Sveinn til Kolstad og vill ólmur læra af Gullerud Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 16:30 Sveinn Jóhannsson spilar með Kolstad á næstu leiktíð. Kolstad Handball Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson verður einn af þremur Íslendingum hjá norska stórliðinu Kolstad á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir samning þess efnis. Kolstad hefur unnið allt sem hægt er að vinna síðustu misseri í Noregi, og getur tryggt sig inn í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn með sigri gegn Drammen í dag. Auk þess spilar liðið í Meistaradeild Evrópu og það heillaði Svein, sem kemur til félagsins í sumar frá Minden í þýsku 2. deildinni. „Ég varð strax áhugasamur. Ég var búinn að heyra um þetta verkefni í Kolstad og þann hóp klassaleikmanna sem hér er. Það eru aðstæður sem ég vil gjarnan reyna mig í. Þegar möguleikinn gefst á að spila með hópi afar góðra leikmanna og í Meistaradeild Evrópu þá er ég mjög áhugasamur,“ sagði Sveinn við heimasíðu Kolstad. Hjá félaginu hittir hann fyrir fyrirliðann Sigvalda Björn Guðjónsson, sem í vetur skrifaði undir nýjan samning til sex ára við Kolstad. Auk þess bætist Benedikt Gunnar Óskarsson í hópinn frá Val í sumar. Janus Daði Smárason, sem líkt og Sigvaldi hefur spilað með Sveini í íslenska landsliðinu, var svo í Kolstad þar til hann fór til Magdeburg síðasta sumar. Sveinn var spurður hvort hann hefði rætt við Janus og Sigvalda: „Nei, það gerði ég reyndar ekki. Þetta gerðist það hratt. Það var eiginlega ekki tími til að spyrja. En þegar þetta tækifæri gafst þá vildi ég bara grípa það,“ sagði Sveinn sem skrifaði undir samning sem gildir til eins árs. Ber mikla virðingu fyrir Gullerud Hann flytur ásamt konu sinni til Þrándheims í sumar, eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi, og þau fara svo í stutt frí til Íslands áður en nýtt tímabil hefst í Noregi. Sveinn var spurður um hlutverk sitt hjá Kolstad, hvort hann gæti spilað bæði í sókn og vörn, og ljóst er að hann ber mikla virðingu fyrir norska línumanninum Magnus Gullerud sem leikur með Kolstad. Svo skemmtilega vill til að hann var líkt og Sveinn einnig leikmaður Minden á sínum tíma. „Ég get spilað á báðum endum vallarins og ég vonast til að leggja mitt af mörkum bæði sem sóknar- og varnarmaður. Ég er samt með línumann „fyrir framan mig“ í Gullerud sem er afar góður línumaður og einnig góður varnarmaður. Ég sé fyrir mér að hann verði minn lærifaðir. Ég hef heyrt marga góða hluti um hann og hlakka til að læra af honum,“ sagði Sveinn. Norski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Kolstad hefur unnið allt sem hægt er að vinna síðustu misseri í Noregi, og getur tryggt sig inn í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn með sigri gegn Drammen í dag. Auk þess spilar liðið í Meistaradeild Evrópu og það heillaði Svein, sem kemur til félagsins í sumar frá Minden í þýsku 2. deildinni. „Ég varð strax áhugasamur. Ég var búinn að heyra um þetta verkefni í Kolstad og þann hóp klassaleikmanna sem hér er. Það eru aðstæður sem ég vil gjarnan reyna mig í. Þegar möguleikinn gefst á að spila með hópi afar góðra leikmanna og í Meistaradeild Evrópu þá er ég mjög áhugasamur,“ sagði Sveinn við heimasíðu Kolstad. Hjá félaginu hittir hann fyrir fyrirliðann Sigvalda Björn Guðjónsson, sem í vetur skrifaði undir nýjan samning til sex ára við Kolstad. Auk þess bætist Benedikt Gunnar Óskarsson í hópinn frá Val í sumar. Janus Daði Smárason, sem líkt og Sigvaldi hefur spilað með Sveini í íslenska landsliðinu, var svo í Kolstad þar til hann fór til Magdeburg síðasta sumar. Sveinn var spurður hvort hann hefði rætt við Janus og Sigvalda: „Nei, það gerði ég reyndar ekki. Þetta gerðist það hratt. Það var eiginlega ekki tími til að spyrja. En þegar þetta tækifæri gafst þá vildi ég bara grípa það,“ sagði Sveinn sem skrifaði undir samning sem gildir til eins árs. Ber mikla virðingu fyrir Gullerud Hann flytur ásamt konu sinni til Þrándheims í sumar, eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi, og þau fara svo í stutt frí til Íslands áður en nýtt tímabil hefst í Noregi. Sveinn var spurður um hlutverk sitt hjá Kolstad, hvort hann gæti spilað bæði í sókn og vörn, og ljóst er að hann ber mikla virðingu fyrir norska línumanninum Magnus Gullerud sem leikur með Kolstad. Svo skemmtilega vill til að hann var líkt og Sveinn einnig leikmaður Minden á sínum tíma. „Ég get spilað á báðum endum vallarins og ég vonast til að leggja mitt af mörkum bæði sem sóknar- og varnarmaður. Ég er samt með línumann „fyrir framan mig“ í Gullerud sem er afar góður línumaður og einnig góður varnarmaður. Ég sé fyrir mér að hann verði minn lærifaðir. Ég hef heyrt marga góða hluti um hann og hlakka til að læra af honum,“ sagði Sveinn.
Norski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira