Boða verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli í maí Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2024 15:24 Verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar á Keflavíkurflugvelli frá 9. maí næstkomandi. Vilhelm Samninganefndir Sameykis og FFR, félags flugmálastarfsmanna ríkisins, hafa efnt til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun félagsfólks sem starfar hjá ISAVIA ohf. Verkfallsaðgerðirnar hefjast 9. maí verði þær samþykktar, en atkvæðagreiðslunni um þær lýkur 2. maí. Samningaviðræður stéttarfélaganna hafa staðið síðan í september 2023 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þann 8. apríl síðastliðinn. Í gær varð ljóst að ekki væri lengra komist í viðræðum við SA/ISAVIA. Verkfallsaðgerðirnar fela í sér yfirvinnu- og þjálfunarbann ásamt tímabundnum og tímasettum aðgerðum við öryggisleit og farþegaflutninga. Aðgerðirnar munu koma til framkvæmda kl. 16:00 hinn 9. maí 2024 fáist samþykki félagsfólks í rafrænni atkvæðagreiðslu. Fyrirkomulagið mun verða eins og hér greinir: • Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið yfirvinnubann. Yfirvinnubannið nær til allra félagsmanna Sameykis og FFR.• Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið þjálfunarbann. Þjálfunarbann tekur til félagsfólks Sameykis og FFR sem starfar sem leiðbeinandi og vottaður leiðbeinandi á gólfi.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, fimmtudaginn 16. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, mánudaginn 20. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín. Frá þessu var greint á heimaíðum FFR og Sameykis. Flugferðir svo gott sem stöðvaðar þegar öryggisleit leggur niður störf „Farþegar munu ekki komast inn á haftarsvæði ef öryggisleit er lokuð. Sömuleðis mun það taka lengri tíma að ferja farþega yfir í flugvélar,“ segir Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR. Fjögurra tíma vinnustöðvanirnar muni svo gott sem stöðva flug. Aðgerðirnar munu að mestu leyti hafa áhrif á morgunflug. „Við náttúrulega vonumst til þess að viðræðuaðilarnir okkar komi að borðinu áður en til þessara aðgerða kemur, það er alltaf vonin okkar. En þetta vissulega bítur,“ segir Unnar. Hann segir tímasetningarnar aðgerðanna valdar þannig að þær séu þegar flugfélögin eru að fljúga. „Það er náttúrulega meiningin,“ segir Unnar. Unnar segir ágreininginn ekki snúast um launaliðinn. „Ágreiningurinn snýst ekki um launaliðinn, þar eru allir samstíga, heldur er deilt um um réttindi innan kjarasamninga þannig að starfsmenn Isavía og dótturfélaga standi jafnfætis varðandi ófagtengd réttindi,“ segir Unnar. Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Reykjanesbær Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Samningaviðræður stéttarfélaganna hafa staðið síðan í september 2023 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þann 8. apríl síðastliðinn. Í gær varð ljóst að ekki væri lengra komist í viðræðum við SA/ISAVIA. Verkfallsaðgerðirnar fela í sér yfirvinnu- og þjálfunarbann ásamt tímabundnum og tímasettum aðgerðum við öryggisleit og farþegaflutninga. Aðgerðirnar munu koma til framkvæmda kl. 16:00 hinn 9. maí 2024 fáist samþykki félagsfólks í rafrænni atkvæðagreiðslu. Fyrirkomulagið mun verða eins og hér greinir: • Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið yfirvinnubann. Yfirvinnubannið nær til allra félagsmanna Sameykis og FFR.• Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið þjálfunarbann. Þjálfunarbann tekur til félagsfólks Sameykis og FFR sem starfar sem leiðbeinandi og vottaður leiðbeinandi á gólfi.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, fimmtudaginn 16. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, mánudaginn 20. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín. Frá þessu var greint á heimaíðum FFR og Sameykis. Flugferðir svo gott sem stöðvaðar þegar öryggisleit leggur niður störf „Farþegar munu ekki komast inn á haftarsvæði ef öryggisleit er lokuð. Sömuleðis mun það taka lengri tíma að ferja farþega yfir í flugvélar,“ segir Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR. Fjögurra tíma vinnustöðvanirnar muni svo gott sem stöðva flug. Aðgerðirnar munu að mestu leyti hafa áhrif á morgunflug. „Við náttúrulega vonumst til þess að viðræðuaðilarnir okkar komi að borðinu áður en til þessara aðgerða kemur, það er alltaf vonin okkar. En þetta vissulega bítur,“ segir Unnar. Hann segir tímasetningarnar aðgerðanna valdar þannig að þær séu þegar flugfélögin eru að fljúga. „Það er náttúrulega meiningin,“ segir Unnar. Unnar segir ágreininginn ekki snúast um launaliðinn. „Ágreiningurinn snýst ekki um launaliðinn, þar eru allir samstíga, heldur er deilt um um réttindi innan kjarasamninga þannig að starfsmenn Isavía og dótturfélaga standi jafnfætis varðandi ófagtengd réttindi,“ segir Unnar.
Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Reykjanesbær Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira