Tíminn að renna út Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. maí 2024 08:01 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Við þurfum að senda frá okkur skýr skilaboð til stjórnvalda og stjórnmálanna að tími aðgerðarleysis og óstjórnar er að renna út. Aðgerðarleysið í húsnæðismálum og botnlaust dekur við sérhagsmunaöflin er komið á það stig að útilokað hlýtur að vera fyrir almenning að sitja lengur þegjandi og hljóðalaus hjá. Á meðan afurðastöðvar nudda saman lófum, eftir að Alþingi Íslendinga gerði þær undanþegnar frá samkeppnislögum, stendur til að gefa frá okkur gríðarlega verðmætar auðlindir með frumvarpi um lagareldi. Á sama tíma eru vextir á húsnæðislánum almennings í tveggja stafa tölu og algjört neyðarástand ríkir á leigumarkaði. Þessi staða er ekki vegna utanaðkomandi, óumflýjanlegra eða ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Þvert á móti er þessi staða þaulhugsuð, skipulögð og framkvæmd á stjórnarheimilinu með stuðningi Seðlabankans. Svar stjórnmálanna í húsnæðismálum er aumkunarvert þar sem allir lykilflokkar í pólitík hafa skilað auðu og bera alla ábyrgð. Stærsta sveitarfélag landsins ber sér á brjóst með að hafa komið með nokkru fleiri flatkökur í matarlausa fermingarveisluna en önnur hafa gert á meðan þau bjóða þúsundum ferðamanna í veisluna sem enginn gerði ráð fyrir. Þúsundir íbúða hafa þannig farið af markaði í skammtímaleigu til ferðamanna. Allt með blessun borgaryfirvalda og stjórnvalda sem enga viðleitni hafa sýnt í að takast á við vandann nema með áætlunum og stefnum sem aðeins innihalda marklaust og ábyrgðarlaust hjal án raunverulegra aðgerða. Til að bæta gráu ofan á svart var seðlabankastjóri nýverið skipaður áfram í embætti þrátt fyrir miskunnarlausa okurvaxtastefnu sem er á góðri leið með að ganga frá skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þar er ólíklegt að um stórfelld og ítrekuð hagstjórnarmistök sé að ræða, eins og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði benti nýverið á og seðlabankastjóri Evrópubankans hefur tekið undir, heldur enn eitt dæmið um grímulausa sérhagsmunagæslu. Hversu lengi og hve langt munu stjórnvöld seilast í að koma verðmætum þjóðarinnar í hendur sérhagsmuna sem þau styðja? Og hversu lengi og hve langt mun Seðlabankinn komast í að færa bönkunum eignir og ráðstöfunartekjur almennings með stuðningi stjórnvalda? Það er undir þolmörkum okkar komið því ef þetta er sú framtíðarsýn sem við erum tilbúin að veita þegjandi samþykki okkar fyrir, þá fer illa. Mjög illa fyrir okkar ríka samfélagi og börnunum okkar sem fá það verkefni að vinda ofan af þeirri misskiptingu og eignatilfærslu sem er að byggjast upp, ef það verður á annað borð hægt. Hvar í samanburðarlöndum væri það látið óátalið að húsnæðisvextir væru í tveggja stafa tölu, leigumarkaður óregluvæddur, fyrirtæki undanskilin samkeppniseftirliti og auðlindir þjóðar gefnar auðhringjum með lögum? Hvergi hefðu stjórnmálin þor eða hugmyndaflug til að gera flest af því sem einkennir ferilskrá núverandi ríkisstjórnar. Það ætti að vera okkur öllum ljóst að ástandið mun versna, og það mun versna þar til við höfum kjark til að rísa upp. Eins og við gerðum í búsáhaldarbyltingunni. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að taka þátt í kröfugöngum og útifundum í tilefni dagsins. Baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Við þurfum að senda frá okkur skýr skilaboð til stjórnvalda og stjórnmálanna að tími aðgerðarleysis og óstjórnar er að renna út. Aðgerðarleysið í húsnæðismálum og botnlaust dekur við sérhagsmunaöflin er komið á það stig að útilokað hlýtur að vera fyrir almenning að sitja lengur þegjandi og hljóðalaus hjá. Á meðan afurðastöðvar nudda saman lófum, eftir að Alþingi Íslendinga gerði þær undanþegnar frá samkeppnislögum, stendur til að gefa frá okkur gríðarlega verðmætar auðlindir með frumvarpi um lagareldi. Á sama tíma eru vextir á húsnæðislánum almennings í tveggja stafa tölu og algjört neyðarástand ríkir á leigumarkaði. Þessi staða er ekki vegna utanaðkomandi, óumflýjanlegra eða ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Þvert á móti er þessi staða þaulhugsuð, skipulögð og framkvæmd á stjórnarheimilinu með stuðningi Seðlabankans. Svar stjórnmálanna í húsnæðismálum er aumkunarvert þar sem allir lykilflokkar í pólitík hafa skilað auðu og bera alla ábyrgð. Stærsta sveitarfélag landsins ber sér á brjóst með að hafa komið með nokkru fleiri flatkökur í matarlausa fermingarveisluna en önnur hafa gert á meðan þau bjóða þúsundum ferðamanna í veisluna sem enginn gerði ráð fyrir. Þúsundir íbúða hafa þannig farið af markaði í skammtímaleigu til ferðamanna. Allt með blessun borgaryfirvalda og stjórnvalda sem enga viðleitni hafa sýnt í að takast á við vandann nema með áætlunum og stefnum sem aðeins innihalda marklaust og ábyrgðarlaust hjal án raunverulegra aðgerða. Til að bæta gráu ofan á svart var seðlabankastjóri nýverið skipaður áfram í embætti þrátt fyrir miskunnarlausa okurvaxtastefnu sem er á góðri leið með að ganga frá skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þar er ólíklegt að um stórfelld og ítrekuð hagstjórnarmistök sé að ræða, eins og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði benti nýverið á og seðlabankastjóri Evrópubankans hefur tekið undir, heldur enn eitt dæmið um grímulausa sérhagsmunagæslu. Hversu lengi og hve langt munu stjórnvöld seilast í að koma verðmætum þjóðarinnar í hendur sérhagsmuna sem þau styðja? Og hversu lengi og hve langt mun Seðlabankinn komast í að færa bönkunum eignir og ráðstöfunartekjur almennings með stuðningi stjórnvalda? Það er undir þolmörkum okkar komið því ef þetta er sú framtíðarsýn sem við erum tilbúin að veita þegjandi samþykki okkar fyrir, þá fer illa. Mjög illa fyrir okkar ríka samfélagi og börnunum okkar sem fá það verkefni að vinda ofan af þeirri misskiptingu og eignatilfærslu sem er að byggjast upp, ef það verður á annað borð hægt. Hvar í samanburðarlöndum væri það látið óátalið að húsnæðisvextir væru í tveggja stafa tölu, leigumarkaður óregluvæddur, fyrirtæki undanskilin samkeppniseftirliti og auðlindir þjóðar gefnar auðhringjum með lögum? Hvergi hefðu stjórnmálin þor eða hugmyndaflug til að gera flest af því sem einkennir ferilskrá núverandi ríkisstjórnar. Það ætti að vera okkur öllum ljóst að ástandið mun versna, og það mun versna þar til við höfum kjark til að rísa upp. Eins og við gerðum í búsáhaldarbyltingunni. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að taka þátt í kröfugöngum og útifundum í tilefni dagsins. Baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður VR.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun