Skjálfti upp á tæp þrjú stig reið síðan yfir í grennd við Bláfjöll í morgun en Minney Sigurðardóttir hjá Veðurstofunni segir það þekkt skjálftasvæði.
Minney segir að sérfræðingar búist við því að eitthvað gæti gerst á gosstöðvunum á næstunni, því kvikuhólfið sé að fyllast og í ljósi þess að dregið hafi úr landrisi.
„En það er ómögulegt að segja til um hvenær eða hvað gerist, ogþað hefur bara verið tiltölulega rólegt í nótt,“ segir Minney.
Aðspurð um skjálfta á sjötta tímanum í morgun sem mældist 2,9 stig og átti upptök sín 4,9 kílómetra suðaustur af Bláfjallaskála segir hún að örfáir eftirskjálftar hafi fylgt en bendir á svæðið sé þekkt skjálftasvæði og ekki óalgengt að þar komi svipaðir skjálftar og kom í morgun.