Biskupsval Sigfinnur Þorleifsson og Vigfús Bjarni Albertsson skrifa 29. apríl 2024 14:31 Kynningafundir þeirra, sem gáfu kost á sér til biskupskjörs að loknu forvali, voru upplýsandi og málefnalegir. Öllum mátti þá vera ljóst að þar fóru þrír hæfileikaríkir og framsæknir einstaklingar, sem sómi er að, og það lofar góðu fyrir Þjóðkirkju Íslands. Þau sem þar áttu hlut að máli kveiktu áhuga meðal fólksins í landinu á kirkju, sem er reiðubúin til að mæta nýjum tímum og sinna fjölbreyttu samfélagi af kærleika og skilningi og fordómaleysi. Það er enginn vafi í okkar huga, sem ritum þessar línur, að nú er rík ástæða til að vera bjartsýnn á framtíð kirkjunnar og samfylgd hennar með þjóðinni. Í ljósi fyrrnefndra kynningafunda, af fyrri kynnum og vitnisburði þeirra sem vel þekkja til og að vel ígrunduðu máli, höfum við tveir vinir og samstarfsmenn til margra ára gert upp hug okkar. án valkvíða. Guðrún Karls Helgudóttir hefur margt til brunns að bera til að geta orðið góður biskup. Hún hefur staðið sig afskaplega vel í starfi sínu sem prestur, sem skiptir miklu máli, býr yfir mikilli reynslu í þjónustu við fólk og er góður og víðsýnn stjórnandi í stórum og lifandi söfnuði. Sé horft til framtíðar þá er sýn hennar á hlutverki kirkjunnar skýr. Guðrún vill treysta og auka tengslin við fólkið í landinu með boðun fagnaðarerindisins að leiðarljósi. Höfða til trúarinnar fordómalaus gagnvart ólíkum viðhorfum, umburðarlynd eins og þau eru gjarnan, sem vita sjálf hvar þau standa, byggja á slitgóðum arfi kynslóðanna og dýrmætri samfylgd kirkju og þjóðar um aldir. Þetta hyggst hún gera með framsæknum hætti, ekki í vörn og með aðgreiningu heldur af gleði, með opnum huga og með hag þeirra sem standa hallloka í lífinu í fyrirrúmi. Við leitum oft langt yfir skammt. Í erindi kirkjunnar er falinn fjársjóður, sem okkur er ætlað að miðla í anda Frelsarans. Þar fara saman boðun og þjónusta, sálgæsla og samfyld með fólki í gleði og sorg, tilætlunarlaus áheyrn og trúnaður. Við treystum Guðrúnu Karls Helgudóttur manna best til að standa vörð um þau verðmæti og miðla þeim áfram, sem fremst meðal jafningja í samfylgd kirkju og þjóðar. Megi okkur öllum farnast sem best í því góða og gefandi hlutverki. Höfundar eru prestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Vigfús Bjarni Albertsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Kynningafundir þeirra, sem gáfu kost á sér til biskupskjörs að loknu forvali, voru upplýsandi og málefnalegir. Öllum mátti þá vera ljóst að þar fóru þrír hæfileikaríkir og framsæknir einstaklingar, sem sómi er að, og það lofar góðu fyrir Þjóðkirkju Íslands. Þau sem þar áttu hlut að máli kveiktu áhuga meðal fólksins í landinu á kirkju, sem er reiðubúin til að mæta nýjum tímum og sinna fjölbreyttu samfélagi af kærleika og skilningi og fordómaleysi. Það er enginn vafi í okkar huga, sem ritum þessar línur, að nú er rík ástæða til að vera bjartsýnn á framtíð kirkjunnar og samfylgd hennar með þjóðinni. Í ljósi fyrrnefndra kynningafunda, af fyrri kynnum og vitnisburði þeirra sem vel þekkja til og að vel ígrunduðu máli, höfum við tveir vinir og samstarfsmenn til margra ára gert upp hug okkar. án valkvíða. Guðrún Karls Helgudóttir hefur margt til brunns að bera til að geta orðið góður biskup. Hún hefur staðið sig afskaplega vel í starfi sínu sem prestur, sem skiptir miklu máli, býr yfir mikilli reynslu í þjónustu við fólk og er góður og víðsýnn stjórnandi í stórum og lifandi söfnuði. Sé horft til framtíðar þá er sýn hennar á hlutverki kirkjunnar skýr. Guðrún vill treysta og auka tengslin við fólkið í landinu með boðun fagnaðarerindisins að leiðarljósi. Höfða til trúarinnar fordómalaus gagnvart ólíkum viðhorfum, umburðarlynd eins og þau eru gjarnan, sem vita sjálf hvar þau standa, byggja á slitgóðum arfi kynslóðanna og dýrmætri samfylgd kirkju og þjóðar um aldir. Þetta hyggst hún gera með framsæknum hætti, ekki í vörn og með aðgreiningu heldur af gleði, með opnum huga og með hag þeirra sem standa hallloka í lífinu í fyrirrúmi. Við leitum oft langt yfir skammt. Í erindi kirkjunnar er falinn fjársjóður, sem okkur er ætlað að miðla í anda Frelsarans. Þar fara saman boðun og þjónusta, sálgæsla og samfyld með fólki í gleði og sorg, tilætlunarlaus áheyrn og trúnaður. Við treystum Guðrúnu Karls Helgudóttur manna best til að standa vörð um þau verðmæti og miðla þeim áfram, sem fremst meðal jafningja í samfylgd kirkju og þjóðar. Megi okkur öllum farnast sem best í því góða og gefandi hlutverki. Höfundar eru prestar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun