Öll með? – 4.020 kr. hækkun fyrir skatt eftir 16 mánuði! Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 1. maí 2024 21:01 Nú stendur yfir umfangsmikil endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu enda löngu tímabært. Landssamtökin Þroskahjálp taka heilshugar undir mikilvægi þess að kerfið verði einfaldað og gert notendavænna fyrir fatlað fólk. Ekki síst er varðar endurhæfingarlífeyri sem hentar mjög illa okkar fólki, þ.e.a.s. fólki með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk, sem oft á tíðum þarf nú að skila reglulega inn endurhæfingaráætlun vegna fötlunar sinnar þó að mjög óljóst sé til hvers endurhæfing á að ná og hvað ætti að endurhæfa. Í nýlegri kynningu félags- og vinnumarkaðsráðherra undir yfirskriftinni ,,Öll með‘‘ fór ráðherrann yfir fyrirhugaðar breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem hefur verið kallað eftir í langan tíma. Þar kemur fram að grunnhugsunin sé sú að við séum öll með og skiptum öll máli. Talar ráðherra um að það sé verið að umbylta kerfinu og að koma eigi fötluðu fólki úr fátæktargildrunni. Mikil áhersla í nýja kerfinu er að draga úr hindrunum og aðstoða fólk sem vill og getur stundað atvinnu – en ekki síður að halda utan um þau sem ekki taka þátt á vinnumarkaði. En er það svo? Verði frumvarpið að lögum óbreytt mun sá hópur sem hlaut fyrsta örorkumat við 18 ára aldur og býr einn – sem er algeng staða meðal fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir – hækka um 4.020 kr. á mánuði, fyrir skatt. Og það sem meira er, þessi líka rausnarlega kjarabót tekur ekki gildi fyrr en eftir 16 mánuði! Það er því ekki að sjá að verið að koma til móts við þann hóp sem minnst hafa og hafa engin tækifæri til að bæta kjör sín á vinnumarkaðinum. Þetta er í litlu samræmi við greinagerð frumvarpsins þar sem tekið er sérstaklega fram að litið sé til þessa sem minnst hafa og að kjör þeirra sem einungis fá greiðslur frá Tryggingastofnun batni mest með nýja kerfinu, en samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu má ætla að 63% af fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir hafa engar aðrar tekjur en greiðslur frá TR (tölur frá 2019). Hér að neðan er hægt að skoða þær breytingar sem fyrirhugaðar eru eftir 16 mánuði. Fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur hefur því miður engan samningsrétt um kjör sín og getur ekki knúið fram kjarabætur með verkföllum. Þessi hópur hefur setið eftir í launaþróun og verðbólguástandi síðustu ára, og gliðnar sífellt bilið á milli grunnörorkulífeyris og almennra launa í landinu. Landssamtökin Þroskahjálp styður verkalýðshreyfinguna heilshugar í baráttu hennar fyrir bættum kjörum og réttlátara samfélagi. Nú á baráttudegi verkalýðsins og alla daga. En fatlað fólk krefst þess að vera með í baráttunni fyrir betri lífskjörum. Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Verkalýðsdagurinn Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir umfangsmikil endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu enda löngu tímabært. Landssamtökin Þroskahjálp taka heilshugar undir mikilvægi þess að kerfið verði einfaldað og gert notendavænna fyrir fatlað fólk. Ekki síst er varðar endurhæfingarlífeyri sem hentar mjög illa okkar fólki, þ.e.a.s. fólki með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk, sem oft á tíðum þarf nú að skila reglulega inn endurhæfingaráætlun vegna fötlunar sinnar þó að mjög óljóst sé til hvers endurhæfing á að ná og hvað ætti að endurhæfa. Í nýlegri kynningu félags- og vinnumarkaðsráðherra undir yfirskriftinni ,,Öll með‘‘ fór ráðherrann yfir fyrirhugaðar breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem hefur verið kallað eftir í langan tíma. Þar kemur fram að grunnhugsunin sé sú að við séum öll með og skiptum öll máli. Talar ráðherra um að það sé verið að umbylta kerfinu og að koma eigi fötluðu fólki úr fátæktargildrunni. Mikil áhersla í nýja kerfinu er að draga úr hindrunum og aðstoða fólk sem vill og getur stundað atvinnu – en ekki síður að halda utan um þau sem ekki taka þátt á vinnumarkaði. En er það svo? Verði frumvarpið að lögum óbreytt mun sá hópur sem hlaut fyrsta örorkumat við 18 ára aldur og býr einn – sem er algeng staða meðal fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir – hækka um 4.020 kr. á mánuði, fyrir skatt. Og það sem meira er, þessi líka rausnarlega kjarabót tekur ekki gildi fyrr en eftir 16 mánuði! Það er því ekki að sjá að verið að koma til móts við þann hóp sem minnst hafa og hafa engin tækifæri til að bæta kjör sín á vinnumarkaðinum. Þetta er í litlu samræmi við greinagerð frumvarpsins þar sem tekið er sérstaklega fram að litið sé til þessa sem minnst hafa og að kjör þeirra sem einungis fá greiðslur frá Tryggingastofnun batni mest með nýja kerfinu, en samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu má ætla að 63% af fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir hafa engar aðrar tekjur en greiðslur frá TR (tölur frá 2019). Hér að neðan er hægt að skoða þær breytingar sem fyrirhugaðar eru eftir 16 mánuði. Fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur hefur því miður engan samningsrétt um kjör sín og getur ekki knúið fram kjarabætur með verkföllum. Þessi hópur hefur setið eftir í launaþróun og verðbólguástandi síðustu ára, og gliðnar sífellt bilið á milli grunnörorkulífeyris og almennra launa í landinu. Landssamtökin Þroskahjálp styður verkalýðshreyfinguna heilshugar í baráttu hennar fyrir bættum kjörum og réttlátara samfélagi. Nú á baráttudegi verkalýðsins og alla daga. En fatlað fólk krefst þess að vera með í baráttunni fyrir betri lífskjörum. Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun