Biskupsval Sigfinnur Þorleifsson og Vigfús Bjarni Albertsson skrifa 29. apríl 2024 14:31 Kynningafundir þeirra, sem gáfu kost á sér til biskupskjörs að loknu forvali, voru upplýsandi og málefnalegir. Öllum mátti þá vera ljóst að þar fóru þrír hæfileikaríkir og framsæknir einstaklingar, sem sómi er að, og það lofar góðu fyrir Þjóðkirkju Íslands. Þau sem þar áttu hlut að máli kveiktu áhuga meðal fólksins í landinu á kirkju, sem er reiðubúin til að mæta nýjum tímum og sinna fjölbreyttu samfélagi af kærleika og skilningi og fordómaleysi. Það er enginn vafi í okkar huga, sem ritum þessar línur, að nú er rík ástæða til að vera bjartsýnn á framtíð kirkjunnar og samfylgd hennar með þjóðinni. Í ljósi fyrrnefndra kynningafunda, af fyrri kynnum og vitnisburði þeirra sem vel þekkja til og að vel ígrunduðu máli, höfum við tveir vinir og samstarfsmenn til margra ára gert upp hug okkar. án valkvíða. Guðrún Karls Helgudóttir hefur margt til brunns að bera til að geta orðið góður biskup. Hún hefur staðið sig afskaplega vel í starfi sínu sem prestur, sem skiptir miklu máli, býr yfir mikilli reynslu í þjónustu við fólk og er góður og víðsýnn stjórnandi í stórum og lifandi söfnuði. Sé horft til framtíðar þá er sýn hennar á hlutverki kirkjunnar skýr. Guðrún vill treysta og auka tengslin við fólkið í landinu með boðun fagnaðarerindisins að leiðarljósi. Höfða til trúarinnar fordómalaus gagnvart ólíkum viðhorfum, umburðarlynd eins og þau eru gjarnan, sem vita sjálf hvar þau standa, byggja á slitgóðum arfi kynslóðanna og dýrmætri samfylgd kirkju og þjóðar um aldir. Þetta hyggst hún gera með framsæknum hætti, ekki í vörn og með aðgreiningu heldur af gleði, með opnum huga og með hag þeirra sem standa hallloka í lífinu í fyrirrúmi. Við leitum oft langt yfir skammt. Í erindi kirkjunnar er falinn fjársjóður, sem okkur er ætlað að miðla í anda Frelsarans. Þar fara saman boðun og þjónusta, sálgæsla og samfyld með fólki í gleði og sorg, tilætlunarlaus áheyrn og trúnaður. Við treystum Guðrúnu Karls Helgudóttur manna best til að standa vörð um þau verðmæti og miðla þeim áfram, sem fremst meðal jafningja í samfylgd kirkju og þjóðar. Megi okkur öllum farnast sem best í því góða og gefandi hlutverki. Höfundar eru prestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Vigfús Bjarni Albertsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Kynningafundir þeirra, sem gáfu kost á sér til biskupskjörs að loknu forvali, voru upplýsandi og málefnalegir. Öllum mátti þá vera ljóst að þar fóru þrír hæfileikaríkir og framsæknir einstaklingar, sem sómi er að, og það lofar góðu fyrir Þjóðkirkju Íslands. Þau sem þar áttu hlut að máli kveiktu áhuga meðal fólksins í landinu á kirkju, sem er reiðubúin til að mæta nýjum tímum og sinna fjölbreyttu samfélagi af kærleika og skilningi og fordómaleysi. Það er enginn vafi í okkar huga, sem ritum þessar línur, að nú er rík ástæða til að vera bjartsýnn á framtíð kirkjunnar og samfylgd hennar með þjóðinni. Í ljósi fyrrnefndra kynningafunda, af fyrri kynnum og vitnisburði þeirra sem vel þekkja til og að vel ígrunduðu máli, höfum við tveir vinir og samstarfsmenn til margra ára gert upp hug okkar. án valkvíða. Guðrún Karls Helgudóttir hefur margt til brunns að bera til að geta orðið góður biskup. Hún hefur staðið sig afskaplega vel í starfi sínu sem prestur, sem skiptir miklu máli, býr yfir mikilli reynslu í þjónustu við fólk og er góður og víðsýnn stjórnandi í stórum og lifandi söfnuði. Sé horft til framtíðar þá er sýn hennar á hlutverki kirkjunnar skýr. Guðrún vill treysta og auka tengslin við fólkið í landinu með boðun fagnaðarerindisins að leiðarljósi. Höfða til trúarinnar fordómalaus gagnvart ólíkum viðhorfum, umburðarlynd eins og þau eru gjarnan, sem vita sjálf hvar þau standa, byggja á slitgóðum arfi kynslóðanna og dýrmætri samfylgd kirkju og þjóðar um aldir. Þetta hyggst hún gera með framsæknum hætti, ekki í vörn og með aðgreiningu heldur af gleði, með opnum huga og með hag þeirra sem standa hallloka í lífinu í fyrirrúmi. Við leitum oft langt yfir skammt. Í erindi kirkjunnar er falinn fjársjóður, sem okkur er ætlað að miðla í anda Frelsarans. Þar fara saman boðun og þjónusta, sálgæsla og samfyld með fólki í gleði og sorg, tilætlunarlaus áheyrn og trúnaður. Við treystum Guðrúnu Karls Helgudóttur manna best til að standa vörð um þau verðmæti og miðla þeim áfram, sem fremst meðal jafningja í samfylgd kirkju og þjóðar. Megi okkur öllum farnast sem best í því góða og gefandi hlutverki. Höfundar eru prestar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar