Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld Birna Þórarinsdóttir skrifar 26. apríl 2024 09:00 Fyrirsögn þessarar greinar vísar í afrek sem virðist göldrum líkast. Eins og eitthvað úr ofurhetjusögum. En ofurhetjan hér ber enga skikkju og kemur í ofurlitlu glasi sem síðustu 50 árin hefur bjargað nærri 154 milljónum mannslífa um allan heim. Þessi hetja er ódýrasta, öruggasta og skilvirkasta leiðin sem mannkynið á til að bjarga lífum með því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Og talandi um galdra. Hugsaðu þér manneskju. Ekki einhverja sem þú þekkir heldur einhverja sem þú hefur aldrei hitt. Sjáðu þessa manneskju fyrir þér hinum megin á hnettinum, á stað sem þú hefur aldrei komið til. Það er líklegt að þið deilið einu mesta kraftaverki mannkynsins; að hafa fengið bólusetningar í barnæsku. Nú er alþjóðleg vika bólusetninga og 50 ára afmæli reglubundinna barnabólusetninga á heimsvísu og í tilefni af því hafa UNICEF á Íslandi, Controlant og sóttvarnalæknir sameinað krafta sína í sérstakt ákallsverkefni til að koma þeim upplýsingum til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi, óháð uppruna og þjóðerni, að bólusetningar eru mikilvægar og hvert hægt er að fara til að fá þær fyrir öll börn. Að bjarga sem nemur sex mannslífum á hverri einustu mínútu í fimm áratugi er árangur sem byggt hefur á samvinnu. Ríkisstjórnir, hjálparstofnanir, þúsundir vísindamanna, heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar og sjálfboðaliðar komu okkur þangað sem við erum í dag. Í heim þar sem við við höfum útrýmt bólusótt og næstum því útrýmt lömunarveiki; í heim þar sem fyrsta bóluefnið gegn einum banvænasta sjúkdómi heims –malaríu– hefur nýverið verið sett á markað í Afríku. Í heim þar sem fleiri börn en nokkru sinni fyrr í sögunni lifa til að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Þú ert hluti af þessari sögu. Vegna þess að með því að fá bólusetningu hefur þú hjálpað til við að vernda aðra, rétt eins og aðrir sem eru bólusettir hafa hjálpað til við að vernda þig. En við megum ekki sofna á verðinum og halda að sigurinn sé í höfn. Það er raunverulegt áhyggjuefni að heimsfaraldur COVID-19 hafi ýtt árangri á heimsvísu aftur um þrjá áratugi og að þátttaka í lykilbólusetningum barna hafi dregist saman á Íslandi. Ef ekki er gripið inn í er heimurinn langt frá því að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um heilsu og vellíðan. Öll börn eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það á einnig við um þau börn sem búa eða dvelja hér á landi, óháð þjóðerni, ríkisfangi eða félagslegri stöðu. Sjúkdómar virða engin landamæri og með bólusetningum er hægt að koma í veg fyrir að börn veikist alvarlega og eins vernda þau börn sem ekki geta þegið bólusetningar vegna ungs aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Það er því einstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu ákalli með sóttvarnarlækni og Controlant. Við erum svo lánsöm hér á Íslandi að aðgengi að bólusetningum er greitt og þær ókeypis á öllum heilsugæslum landsins. Svo er ekki alls staðar og oft þarf að fara langar vegalengdir til að ná til barna á afskekktum svæðum. Þá skiptir aðfangakeðjan lykilmáli. Það varð alkunna í heimsfaraldri COVID-19 hversu miklu máli órofin kælikeðja skipti þegar íslenska tæknifyrirtækið Controlant tryggði ofurkælingu eins af bóluefnunum sem notuð voru, í dreifingu þess út um allan heim. Við hjá UNICEF, sóttvarnarlækni og Controlant störfum öll að bólusetningum, hvert á okkar hátt og þekkjum af fyrstu hendi áskoranirnar og sigrana. Samstarf okkar við þessa vitundarvakningu er einnig skýrt dæmi um það samstarf ólíkra aðila, sem ég vék að áðan, sem þarf til að tryggja öllum börnum þau tækifæri til lífs, þroska og heilsu sem bóluefnin veita. Við vonumst til að ná til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi með upplýsingar um mikilvægi bólusetninga og hvert sé hægt að fara með börn til að fá reglubundnar bólusetningar. Stöndum vörð um stærsta afrek mannkyns, því ekkert barn ætti að deyja úr sjúkdómi sem við kunnum að koma í veg fyrir. Með frekari fjárfestingum og með þátttöku í reglubundnum bólusetningum getum við verið kynslóðin sem gerir útrýmingu fleiri sjúkdóma mögulega. Fyrir hönd barna um allan heim, segi ég takk. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Hjálparstarf Bólusetningar Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessarar greinar vísar í afrek sem virðist göldrum líkast. Eins og eitthvað úr ofurhetjusögum. En ofurhetjan hér ber enga skikkju og kemur í ofurlitlu glasi sem síðustu 50 árin hefur bjargað nærri 154 milljónum mannslífa um allan heim. Þessi hetja er ódýrasta, öruggasta og skilvirkasta leiðin sem mannkynið á til að bjarga lífum með því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Og talandi um galdra. Hugsaðu þér manneskju. Ekki einhverja sem þú þekkir heldur einhverja sem þú hefur aldrei hitt. Sjáðu þessa manneskju fyrir þér hinum megin á hnettinum, á stað sem þú hefur aldrei komið til. Það er líklegt að þið deilið einu mesta kraftaverki mannkynsins; að hafa fengið bólusetningar í barnæsku. Nú er alþjóðleg vika bólusetninga og 50 ára afmæli reglubundinna barnabólusetninga á heimsvísu og í tilefni af því hafa UNICEF á Íslandi, Controlant og sóttvarnalæknir sameinað krafta sína í sérstakt ákallsverkefni til að koma þeim upplýsingum til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi, óháð uppruna og þjóðerni, að bólusetningar eru mikilvægar og hvert hægt er að fara til að fá þær fyrir öll börn. Að bjarga sem nemur sex mannslífum á hverri einustu mínútu í fimm áratugi er árangur sem byggt hefur á samvinnu. Ríkisstjórnir, hjálparstofnanir, þúsundir vísindamanna, heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar og sjálfboðaliðar komu okkur þangað sem við erum í dag. Í heim þar sem við við höfum útrýmt bólusótt og næstum því útrýmt lömunarveiki; í heim þar sem fyrsta bóluefnið gegn einum banvænasta sjúkdómi heims –malaríu– hefur nýverið verið sett á markað í Afríku. Í heim þar sem fleiri börn en nokkru sinni fyrr í sögunni lifa til að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Þú ert hluti af þessari sögu. Vegna þess að með því að fá bólusetningu hefur þú hjálpað til við að vernda aðra, rétt eins og aðrir sem eru bólusettir hafa hjálpað til við að vernda þig. En við megum ekki sofna á verðinum og halda að sigurinn sé í höfn. Það er raunverulegt áhyggjuefni að heimsfaraldur COVID-19 hafi ýtt árangri á heimsvísu aftur um þrjá áratugi og að þátttaka í lykilbólusetningum barna hafi dregist saman á Íslandi. Ef ekki er gripið inn í er heimurinn langt frá því að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um heilsu og vellíðan. Öll börn eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það á einnig við um þau börn sem búa eða dvelja hér á landi, óháð þjóðerni, ríkisfangi eða félagslegri stöðu. Sjúkdómar virða engin landamæri og með bólusetningum er hægt að koma í veg fyrir að börn veikist alvarlega og eins vernda þau börn sem ekki geta þegið bólusetningar vegna ungs aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Það er því einstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu ákalli með sóttvarnarlækni og Controlant. Við erum svo lánsöm hér á Íslandi að aðgengi að bólusetningum er greitt og þær ókeypis á öllum heilsugæslum landsins. Svo er ekki alls staðar og oft þarf að fara langar vegalengdir til að ná til barna á afskekktum svæðum. Þá skiptir aðfangakeðjan lykilmáli. Það varð alkunna í heimsfaraldri COVID-19 hversu miklu máli órofin kælikeðja skipti þegar íslenska tæknifyrirtækið Controlant tryggði ofurkælingu eins af bóluefnunum sem notuð voru, í dreifingu þess út um allan heim. Við hjá UNICEF, sóttvarnarlækni og Controlant störfum öll að bólusetningum, hvert á okkar hátt og þekkjum af fyrstu hendi áskoranirnar og sigrana. Samstarf okkar við þessa vitundarvakningu er einnig skýrt dæmi um það samstarf ólíkra aðila, sem ég vék að áðan, sem þarf til að tryggja öllum börnum þau tækifæri til lífs, þroska og heilsu sem bóluefnin veita. Við vonumst til að ná til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi með upplýsingar um mikilvægi bólusetninga og hvert sé hægt að fara með börn til að fá reglubundnar bólusetningar. Stöndum vörð um stærsta afrek mannkyns, því ekkert barn ætti að deyja úr sjúkdómi sem við kunnum að koma í veg fyrir. Með frekari fjárfestingum og með þátttöku í reglubundnum bólusetningum getum við verið kynslóðin sem gerir útrýmingu fleiri sjúkdóma mögulega. Fyrir hönd barna um allan heim, segi ég takk. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun