Tíminn að renna út Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. maí 2024 08:01 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Við þurfum að senda frá okkur skýr skilaboð til stjórnvalda og stjórnmálanna að tími aðgerðarleysis og óstjórnar er að renna út. Aðgerðarleysið í húsnæðismálum og botnlaust dekur við sérhagsmunaöflin er komið á það stig að útilokað hlýtur að vera fyrir almenning að sitja lengur þegjandi og hljóðalaus hjá. Á meðan afurðastöðvar nudda saman lófum, eftir að Alþingi Íslendinga gerði þær undanþegnar frá samkeppnislögum, stendur til að gefa frá okkur gríðarlega verðmætar auðlindir með frumvarpi um lagareldi. Á sama tíma eru vextir á húsnæðislánum almennings í tveggja stafa tölu og algjört neyðarástand ríkir á leigumarkaði. Þessi staða er ekki vegna utanaðkomandi, óumflýjanlegra eða ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Þvert á móti er þessi staða þaulhugsuð, skipulögð og framkvæmd á stjórnarheimilinu með stuðningi Seðlabankans. Svar stjórnmálanna í húsnæðismálum er aumkunarvert þar sem allir lykilflokkar í pólitík hafa skilað auðu og bera alla ábyrgð. Stærsta sveitarfélag landsins ber sér á brjóst með að hafa komið með nokkru fleiri flatkökur í matarlausa fermingarveisluna en önnur hafa gert á meðan þau bjóða þúsundum ferðamanna í veisluna sem enginn gerði ráð fyrir. Þúsundir íbúða hafa þannig farið af markaði í skammtímaleigu til ferðamanna. Allt með blessun borgaryfirvalda og stjórnvalda sem enga viðleitni hafa sýnt í að takast á við vandann nema með áætlunum og stefnum sem aðeins innihalda marklaust og ábyrgðarlaust hjal án raunverulegra aðgerða. Til að bæta gráu ofan á svart var seðlabankastjóri nýverið skipaður áfram í embætti þrátt fyrir miskunnarlausa okurvaxtastefnu sem er á góðri leið með að ganga frá skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þar er ólíklegt að um stórfelld og ítrekuð hagstjórnarmistök sé að ræða, eins og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði benti nýverið á og seðlabankastjóri Evrópubankans hefur tekið undir, heldur enn eitt dæmið um grímulausa sérhagsmunagæslu. Hversu lengi og hve langt munu stjórnvöld seilast í að koma verðmætum þjóðarinnar í hendur sérhagsmuna sem þau styðja? Og hversu lengi og hve langt mun Seðlabankinn komast í að færa bönkunum eignir og ráðstöfunartekjur almennings með stuðningi stjórnvalda? Það er undir þolmörkum okkar komið því ef þetta er sú framtíðarsýn sem við erum tilbúin að veita þegjandi samþykki okkar fyrir, þá fer illa. Mjög illa fyrir okkar ríka samfélagi og börnunum okkar sem fá það verkefni að vinda ofan af þeirri misskiptingu og eignatilfærslu sem er að byggjast upp, ef það verður á annað borð hægt. Hvar í samanburðarlöndum væri það látið óátalið að húsnæðisvextir væru í tveggja stafa tölu, leigumarkaður óregluvæddur, fyrirtæki undanskilin samkeppniseftirliti og auðlindir þjóðar gefnar auðhringjum með lögum? Hvergi hefðu stjórnmálin þor eða hugmyndaflug til að gera flest af því sem einkennir ferilskrá núverandi ríkisstjórnar. Það ætti að vera okkur öllum ljóst að ástandið mun versna, og það mun versna þar til við höfum kjark til að rísa upp. Eins og við gerðum í búsáhaldarbyltingunni. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að taka þátt í kröfugöngum og útifundum í tilefni dagsins. Baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Við þurfum að senda frá okkur skýr skilaboð til stjórnvalda og stjórnmálanna að tími aðgerðarleysis og óstjórnar er að renna út. Aðgerðarleysið í húsnæðismálum og botnlaust dekur við sérhagsmunaöflin er komið á það stig að útilokað hlýtur að vera fyrir almenning að sitja lengur þegjandi og hljóðalaus hjá. Á meðan afurðastöðvar nudda saman lófum, eftir að Alþingi Íslendinga gerði þær undanþegnar frá samkeppnislögum, stendur til að gefa frá okkur gríðarlega verðmætar auðlindir með frumvarpi um lagareldi. Á sama tíma eru vextir á húsnæðislánum almennings í tveggja stafa tölu og algjört neyðarástand ríkir á leigumarkaði. Þessi staða er ekki vegna utanaðkomandi, óumflýjanlegra eða ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Þvert á móti er þessi staða þaulhugsuð, skipulögð og framkvæmd á stjórnarheimilinu með stuðningi Seðlabankans. Svar stjórnmálanna í húsnæðismálum er aumkunarvert þar sem allir lykilflokkar í pólitík hafa skilað auðu og bera alla ábyrgð. Stærsta sveitarfélag landsins ber sér á brjóst með að hafa komið með nokkru fleiri flatkökur í matarlausa fermingarveisluna en önnur hafa gert á meðan þau bjóða þúsundum ferðamanna í veisluna sem enginn gerði ráð fyrir. Þúsundir íbúða hafa þannig farið af markaði í skammtímaleigu til ferðamanna. Allt með blessun borgaryfirvalda og stjórnvalda sem enga viðleitni hafa sýnt í að takast á við vandann nema með áætlunum og stefnum sem aðeins innihalda marklaust og ábyrgðarlaust hjal án raunverulegra aðgerða. Til að bæta gráu ofan á svart var seðlabankastjóri nýverið skipaður áfram í embætti þrátt fyrir miskunnarlausa okurvaxtastefnu sem er á góðri leið með að ganga frá skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þar er ólíklegt að um stórfelld og ítrekuð hagstjórnarmistök sé að ræða, eins og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði benti nýverið á og seðlabankastjóri Evrópubankans hefur tekið undir, heldur enn eitt dæmið um grímulausa sérhagsmunagæslu. Hversu lengi og hve langt munu stjórnvöld seilast í að koma verðmætum þjóðarinnar í hendur sérhagsmuna sem þau styðja? Og hversu lengi og hve langt mun Seðlabankinn komast í að færa bönkunum eignir og ráðstöfunartekjur almennings með stuðningi stjórnvalda? Það er undir þolmörkum okkar komið því ef þetta er sú framtíðarsýn sem við erum tilbúin að veita þegjandi samþykki okkar fyrir, þá fer illa. Mjög illa fyrir okkar ríka samfélagi og börnunum okkar sem fá það verkefni að vinda ofan af þeirri misskiptingu og eignatilfærslu sem er að byggjast upp, ef það verður á annað borð hægt. Hvar í samanburðarlöndum væri það látið óátalið að húsnæðisvextir væru í tveggja stafa tölu, leigumarkaður óregluvæddur, fyrirtæki undanskilin samkeppniseftirliti og auðlindir þjóðar gefnar auðhringjum með lögum? Hvergi hefðu stjórnmálin þor eða hugmyndaflug til að gera flest af því sem einkennir ferilskrá núverandi ríkisstjórnar. Það ætti að vera okkur öllum ljóst að ástandið mun versna, og það mun versna þar til við höfum kjark til að rísa upp. Eins og við gerðum í búsáhaldarbyltingunni. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að taka þátt í kröfugöngum og útifundum í tilefni dagsins. Baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður VR.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar