Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 29. apríl 2024 14:00 Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Í heilt ár hafa ítrekað verið teknar myndir af sauðfé í neyð og alvarleg vanhöld á aðbúnaði sauðfjár verið tilkynnt til einu stofnunarinnar sem hefur með velferð dýra að gera, Matvælastofnunar. Og það í samræmi við tilkynningarskyldu 8. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013. Því miður er okkur almenningi ekki sýnilegt viðbragð MAST við þeim ábendingum er varða aðbúnað, meðferð og velferð þessara skepna. Féð á Höfða býr enn í dag við sýnilega mikil vanhöld, og aðbúnaður þess er í engu samræmi við kröfur um aðbúnað sauðfjár sbr. reglugerð nr. 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er mjög alvarlegt mál að MAST bjargi ekki þessum skepnum og í raun er það vanræksla á lögbundnu hlutverki stofnunarinnar sbr. 1. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra þar sem segir "markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skynigæddar verur." og skv. 4. gr. þar sem tilgreint er að eftirlit og framfylgni laga um velferð dýra sé hjá stofnuninni. Matvælastofnun hefur allsherjar vald gagnvart velferð og heilsu dýra, og þau eiga allt sitt undir því að stofnunin sinni lögbundnu hlutverki sínu. Ég sem almennur borgari þessa lands lít það alvarlegum augum þegar eina bjargræði dýra, MAST, brýtur svo alvarlega á rétti þeirra til þess að lifa lífi án þjáningar, hungurs og þorsta. Dýr geta lítið tjáð sig, þau eiga allt sitt undir okkur mannfólkinu og það er ekki mannréttindi að eiga og/eða meðhöndla dýr heldur forréttindi. Búskapur er val einstaklings á atvinnuvettvangi og því ber að sjálfsögðu að gera ríka kröfu til þess að búfé umsjónaraðila búi við öryggi og velferð. Samkvæmt 6. gr. laga um velferð dýra er ill meðferð dýra óheimil, í 10. gr. segir að umráðamaður dýrs skal búa yfir nægjanlegri getu til að annast dýrið og í 14. gr. segir að umráðamönnum dýra ber að tryggja dýrunum góða umönnun. Ekki verður annað séð en að það búfjárhald sem á sér stað á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði sé ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Það er því með nokkrum ólíkindum að verða vitni af því fálæti sem slíkur búskapur fær og það á kostnað þeirra dýra sem við slíkt búa. Er ekki komin tími til þess að Matvælaráðuneytið sjái til þess að tekið sé á þeim alvarlega vanda sem MAST á við að stríða þegar um alvarlega vanhöld dýra er við að etja. Því augljóst er á fyrrgreindu að Matvælastofnun er í miklum vandræðum þegar kemur að því að bjarga dýrum í neyð. Dýr eiga ekki að þjást á meðan mál eru í „ferli“, dýr eiga ávallt að njóta vafans. Það er afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð. Höfundur er M.Sc. landfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Borgarbyggð Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Í heilt ár hafa ítrekað verið teknar myndir af sauðfé í neyð og alvarleg vanhöld á aðbúnaði sauðfjár verið tilkynnt til einu stofnunarinnar sem hefur með velferð dýra að gera, Matvælastofnunar. Og það í samræmi við tilkynningarskyldu 8. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013. Því miður er okkur almenningi ekki sýnilegt viðbragð MAST við þeim ábendingum er varða aðbúnað, meðferð og velferð þessara skepna. Féð á Höfða býr enn í dag við sýnilega mikil vanhöld, og aðbúnaður þess er í engu samræmi við kröfur um aðbúnað sauðfjár sbr. reglugerð nr. 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er mjög alvarlegt mál að MAST bjargi ekki þessum skepnum og í raun er það vanræksla á lögbundnu hlutverki stofnunarinnar sbr. 1. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra þar sem segir "markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skynigæddar verur." og skv. 4. gr. þar sem tilgreint er að eftirlit og framfylgni laga um velferð dýra sé hjá stofnuninni. Matvælastofnun hefur allsherjar vald gagnvart velferð og heilsu dýra, og þau eiga allt sitt undir því að stofnunin sinni lögbundnu hlutverki sínu. Ég sem almennur borgari þessa lands lít það alvarlegum augum þegar eina bjargræði dýra, MAST, brýtur svo alvarlega á rétti þeirra til þess að lifa lífi án þjáningar, hungurs og þorsta. Dýr geta lítið tjáð sig, þau eiga allt sitt undir okkur mannfólkinu og það er ekki mannréttindi að eiga og/eða meðhöndla dýr heldur forréttindi. Búskapur er val einstaklings á atvinnuvettvangi og því ber að sjálfsögðu að gera ríka kröfu til þess að búfé umsjónaraðila búi við öryggi og velferð. Samkvæmt 6. gr. laga um velferð dýra er ill meðferð dýra óheimil, í 10. gr. segir að umráðamaður dýrs skal búa yfir nægjanlegri getu til að annast dýrið og í 14. gr. segir að umráðamönnum dýra ber að tryggja dýrunum góða umönnun. Ekki verður annað séð en að það búfjárhald sem á sér stað á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði sé ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Það er því með nokkrum ólíkindum að verða vitni af því fálæti sem slíkur búskapur fær og það á kostnað þeirra dýra sem við slíkt búa. Er ekki komin tími til þess að Matvælaráðuneytið sjái til þess að tekið sé á þeim alvarlega vanda sem MAST á við að stríða þegar um alvarlega vanhöld dýra er við að etja. Því augljóst er á fyrrgreindu að Matvælastofnun er í miklum vandræðum þegar kemur að því að bjarga dýrum í neyð. Dýr eiga ekki að þjást á meðan mál eru í „ferli“, dýr eiga ávallt að njóta vafans. Það er afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð. Höfundur er M.Sc. landfræði.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun