Evrópumeistarar Barcelona sneru dæminu við og eru komnar í úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 18:35 Barcelona er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. EPA-EFE/ISABEL INFANTES Barcelona er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna eftir 2-0 sigur á Chelsea í Lundúnum í dag, laugardag. Sneru Börsungar dæminu við eftir að tapa óvænt á heimavelli. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Wolfsburg í úrslitaleik síðasta tímabils. Liðið tapaði gríðarlega óvænt 1-0 gegn Chelsea í Katalóníu og virtist sem Emma Hayes væri á leið í úrslit á sínu síðasta tímabili sem þjálfari Chelsea. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Aitana Bonmatí, besta knattspyrnukona í heimi, kom Barcelona yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Hún fékk boltann frá Patriciu Guijarro og átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Staðan orðin 0-1 í leik dagsins og 1-1 í einvíginu. The world's best player, Aitana Bonmatí levels it! 🔥 0-1 (1-1)GAME ON!Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/nqszHNjEXS— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleik og leikurinn í járnum þegar liðin gengu til búningsherbergja. sjoeke Nüsken var nálægt því að jafna metin fyrir Chelsea en skot hennar fór í stöngina. OFF THE POST... Sjoeke Nüsken comes so close to regaining the lead for Chelsea. 😳0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/WAuMQsVB0X— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Það var svo á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik sem einvígið snerist Barcelona í hag. Hin kanadíska Kadeisha Buchanan fékk þá tvö gul spjöld og þar með rautt í liði Chelsea. Heimakonur því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýttu gestirnir sér. Kadeisha Buchanan SHOWN RED! 🫨0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/cAgVTZM8mY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Bonmatí féll innan vítateigs eftir að Jessica Carter og Ashley Lawrence virtust keyra í bakið á henni. PENALTY FOR BARCELONA. 😮0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/54AVSZxnvR— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Hin sænska Fridolina Rolfö fór á punktinn og skaut Barcelona alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. FC BARCELONA HAVE ONE FOOT IN THE UWCL FINAL. Fridolina Rolfö fires home the penalty. ⚽️0-2 (1-2)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/ip8ytiD1rY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Lokatölur á uppseldri Brúnni í Lundúnum 0-2 og Barcelona mætir annað hvort Lyon eða París Saint-Germain í úrslitum. Frönsku liðin mætast klukkan 14.00 á morgun en Lyon leiðir 3-2 eftir fyrri leik liðanna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Wolfsburg í úrslitaleik síðasta tímabils. Liðið tapaði gríðarlega óvænt 1-0 gegn Chelsea í Katalóníu og virtist sem Emma Hayes væri á leið í úrslit á sínu síðasta tímabili sem þjálfari Chelsea. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Aitana Bonmatí, besta knattspyrnukona í heimi, kom Barcelona yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Hún fékk boltann frá Patriciu Guijarro og átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Staðan orðin 0-1 í leik dagsins og 1-1 í einvíginu. The world's best player, Aitana Bonmatí levels it! 🔥 0-1 (1-1)GAME ON!Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/nqszHNjEXS— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleik og leikurinn í járnum þegar liðin gengu til búningsherbergja. sjoeke Nüsken var nálægt því að jafna metin fyrir Chelsea en skot hennar fór í stöngina. OFF THE POST... Sjoeke Nüsken comes so close to regaining the lead for Chelsea. 😳0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/WAuMQsVB0X— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Það var svo á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik sem einvígið snerist Barcelona í hag. Hin kanadíska Kadeisha Buchanan fékk þá tvö gul spjöld og þar með rautt í liði Chelsea. Heimakonur því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýttu gestirnir sér. Kadeisha Buchanan SHOWN RED! 🫨0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/cAgVTZM8mY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Bonmatí féll innan vítateigs eftir að Jessica Carter og Ashley Lawrence virtust keyra í bakið á henni. PENALTY FOR BARCELONA. 😮0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/54AVSZxnvR— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Hin sænska Fridolina Rolfö fór á punktinn og skaut Barcelona alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. FC BARCELONA HAVE ONE FOOT IN THE UWCL FINAL. Fridolina Rolfö fires home the penalty. ⚽️0-2 (1-2)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/ip8ytiD1rY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Lokatölur á uppseldri Brúnni í Lundúnum 0-2 og Barcelona mætir annað hvort Lyon eða París Saint-Germain í úrslitum. Frönsku liðin mætast klukkan 14.00 á morgun en Lyon leiðir 3-2 eftir fyrri leik liðanna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira