Boða verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli í maí Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2024 15:24 Verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar á Keflavíkurflugvelli frá 9. maí næstkomandi. Vilhelm Samninganefndir Sameykis og FFR, félags flugmálastarfsmanna ríkisins, hafa efnt til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun félagsfólks sem starfar hjá ISAVIA ohf. Verkfallsaðgerðirnar hefjast 9. maí verði þær samþykktar, en atkvæðagreiðslunni um þær lýkur 2. maí. Samningaviðræður stéttarfélaganna hafa staðið síðan í september 2023 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þann 8. apríl síðastliðinn. Í gær varð ljóst að ekki væri lengra komist í viðræðum við SA/ISAVIA. Verkfallsaðgerðirnar fela í sér yfirvinnu- og þjálfunarbann ásamt tímabundnum og tímasettum aðgerðum við öryggisleit og farþegaflutninga. Aðgerðirnar munu koma til framkvæmda kl. 16:00 hinn 9. maí 2024 fáist samþykki félagsfólks í rafrænni atkvæðagreiðslu. Fyrirkomulagið mun verða eins og hér greinir: • Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið yfirvinnubann. Yfirvinnubannið nær til allra félagsmanna Sameykis og FFR.• Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið þjálfunarbann. Þjálfunarbann tekur til félagsfólks Sameykis og FFR sem starfar sem leiðbeinandi og vottaður leiðbeinandi á gólfi.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, fimmtudaginn 16. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, mánudaginn 20. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín. Frá þessu var greint á heimaíðum FFR og Sameykis. Flugferðir svo gott sem stöðvaðar þegar öryggisleit leggur niður störf „Farþegar munu ekki komast inn á haftarsvæði ef öryggisleit er lokuð. Sömuleðis mun það taka lengri tíma að ferja farþega yfir í flugvélar,“ segir Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR. Fjögurra tíma vinnustöðvanirnar muni svo gott sem stöðva flug. Aðgerðirnar munu að mestu leyti hafa áhrif á morgunflug. „Við náttúrulega vonumst til þess að viðræðuaðilarnir okkar komi að borðinu áður en til þessara aðgerða kemur, það er alltaf vonin okkar. En þetta vissulega bítur,“ segir Unnar. Hann segir tímasetningarnar aðgerðanna valdar þannig að þær séu þegar flugfélögin eru að fljúga. „Það er náttúrulega meiningin,“ segir Unnar. Unnar segir ágreininginn ekki snúast um launaliðinn. „Ágreiningurinn snýst ekki um launaliðinn, þar eru allir samstíga, heldur er deilt um um réttindi innan kjarasamninga þannig að starfsmenn Isavía og dótturfélaga standi jafnfætis varðandi ófagtengd réttindi,“ segir Unnar. Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Reykjanesbær Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Samningaviðræður stéttarfélaganna hafa staðið síðan í september 2023 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þann 8. apríl síðastliðinn. Í gær varð ljóst að ekki væri lengra komist í viðræðum við SA/ISAVIA. Verkfallsaðgerðirnar fela í sér yfirvinnu- og þjálfunarbann ásamt tímabundnum og tímasettum aðgerðum við öryggisleit og farþegaflutninga. Aðgerðirnar munu koma til framkvæmda kl. 16:00 hinn 9. maí 2024 fáist samþykki félagsfólks í rafrænni atkvæðagreiðslu. Fyrirkomulagið mun verða eins og hér greinir: • Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið yfirvinnubann. Yfirvinnubannið nær til allra félagsmanna Sameykis og FFR.• Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið þjálfunarbann. Þjálfunarbann tekur til félagsfólks Sameykis og FFR sem starfar sem leiðbeinandi og vottaður leiðbeinandi á gólfi.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, fimmtudaginn 16. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, mánudaginn 20. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín. Frá þessu var greint á heimaíðum FFR og Sameykis. Flugferðir svo gott sem stöðvaðar þegar öryggisleit leggur niður störf „Farþegar munu ekki komast inn á haftarsvæði ef öryggisleit er lokuð. Sömuleðis mun það taka lengri tíma að ferja farþega yfir í flugvélar,“ segir Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR. Fjögurra tíma vinnustöðvanirnar muni svo gott sem stöðva flug. Aðgerðirnar munu að mestu leyti hafa áhrif á morgunflug. „Við náttúrulega vonumst til þess að viðræðuaðilarnir okkar komi að borðinu áður en til þessara aðgerða kemur, það er alltaf vonin okkar. En þetta vissulega bítur,“ segir Unnar. Hann segir tímasetningarnar aðgerðanna valdar þannig að þær séu þegar flugfélögin eru að fljúga. „Það er náttúrulega meiningin,“ segir Unnar. Unnar segir ágreininginn ekki snúast um launaliðinn. „Ágreiningurinn snýst ekki um launaliðinn, þar eru allir samstíga, heldur er deilt um um réttindi innan kjarasamninga þannig að starfsmenn Isavía og dótturfélaga standi jafnfætis varðandi ófagtengd réttindi,“ segir Unnar.
Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Reykjanesbær Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira