga. Ég spýtti henni út þegar enginn var að horfa,“ á Maguire að hafa sagt við Phil Haigh, blaðamann Metro, sem spurði hann út í athæfið. Maguire varð að sætta sig við tap í leiknum, 13-8, eftir að hafa tapað átta af fyrstu níu römmunum. No... NO... he didn't! Did he?! 😲There's table service then there's this! 🥴That fly is going to regret landing on Stephen Maguire's table at the Snooker World Championship. #BBCSnooker pic.twitter.com/SBDGvTUPpx— BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2024 Maguire náði að minnka muninn í 10-5 en gerði þá mistök og var gagnrýndur fyrir að missa stjórn á sér í augnablik, þegar hann sló hendi í borðið. „Hann getur ekki leynt því hvað hann er pirraður, hve reiðin er mikil,“ sagði Phil Yates, lýsandi á Eurosport og bætti við: „Af hverju gerir hann þetta? Einn daginn á hann svo sannarlega eftir að sjá eftir því. Það er allt í lagi að sýna að maður sé svekktur en ekki með þessum hætti.“ Maguire var enn svekktari eftir tapið: „Það var engin leið til baka eftir þennan fyrsta kafla. Ég gaf frá mér leikinn. En það verður að segjast að hann spilaði betur en ég og átti þetta skilið. Ég gefst aldrei upp en þetta var einn og hálfur dagur sem ég vil gleyma,“ sagði Maguire. Í undanúrslitunum mætir Gilbert öðrum heimamanni, Kyren Wilson, en í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Jak Jones og Stuart Bingham sem slógu út Judd Trump og Ronnie O'Sullivan. Snóker Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Maguire var að keppa við Dave Gilbert í átta manna úrslitum á þessu virtasta snókermóti heims, þegar fluga lenti á snókerborðinu. Ótrúlegt en satt þá ákvað Maguire að taka fluguna og setja hana upp í sig, eins og ekkert væri eðlilegra. pic.twitter.com/hoGsbdc6rH— 147mag (@147Magtr) May 1, 2024 „Ahh, þetta var nú bara fluga. Ég spýtti henni út þegar enginn var að horfa,“ á Maguire að hafa sagt við Phil Haigh, blaðamann Metro, sem spurði hann út í athæfið. Maguire varð að sætta sig við tap í leiknum, 13-8, eftir að hafa tapað átta af fyrstu níu römmunum. No... NO... he didn't! Did he?! 😲There's table service then there's this! 🥴That fly is going to regret landing on Stephen Maguire's table at the Snooker World Championship. #BBCSnooker pic.twitter.com/SBDGvTUPpx— BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2024 Maguire náði að minnka muninn í 10-5 en gerði þá mistök og var gagnrýndur fyrir að missa stjórn á sér í augnablik, þegar hann sló hendi í borðið. „Hann getur ekki leynt því hvað hann er pirraður, hve reiðin er mikil,“ sagði Phil Yates, lýsandi á Eurosport og bætti við: „Af hverju gerir hann þetta? Einn daginn á hann svo sannarlega eftir að sjá eftir því. Það er allt í lagi að sýna að maður sé svekktur en ekki með þessum hætti.“ Maguire var enn svekktari eftir tapið: „Það var engin leið til baka eftir þennan fyrsta kafla. Ég gaf frá mér leikinn. En það verður að segjast að hann spilaði betur en ég og átti þetta skilið. Ég gefst aldrei upp en þetta var einn og hálfur dagur sem ég vil gleyma,“ sagði Maguire. Í undanúrslitunum mætir Gilbert öðrum heimamanni, Kyren Wilson, en í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Jak Jones og Stuart Bingham sem slógu út Judd Trump og Ronnie O'Sullivan.
Snóker Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sjá meira