Facebook-hakkið hafi ekki áhrif á rannsóknina Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 17:56 „Hún gengur sinn vanagang, eftir sem áður,“ segir Grímur um rannsóknina sem beinist meðal annars að Quang Le sem einnig gengur undir nafninu Davíð Viðarsson. Litlar líkur eru á því að innbrot á Facebook-síðu Quangs Le, sem gengur einnig undir nafninu Davíð Viðarsson, hafi áhrif á sakamálarannsókn lögreglu á hendur honum. Þetta sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í Reykjavík síðdegis í dag. „Hún gengur sinn vanagang, eftir sem áður,“ segir Grímur um rannsóknina. Quang Le er einn sakborninga í umfangsmikilli rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi í tengslum við þrifafyrirtækið Vy-þrif og veitingastaðina Pho Vietnamese og Wok On. Þá heldur lögregla enn opnum möguleikanum á að fíkniefnasala eða -framleiðsla tengist málinu. Um hádegisleytið í dag byrjuðu óvenjulegar færslur að birtast á Facebook-síðu Quangs Le. Í kjölfarið var ljóst að einhver óprúttinn aðili hafði brotist inn á síðuna og byrjað að birta færslur. Í umræddum færslum eru ríkisstjórnarflokkarnir, Krónan, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, World Class og samstarfsmenn Quang Le gagnrýndir harðlega. Þá voru samskipti Quang Le og vinar hans birt opinberlega þar sem þeir birta myndir teknar á líkamsræktarstöðvum og sýna afturenda kvenna. Grímur segist ekki geta tjáð sig um hvort lögreglan hafi verið búin að afla gagna af Facebook-síðu Quangs, en almennt séð sé lögreglan búin að afla ákveðinna rannsóknargagna á þessu stigi málsins. Hann man ekki til þess að maður sem sætir rannsókn hafi lent í einhverju sambærilegu áður. Þá segist hann ekki hafa þekkingu á því hvort sambærileg mál hafi komið upp erlendis. Grímur segir að innbrot sem þetta á Facebook-síðu einstaklings geti orðið að lögreglumáli, og það þurfi að taka til skoðunar í þessu tilfelli. Það eru engar upplýsingar þarna í samskiptum hans við einhverja aðra sem gæti verið óþægilegt eða slæmt að fá fram í dagsljósið? „Það er auðvitað mögulegt, og þá er ég að tala almennt séð. Gögn, sem geta verið rannsóknargögn í sakamáli, ef þau komast fyrir sjónir almennings áður en málið kemur til dóms þá getur það haft afleiðingar.“ Grímur segir að rannsókn á mansalsmálinu gangi mjög vel. Þó séu margir þættir rannsóknarinnar tímafrekir, líkt og samskipti við erlend lögregluyfirvöld og yfirheyrslur með túlki. Lögreglan hafi verið að óska eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Víetnam, og þá segir Grímur að í málum sem þessum leiti lögreglan gjarnan aðstoðar til stofnanna líkt og Europol og Interpol. Lögreglumál Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Samfélagsmiðlar Netglæpir Netöryggi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í Reykjavík síðdegis í dag. „Hún gengur sinn vanagang, eftir sem áður,“ segir Grímur um rannsóknina. Quang Le er einn sakborninga í umfangsmikilli rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi í tengslum við þrifafyrirtækið Vy-þrif og veitingastaðina Pho Vietnamese og Wok On. Þá heldur lögregla enn opnum möguleikanum á að fíkniefnasala eða -framleiðsla tengist málinu. Um hádegisleytið í dag byrjuðu óvenjulegar færslur að birtast á Facebook-síðu Quangs Le. Í kjölfarið var ljóst að einhver óprúttinn aðili hafði brotist inn á síðuna og byrjað að birta færslur. Í umræddum færslum eru ríkisstjórnarflokkarnir, Krónan, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, World Class og samstarfsmenn Quang Le gagnrýndir harðlega. Þá voru samskipti Quang Le og vinar hans birt opinberlega þar sem þeir birta myndir teknar á líkamsræktarstöðvum og sýna afturenda kvenna. Grímur segist ekki geta tjáð sig um hvort lögreglan hafi verið búin að afla gagna af Facebook-síðu Quangs, en almennt séð sé lögreglan búin að afla ákveðinna rannsóknargagna á þessu stigi málsins. Hann man ekki til þess að maður sem sætir rannsókn hafi lent í einhverju sambærilegu áður. Þá segist hann ekki hafa þekkingu á því hvort sambærileg mál hafi komið upp erlendis. Grímur segir að innbrot sem þetta á Facebook-síðu einstaklings geti orðið að lögreglumáli, og það þurfi að taka til skoðunar í þessu tilfelli. Það eru engar upplýsingar þarna í samskiptum hans við einhverja aðra sem gæti verið óþægilegt eða slæmt að fá fram í dagsljósið? „Það er auðvitað mögulegt, og þá er ég að tala almennt séð. Gögn, sem geta verið rannsóknargögn í sakamáli, ef þau komast fyrir sjónir almennings áður en málið kemur til dóms þá getur það haft afleiðingar.“ Grímur segir að rannsókn á mansalsmálinu gangi mjög vel. Þó séu margir þættir rannsóknarinnar tímafrekir, líkt og samskipti við erlend lögregluyfirvöld og yfirheyrslur með túlki. Lögreglan hafi verið að óska eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Víetnam, og þá segir Grímur að í málum sem þessum leiti lögreglan gjarnan aðstoðar til stofnanna líkt og Europol og Interpol.
Lögreglumál Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Samfélagsmiðlar Netglæpir Netöryggi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent