Átt þú rétt á sumarbústað? Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 1. maí 2024 08:01 Alveg síðan ég var stelpa átti 1. maí sérstakan sess i mínum huga. Skrúðgöngurnar minntu mig á sumardaginn fyrsta, dag sem einnig hafði þennan sérstaka blæ yfir sér í æsku minni, nema að andinn í þessum athöfnum fjölda fólks sem gengu á þessum hátíðisdögum var svo ólíkur. Á sumardaginn fyrsta veifaði göngufólk og börn íslenska fánunum og blés upp blöðrur en á 1.maí voru göngumenn og konur með rauða fána og mótmælaspjöld að vopni, hrópuðu slagorð og sungu Nallann. Það var þessi andi, þessi baráttuhugur, þessi uppreisn gegn valdinu, hvaðan sem það kom sem heillaði mig. Þessi andi þar sem hinir undirokuðu risu upp og mótmæltu kjörum sínum og aðstæðum. Upprunaleg merking þessara tákna er fyrst og fremst ákall um breytingar og réttlátara samfélag. Komandi úr verkamannafjölskyldu, verandi dóttir einstæðrar móður og síðar öryrki hef ég alltaf tengt sterkt við þennan dag og fundið kraftinn sem í honum býr. Öryrkjar taka þátt í hátíðarhöldunum Það er ekki að undra að það voru Frakkar, sú mikla verkfallsþjóð, sem lögðu það til á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 að 1.maí yrði alþjóðlegur dagur verkafólks. Þessi tími var valinn einmitt vegna þess að víða var hann táknrænn fyrir endalok vetrar og byrjun sumars. Á Íslandi var fyrst gengin kröfuganga á þessum degi árið 1923, þannig að í ár eru rétt liðlega 100 ár síðan. Dagurinn var lögskipaður frídagur árið 1972 hér á landi. ÖBÍ réttindasamtök taka þátt í 1.maí göngunni og hafa gert í mörg ár enda fáir þjóðfélagshópar sem þekkja skortsins glímutök eins vel og öryrkjar. Í ár göngum við undir forystuborðanum: Þjóðarsátt líka fyrir fatlað fólk! Og á meðal þess sem stendur á kröfuspjöldum okkar er: Hækkið örorkulífeyri, tryggið fötluðu fólki heimili, heilbrigðisþjónusta óháð efnahag, ekki meiri hafragraut!, fátækt er ranglæti og eitt samfélag fyrir alla. Tengsl verkalýðsfélaga og öryrkja Ég lagði á djúpið og hafði samband við nokkur stéttarfélög víðs vegar um landið til að kanna stöðu og réttindi öryrkja í þeim. Flestir öryrkjar hafa verið á vinnumarkaði áður en til örorku kom og borgað félagsgjöld allan þann tíma. Stéttafélögin bjóða almennt upp á ýmis konar styrki til félagsmanna sinna, eins og úr sjúkrasjóðum, til gleraugnakaupa og hlutagreiðslu tannlæknakostnaðar. Félagsmenn eiga einnig í mögum tilfellum rétt á ýmis konar mennta- og tómstundastyrkjum. Það er skemmst að segja að það er mjög misjafnt á milli verkalýðsfélaga, bæði áður og eftir að fólk dettur út af vinnumarkaði, vegna fötlunar eða langvinnra sjúkdóma, hve mikinn rétt það á. Réttur til greiðslna úr sjúkrasjóði, sem öryrkjar þurfa oft á að halda, er mjög misjafn eða allt frá 3-12 mánuðum. Þegar fólk dettur út af vinnumarkaði og hefur ekki lengur ráðningarsamband við atvinnurekanda þá falla þessi réttindi niður. Rétturinn til annarra styrkja lýtur sömu lögmálum, hann fellur niður eftir ár eða minna án tillits hversu lengi hefur verið greitt í sjóðina áður en fólk veiktist. Í nokkrum tilvikum er hægt að halda áðurnefndum réttindum með því að greiða lágmarks félagsgjald sem var um 3-10.000 kr.á mánuði. Allir í sumarbústað! En sumarbústaðurinn, hann var sá réttur sem var sterkastur! Flestir[SI1] öryrkjar eiga rétt á að leigja sumarbústað eða íbúðir hjá því stéttarfélagi sem þeir greiddu síðast í. Stundum miðast það við áunna punktastöðu, sem minnkar vitaskuld möguleikann þegar fólk er ekki lengur á vinnumarkaði og greiðir ekki lengur félagsgjald. Stundum geta öryrkjar verið gjaldgengir án þessara skilyrða en besti díllinn er án efa að hafa aðgengi að þeim ævilangt eins og í nokkrum félögum. Það er því tvímælalaust þess virði að kanna réttindi sín í stéttarfélögum á meðan fólk er enn á vinnumarkaði, ef vera skyldi að kæmi til örorku, en .þar er enginn óhultur. Um það geta rúmlega nítján þúsund manns vitnað. Virðing og réttlæti Það er langur vegur frá því að öryrkjar hafi öðlast sjálfsagða virðingu í samfélaginu og að réttætið nái fram að ganga m.a. í bættum kjörum, og þar gengur frumvarp félags- og vinnumálaráðherra of skammt. Öryrkjar eru ofurseldir ríkisvaldinu við ákvörðun lífeyris og lagaákvæði eru túlkuð eftir því sem vindurinn blæs, en alltaf skal hann vera örykjum í óhag. Þarna m.a. krefjumst við réttlætis. Þess vegna göngum við á þann 1. maí, þess vegna viljum við taka pláss og vera sýnileg, þess vegna viljum við að á okkur sé hlustað. Svo fram þjáðir öryrkjar í þúsund löndum! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Alveg síðan ég var stelpa átti 1. maí sérstakan sess i mínum huga. Skrúðgöngurnar minntu mig á sumardaginn fyrsta, dag sem einnig hafði þennan sérstaka blæ yfir sér í æsku minni, nema að andinn í þessum athöfnum fjölda fólks sem gengu á þessum hátíðisdögum var svo ólíkur. Á sumardaginn fyrsta veifaði göngufólk og börn íslenska fánunum og blés upp blöðrur en á 1.maí voru göngumenn og konur með rauða fána og mótmælaspjöld að vopni, hrópuðu slagorð og sungu Nallann. Það var þessi andi, þessi baráttuhugur, þessi uppreisn gegn valdinu, hvaðan sem það kom sem heillaði mig. Þessi andi þar sem hinir undirokuðu risu upp og mótmæltu kjörum sínum og aðstæðum. Upprunaleg merking þessara tákna er fyrst og fremst ákall um breytingar og réttlátara samfélag. Komandi úr verkamannafjölskyldu, verandi dóttir einstæðrar móður og síðar öryrki hef ég alltaf tengt sterkt við þennan dag og fundið kraftinn sem í honum býr. Öryrkjar taka þátt í hátíðarhöldunum Það er ekki að undra að það voru Frakkar, sú mikla verkfallsþjóð, sem lögðu það til á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 að 1.maí yrði alþjóðlegur dagur verkafólks. Þessi tími var valinn einmitt vegna þess að víða var hann táknrænn fyrir endalok vetrar og byrjun sumars. Á Íslandi var fyrst gengin kröfuganga á þessum degi árið 1923, þannig að í ár eru rétt liðlega 100 ár síðan. Dagurinn var lögskipaður frídagur árið 1972 hér á landi. ÖBÍ réttindasamtök taka þátt í 1.maí göngunni og hafa gert í mörg ár enda fáir þjóðfélagshópar sem þekkja skortsins glímutök eins vel og öryrkjar. Í ár göngum við undir forystuborðanum: Þjóðarsátt líka fyrir fatlað fólk! Og á meðal þess sem stendur á kröfuspjöldum okkar er: Hækkið örorkulífeyri, tryggið fötluðu fólki heimili, heilbrigðisþjónusta óháð efnahag, ekki meiri hafragraut!, fátækt er ranglæti og eitt samfélag fyrir alla. Tengsl verkalýðsfélaga og öryrkja Ég lagði á djúpið og hafði samband við nokkur stéttarfélög víðs vegar um landið til að kanna stöðu og réttindi öryrkja í þeim. Flestir öryrkjar hafa verið á vinnumarkaði áður en til örorku kom og borgað félagsgjöld allan þann tíma. Stéttafélögin bjóða almennt upp á ýmis konar styrki til félagsmanna sinna, eins og úr sjúkrasjóðum, til gleraugnakaupa og hlutagreiðslu tannlæknakostnaðar. Félagsmenn eiga einnig í mögum tilfellum rétt á ýmis konar mennta- og tómstundastyrkjum. Það er skemmst að segja að það er mjög misjafnt á milli verkalýðsfélaga, bæði áður og eftir að fólk dettur út af vinnumarkaði, vegna fötlunar eða langvinnra sjúkdóma, hve mikinn rétt það á. Réttur til greiðslna úr sjúkrasjóði, sem öryrkjar þurfa oft á að halda, er mjög misjafn eða allt frá 3-12 mánuðum. Þegar fólk dettur út af vinnumarkaði og hefur ekki lengur ráðningarsamband við atvinnurekanda þá falla þessi réttindi niður. Rétturinn til annarra styrkja lýtur sömu lögmálum, hann fellur niður eftir ár eða minna án tillits hversu lengi hefur verið greitt í sjóðina áður en fólk veiktist. Í nokkrum tilvikum er hægt að halda áðurnefndum réttindum með því að greiða lágmarks félagsgjald sem var um 3-10.000 kr.á mánuði. Allir í sumarbústað! En sumarbústaðurinn, hann var sá réttur sem var sterkastur! Flestir[SI1] öryrkjar eiga rétt á að leigja sumarbústað eða íbúðir hjá því stéttarfélagi sem þeir greiddu síðast í. Stundum miðast það við áunna punktastöðu, sem minnkar vitaskuld möguleikann þegar fólk er ekki lengur á vinnumarkaði og greiðir ekki lengur félagsgjald. Stundum geta öryrkjar verið gjaldgengir án þessara skilyrða en besti díllinn er án efa að hafa aðgengi að þeim ævilangt eins og í nokkrum félögum. Það er því tvímælalaust þess virði að kanna réttindi sín í stéttarfélögum á meðan fólk er enn á vinnumarkaði, ef vera skyldi að kæmi til örorku, en .þar er enginn óhultur. Um það geta rúmlega nítján þúsund manns vitnað. Virðing og réttlæti Það er langur vegur frá því að öryrkjar hafi öðlast sjálfsagða virðingu í samfélaginu og að réttætið nái fram að ganga m.a. í bættum kjörum, og þar gengur frumvarp félags- og vinnumálaráðherra of skammt. Öryrkjar eru ofurseldir ríkisvaldinu við ákvörðun lífeyris og lagaákvæði eru túlkuð eftir því sem vindurinn blæs, en alltaf skal hann vera örykjum í óhag. Þarna m.a. krefjumst við réttlætis. Þess vegna göngum við á þann 1. maí, þess vegna viljum við taka pláss og vera sýnileg, þess vegna viljum við að á okkur sé hlustað. Svo fram þjáðir öryrkjar í þúsund löndum! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun