Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld Birna Þórarinsdóttir skrifar 26. apríl 2024 09:00 Fyrirsögn þessarar greinar vísar í afrek sem virðist göldrum líkast. Eins og eitthvað úr ofurhetjusögum. En ofurhetjan hér ber enga skikkju og kemur í ofurlitlu glasi sem síðustu 50 árin hefur bjargað nærri 154 milljónum mannslífa um allan heim. Þessi hetja er ódýrasta, öruggasta og skilvirkasta leiðin sem mannkynið á til að bjarga lífum með því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Og talandi um galdra. Hugsaðu þér manneskju. Ekki einhverja sem þú þekkir heldur einhverja sem þú hefur aldrei hitt. Sjáðu þessa manneskju fyrir þér hinum megin á hnettinum, á stað sem þú hefur aldrei komið til. Það er líklegt að þið deilið einu mesta kraftaverki mannkynsins; að hafa fengið bólusetningar í barnæsku. Nú er alþjóðleg vika bólusetninga og 50 ára afmæli reglubundinna barnabólusetninga á heimsvísu og í tilefni af því hafa UNICEF á Íslandi, Controlant og sóttvarnalæknir sameinað krafta sína í sérstakt ákallsverkefni til að koma þeim upplýsingum til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi, óháð uppruna og þjóðerni, að bólusetningar eru mikilvægar og hvert hægt er að fara til að fá þær fyrir öll börn. Að bjarga sem nemur sex mannslífum á hverri einustu mínútu í fimm áratugi er árangur sem byggt hefur á samvinnu. Ríkisstjórnir, hjálparstofnanir, þúsundir vísindamanna, heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar og sjálfboðaliðar komu okkur þangað sem við erum í dag. Í heim þar sem við við höfum útrýmt bólusótt og næstum því útrýmt lömunarveiki; í heim þar sem fyrsta bóluefnið gegn einum banvænasta sjúkdómi heims –malaríu– hefur nýverið verið sett á markað í Afríku. Í heim þar sem fleiri börn en nokkru sinni fyrr í sögunni lifa til að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Þú ert hluti af þessari sögu. Vegna þess að með því að fá bólusetningu hefur þú hjálpað til við að vernda aðra, rétt eins og aðrir sem eru bólusettir hafa hjálpað til við að vernda þig. En við megum ekki sofna á verðinum og halda að sigurinn sé í höfn. Það er raunverulegt áhyggjuefni að heimsfaraldur COVID-19 hafi ýtt árangri á heimsvísu aftur um þrjá áratugi og að þátttaka í lykilbólusetningum barna hafi dregist saman á Íslandi. Ef ekki er gripið inn í er heimurinn langt frá því að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um heilsu og vellíðan. Öll börn eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það á einnig við um þau börn sem búa eða dvelja hér á landi, óháð þjóðerni, ríkisfangi eða félagslegri stöðu. Sjúkdómar virða engin landamæri og með bólusetningum er hægt að koma í veg fyrir að börn veikist alvarlega og eins vernda þau börn sem ekki geta þegið bólusetningar vegna ungs aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Það er því einstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu ákalli með sóttvarnarlækni og Controlant. Við erum svo lánsöm hér á Íslandi að aðgengi að bólusetningum er greitt og þær ókeypis á öllum heilsugæslum landsins. Svo er ekki alls staðar og oft þarf að fara langar vegalengdir til að ná til barna á afskekktum svæðum. Þá skiptir aðfangakeðjan lykilmáli. Það varð alkunna í heimsfaraldri COVID-19 hversu miklu máli órofin kælikeðja skipti þegar íslenska tæknifyrirtækið Controlant tryggði ofurkælingu eins af bóluefnunum sem notuð voru, í dreifingu þess út um allan heim. Við hjá UNICEF, sóttvarnarlækni og Controlant störfum öll að bólusetningum, hvert á okkar hátt og þekkjum af fyrstu hendi áskoranirnar og sigrana. Samstarf okkar við þessa vitundarvakningu er einnig skýrt dæmi um það samstarf ólíkra aðila, sem ég vék að áðan, sem þarf til að tryggja öllum börnum þau tækifæri til lífs, þroska og heilsu sem bóluefnin veita. Við vonumst til að ná til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi með upplýsingar um mikilvægi bólusetninga og hvert sé hægt að fara með börn til að fá reglubundnar bólusetningar. Stöndum vörð um stærsta afrek mannkyns, því ekkert barn ætti að deyja úr sjúkdómi sem við kunnum að koma í veg fyrir. Með frekari fjárfestingum og með þátttöku í reglubundnum bólusetningum getum við verið kynslóðin sem gerir útrýmingu fleiri sjúkdóma mögulega. Fyrir hönd barna um allan heim, segi ég takk. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Hjálparstarf Bólusetningar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessarar greinar vísar í afrek sem virðist göldrum líkast. Eins og eitthvað úr ofurhetjusögum. En ofurhetjan hér ber enga skikkju og kemur í ofurlitlu glasi sem síðustu 50 árin hefur bjargað nærri 154 milljónum mannslífa um allan heim. Þessi hetja er ódýrasta, öruggasta og skilvirkasta leiðin sem mannkynið á til að bjarga lífum með því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Og talandi um galdra. Hugsaðu þér manneskju. Ekki einhverja sem þú þekkir heldur einhverja sem þú hefur aldrei hitt. Sjáðu þessa manneskju fyrir þér hinum megin á hnettinum, á stað sem þú hefur aldrei komið til. Það er líklegt að þið deilið einu mesta kraftaverki mannkynsins; að hafa fengið bólusetningar í barnæsku. Nú er alþjóðleg vika bólusetninga og 50 ára afmæli reglubundinna barnabólusetninga á heimsvísu og í tilefni af því hafa UNICEF á Íslandi, Controlant og sóttvarnalæknir sameinað krafta sína í sérstakt ákallsverkefni til að koma þeim upplýsingum til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi, óháð uppruna og þjóðerni, að bólusetningar eru mikilvægar og hvert hægt er að fara til að fá þær fyrir öll börn. Að bjarga sem nemur sex mannslífum á hverri einustu mínútu í fimm áratugi er árangur sem byggt hefur á samvinnu. Ríkisstjórnir, hjálparstofnanir, þúsundir vísindamanna, heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar og sjálfboðaliðar komu okkur þangað sem við erum í dag. Í heim þar sem við við höfum útrýmt bólusótt og næstum því útrýmt lömunarveiki; í heim þar sem fyrsta bóluefnið gegn einum banvænasta sjúkdómi heims –malaríu– hefur nýverið verið sett á markað í Afríku. Í heim þar sem fleiri börn en nokkru sinni fyrr í sögunni lifa til að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Þú ert hluti af þessari sögu. Vegna þess að með því að fá bólusetningu hefur þú hjálpað til við að vernda aðra, rétt eins og aðrir sem eru bólusettir hafa hjálpað til við að vernda þig. En við megum ekki sofna á verðinum og halda að sigurinn sé í höfn. Það er raunverulegt áhyggjuefni að heimsfaraldur COVID-19 hafi ýtt árangri á heimsvísu aftur um þrjá áratugi og að þátttaka í lykilbólusetningum barna hafi dregist saman á Íslandi. Ef ekki er gripið inn í er heimurinn langt frá því að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um heilsu og vellíðan. Öll börn eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það á einnig við um þau börn sem búa eða dvelja hér á landi, óháð þjóðerni, ríkisfangi eða félagslegri stöðu. Sjúkdómar virða engin landamæri og með bólusetningum er hægt að koma í veg fyrir að börn veikist alvarlega og eins vernda þau börn sem ekki geta þegið bólusetningar vegna ungs aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Það er því einstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu ákalli með sóttvarnarlækni og Controlant. Við erum svo lánsöm hér á Íslandi að aðgengi að bólusetningum er greitt og þær ókeypis á öllum heilsugæslum landsins. Svo er ekki alls staðar og oft þarf að fara langar vegalengdir til að ná til barna á afskekktum svæðum. Þá skiptir aðfangakeðjan lykilmáli. Það varð alkunna í heimsfaraldri COVID-19 hversu miklu máli órofin kælikeðja skipti þegar íslenska tæknifyrirtækið Controlant tryggði ofurkælingu eins af bóluefnunum sem notuð voru, í dreifingu þess út um allan heim. Við hjá UNICEF, sóttvarnarlækni og Controlant störfum öll að bólusetningum, hvert á okkar hátt og þekkjum af fyrstu hendi áskoranirnar og sigrana. Samstarf okkar við þessa vitundarvakningu er einnig skýrt dæmi um það samstarf ólíkra aðila, sem ég vék að áðan, sem þarf til að tryggja öllum börnum þau tækifæri til lífs, þroska og heilsu sem bóluefnin veita. Við vonumst til að ná til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi með upplýsingar um mikilvægi bólusetninga og hvert sé hægt að fara með börn til að fá reglubundnar bólusetningar. Stöndum vörð um stærsta afrek mannkyns, því ekkert barn ætti að deyja úr sjúkdómi sem við kunnum að koma í veg fyrir. Með frekari fjárfestingum og með þátttöku í reglubundnum bólusetningum getum við verið kynslóðin sem gerir útrýmingu fleiri sjúkdóma mögulega. Fyrir hönd barna um allan heim, segi ég takk. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun