Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld Birna Þórarinsdóttir skrifar 26. apríl 2024 09:00 Fyrirsögn þessarar greinar vísar í afrek sem virðist göldrum líkast. Eins og eitthvað úr ofurhetjusögum. En ofurhetjan hér ber enga skikkju og kemur í ofurlitlu glasi sem síðustu 50 árin hefur bjargað nærri 154 milljónum mannslífa um allan heim. Þessi hetja er ódýrasta, öruggasta og skilvirkasta leiðin sem mannkynið á til að bjarga lífum með því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Og talandi um galdra. Hugsaðu þér manneskju. Ekki einhverja sem þú þekkir heldur einhverja sem þú hefur aldrei hitt. Sjáðu þessa manneskju fyrir þér hinum megin á hnettinum, á stað sem þú hefur aldrei komið til. Það er líklegt að þið deilið einu mesta kraftaverki mannkynsins; að hafa fengið bólusetningar í barnæsku. Nú er alþjóðleg vika bólusetninga og 50 ára afmæli reglubundinna barnabólusetninga á heimsvísu og í tilefni af því hafa UNICEF á Íslandi, Controlant og sóttvarnalæknir sameinað krafta sína í sérstakt ákallsverkefni til að koma þeim upplýsingum til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi, óháð uppruna og þjóðerni, að bólusetningar eru mikilvægar og hvert hægt er að fara til að fá þær fyrir öll börn. Að bjarga sem nemur sex mannslífum á hverri einustu mínútu í fimm áratugi er árangur sem byggt hefur á samvinnu. Ríkisstjórnir, hjálparstofnanir, þúsundir vísindamanna, heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar og sjálfboðaliðar komu okkur þangað sem við erum í dag. Í heim þar sem við við höfum útrýmt bólusótt og næstum því útrýmt lömunarveiki; í heim þar sem fyrsta bóluefnið gegn einum banvænasta sjúkdómi heims –malaríu– hefur nýverið verið sett á markað í Afríku. Í heim þar sem fleiri börn en nokkru sinni fyrr í sögunni lifa til að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Þú ert hluti af þessari sögu. Vegna þess að með því að fá bólusetningu hefur þú hjálpað til við að vernda aðra, rétt eins og aðrir sem eru bólusettir hafa hjálpað til við að vernda þig. En við megum ekki sofna á verðinum og halda að sigurinn sé í höfn. Það er raunverulegt áhyggjuefni að heimsfaraldur COVID-19 hafi ýtt árangri á heimsvísu aftur um þrjá áratugi og að þátttaka í lykilbólusetningum barna hafi dregist saman á Íslandi. Ef ekki er gripið inn í er heimurinn langt frá því að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um heilsu og vellíðan. Öll börn eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það á einnig við um þau börn sem búa eða dvelja hér á landi, óháð þjóðerni, ríkisfangi eða félagslegri stöðu. Sjúkdómar virða engin landamæri og með bólusetningum er hægt að koma í veg fyrir að börn veikist alvarlega og eins vernda þau börn sem ekki geta þegið bólusetningar vegna ungs aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Það er því einstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu ákalli með sóttvarnarlækni og Controlant. Við erum svo lánsöm hér á Íslandi að aðgengi að bólusetningum er greitt og þær ókeypis á öllum heilsugæslum landsins. Svo er ekki alls staðar og oft þarf að fara langar vegalengdir til að ná til barna á afskekktum svæðum. Þá skiptir aðfangakeðjan lykilmáli. Það varð alkunna í heimsfaraldri COVID-19 hversu miklu máli órofin kælikeðja skipti þegar íslenska tæknifyrirtækið Controlant tryggði ofurkælingu eins af bóluefnunum sem notuð voru, í dreifingu þess út um allan heim. Við hjá UNICEF, sóttvarnarlækni og Controlant störfum öll að bólusetningum, hvert á okkar hátt og þekkjum af fyrstu hendi áskoranirnar og sigrana. Samstarf okkar við þessa vitundarvakningu er einnig skýrt dæmi um það samstarf ólíkra aðila, sem ég vék að áðan, sem þarf til að tryggja öllum börnum þau tækifæri til lífs, þroska og heilsu sem bóluefnin veita. Við vonumst til að ná til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi með upplýsingar um mikilvægi bólusetninga og hvert sé hægt að fara með börn til að fá reglubundnar bólusetningar. Stöndum vörð um stærsta afrek mannkyns, því ekkert barn ætti að deyja úr sjúkdómi sem við kunnum að koma í veg fyrir. Með frekari fjárfestingum og með þátttöku í reglubundnum bólusetningum getum við verið kynslóðin sem gerir útrýmingu fleiri sjúkdóma mögulega. Fyrir hönd barna um allan heim, segi ég takk. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Hjálparstarf Bólusetningar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessarar greinar vísar í afrek sem virðist göldrum líkast. Eins og eitthvað úr ofurhetjusögum. En ofurhetjan hér ber enga skikkju og kemur í ofurlitlu glasi sem síðustu 50 árin hefur bjargað nærri 154 milljónum mannslífa um allan heim. Þessi hetja er ódýrasta, öruggasta og skilvirkasta leiðin sem mannkynið á til að bjarga lífum með því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Og talandi um galdra. Hugsaðu þér manneskju. Ekki einhverja sem þú þekkir heldur einhverja sem þú hefur aldrei hitt. Sjáðu þessa manneskju fyrir þér hinum megin á hnettinum, á stað sem þú hefur aldrei komið til. Það er líklegt að þið deilið einu mesta kraftaverki mannkynsins; að hafa fengið bólusetningar í barnæsku. Nú er alþjóðleg vika bólusetninga og 50 ára afmæli reglubundinna barnabólusetninga á heimsvísu og í tilefni af því hafa UNICEF á Íslandi, Controlant og sóttvarnalæknir sameinað krafta sína í sérstakt ákallsverkefni til að koma þeim upplýsingum til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi, óháð uppruna og þjóðerni, að bólusetningar eru mikilvægar og hvert hægt er að fara til að fá þær fyrir öll börn. Að bjarga sem nemur sex mannslífum á hverri einustu mínútu í fimm áratugi er árangur sem byggt hefur á samvinnu. Ríkisstjórnir, hjálparstofnanir, þúsundir vísindamanna, heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar og sjálfboðaliðar komu okkur þangað sem við erum í dag. Í heim þar sem við við höfum útrýmt bólusótt og næstum því útrýmt lömunarveiki; í heim þar sem fyrsta bóluefnið gegn einum banvænasta sjúkdómi heims –malaríu– hefur nýverið verið sett á markað í Afríku. Í heim þar sem fleiri börn en nokkru sinni fyrr í sögunni lifa til að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Þú ert hluti af þessari sögu. Vegna þess að með því að fá bólusetningu hefur þú hjálpað til við að vernda aðra, rétt eins og aðrir sem eru bólusettir hafa hjálpað til við að vernda þig. En við megum ekki sofna á verðinum og halda að sigurinn sé í höfn. Það er raunverulegt áhyggjuefni að heimsfaraldur COVID-19 hafi ýtt árangri á heimsvísu aftur um þrjá áratugi og að þátttaka í lykilbólusetningum barna hafi dregist saman á Íslandi. Ef ekki er gripið inn í er heimurinn langt frá því að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um heilsu og vellíðan. Öll börn eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það á einnig við um þau börn sem búa eða dvelja hér á landi, óháð þjóðerni, ríkisfangi eða félagslegri stöðu. Sjúkdómar virða engin landamæri og með bólusetningum er hægt að koma í veg fyrir að börn veikist alvarlega og eins vernda þau börn sem ekki geta þegið bólusetningar vegna ungs aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Það er því einstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu ákalli með sóttvarnarlækni og Controlant. Við erum svo lánsöm hér á Íslandi að aðgengi að bólusetningum er greitt og þær ókeypis á öllum heilsugæslum landsins. Svo er ekki alls staðar og oft þarf að fara langar vegalengdir til að ná til barna á afskekktum svæðum. Þá skiptir aðfangakeðjan lykilmáli. Það varð alkunna í heimsfaraldri COVID-19 hversu miklu máli órofin kælikeðja skipti þegar íslenska tæknifyrirtækið Controlant tryggði ofurkælingu eins af bóluefnunum sem notuð voru, í dreifingu þess út um allan heim. Við hjá UNICEF, sóttvarnarlækni og Controlant störfum öll að bólusetningum, hvert á okkar hátt og þekkjum af fyrstu hendi áskoranirnar og sigrana. Samstarf okkar við þessa vitundarvakningu er einnig skýrt dæmi um það samstarf ólíkra aðila, sem ég vék að áðan, sem þarf til að tryggja öllum börnum þau tækifæri til lífs, þroska og heilsu sem bóluefnin veita. Við vonumst til að ná til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi með upplýsingar um mikilvægi bólusetninga og hvert sé hægt að fara með börn til að fá reglubundnar bólusetningar. Stöndum vörð um stærsta afrek mannkyns, því ekkert barn ætti að deyja úr sjúkdómi sem við kunnum að koma í veg fyrir. Með frekari fjárfestingum og með þátttöku í reglubundnum bólusetningum getum við verið kynslóðin sem gerir útrýmingu fleiri sjúkdóma mögulega. Fyrir hönd barna um allan heim, segi ég takk. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun