Svik við þjóðina Alfreð Sturla Böðvarsson skrifar 26. apríl 2024 08:00 Ég hef einungis lauslega rennt í gegnum hið 124 blaðsíðna frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna, um lagareldi, en í greinum og viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum, og í miklum meirihluta hinna 306 athugasemda við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram afar hörð gagnrýni á þetta frumvarp. Eftir þennan lestur er skoðun mín, og held ég ansi margra, að þetta frumvarp gangi gegn öllum helstu hagsmunum þjóðarinnar. Fyrst ber að nefna fjárhagslega hagsmuni. Eins og bent hefur verið á, innheimta Norðmenn 19 milljarða í gjöld af laxeldisfyrirtækjum með útboði á leyfum til laxeldis í norskum fjörðum. Samkvæmt þessu frumvarpi stendur ekki til að bjóða út leyfin, heldur gefa þau. Maður spyr sig, hvers vegna? Stjórnvöld eiga að bjóða út þessi leyfi, því þannig hámörkum við virði auðlindarinnar. Og stjórnvöldum ber skylda til þess að hámarka virði auðlinda landsins. Að gefa leyfin er ekkert annað en stórkostleg embættisglöp, og svik við ríkissjóð, svik við þjóðina. Það er verið að hlunnfara ríkið, hafa af ríkinu milljarða tekjur, með því að gefa leyfin. Hvers vegna gerir enginn stjórnarþingmaður athugasemd við þessar gjafir matvælaráðherra til norskra laxeldisfyrirtækja? Hvernig hafa þeir samvisku í að þegja þunnu hljóði? Hvar er fjármálaráðherra, sem ber ábyrgð á ríkisfjármálum? Af hverju samþykkir hann að láta hlunnfara ríkiskassann um fleiri milljarða árlega? Af hverju samþykkir ríkisstjórn Íslands það? Það er ekki eins og við gætum ekki notað þessa milljarða, við þurfum að afla þeirra tekna sem við mögulega getum, til þess að fjármagna framkvæmdir ríkisins. Ef það fyndist gull á hálendinu, myndum við gefa erlendum námufyrirtækjum hálendið? Það kæmi aldrei til greina. En það á að gefa aðgang að fjörðum landsins? Kemur ekki greina af minni hálfu. Og held ég nokkurn veginn allra annarra Íslendinga. Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld afsala sér þessum tekjum. Svo er það eftirlit með þessum iðnaði. Iðnaðurinn sjálfur á að sjá um það. Bíðum nú aðeins. Það hefur margoft komið í ljós að þessum iðnaði er ekki treystandi til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það er nóg að fylgjast aðeins með fréttum til þess að sannfærast um að þetta fyrirkomulag er aldrei að fara að virka. Laxeldisfyrirtækin hafa fyrir löngu síðan fyrirgert rétti sínum til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það á að sjálfsögðu að byggja upp öfluga eftirlitsstofnun með hluta af skatttekjum af útboði á laxeldisleyfum, og hún sér um þetta eftirlit. Annað er einfaldlega fásinna. Og gengur freklega gegn hagsmunum okkar, sem verðum að hafa mjög strangt eftirlit með þessum iðnaði. Þetta frumvarp virðist heldur ekkert taka mið af svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra, og engan lærdóm draga af henni. Engar refsingar eru gerðar við stroki úr kvíum, og allt að 20% af eldislaxi má drepast í kvíum. Villti laxastofninn við landið er einn af okkar auðlindum og það á einfaldlega að heimila norskum laxeldisfyrirtækjum að eyðileggja hann með þessu frumvarpi - algerlega ókeypis. Að síðustu má nefna hagsmuni ferðaþjónustunnar, sem byggir allt sitt á orðspori Íslands sem útvörð óspilltrar og hreinnar náttúru í Evrópu. Sjókvíaeldi er afskaplega mengandi iðnaður og ef hann fær að útbía firði í kringum landið í enn stærri stíl, verður það ekki bara villti laxinn sem mun hverfa, heldur mun lífríkið í fjörðunum líka bíða stóran skaða af. Svo ekki sé talað um orðspor Íslands sem hreint land, fagurt land. Við munum koma í heimsfréttirnar sem landið sem eyddi einum síðasta villta laxastofni heims, og þeir sem að því stóðu þurfa ekki einu sinni að greiða fyrir skemmdarverkið. Þeir mega sóða út eins og þeim sýnist og enginn er að fylgjast með sóðaskapnum, því þeir segjast gera það sjálfir. Orðspor Íslands mun stórskaðast ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna. Ég hvet fólk sem er annt um landið okkar að senda inn athugasemdir við frumvarpið á samráðsgátt stjórnvalda, það er hægt að gera það hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3625. Aðeins með því að sýna fram á hvað við erum ósátt við þessa ósvinnu getum við reynt að afstýra þeirri eyðileggingu sem felst í þessu frumvarpi. Þessi ríkisstjórn hefur fyrir löngu síðan gert nóg af sér. Þetta frumvarp er ekkert annað en landráð. Höfundur er skattgreiðandi og áhugamaður um ábyrga stjórnarhætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef einungis lauslega rennt í gegnum hið 124 blaðsíðna frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna, um lagareldi, en í greinum og viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum, og í miklum meirihluta hinna 306 athugasemda við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram afar hörð gagnrýni á þetta frumvarp. Eftir þennan lestur er skoðun mín, og held ég ansi margra, að þetta frumvarp gangi gegn öllum helstu hagsmunum þjóðarinnar. Fyrst ber að nefna fjárhagslega hagsmuni. Eins og bent hefur verið á, innheimta Norðmenn 19 milljarða í gjöld af laxeldisfyrirtækjum með útboði á leyfum til laxeldis í norskum fjörðum. Samkvæmt þessu frumvarpi stendur ekki til að bjóða út leyfin, heldur gefa þau. Maður spyr sig, hvers vegna? Stjórnvöld eiga að bjóða út þessi leyfi, því þannig hámörkum við virði auðlindarinnar. Og stjórnvöldum ber skylda til þess að hámarka virði auðlinda landsins. Að gefa leyfin er ekkert annað en stórkostleg embættisglöp, og svik við ríkissjóð, svik við þjóðina. Það er verið að hlunnfara ríkið, hafa af ríkinu milljarða tekjur, með því að gefa leyfin. Hvers vegna gerir enginn stjórnarþingmaður athugasemd við þessar gjafir matvælaráðherra til norskra laxeldisfyrirtækja? Hvernig hafa þeir samvisku í að þegja þunnu hljóði? Hvar er fjármálaráðherra, sem ber ábyrgð á ríkisfjármálum? Af hverju samþykkir hann að láta hlunnfara ríkiskassann um fleiri milljarða árlega? Af hverju samþykkir ríkisstjórn Íslands það? Það er ekki eins og við gætum ekki notað þessa milljarða, við þurfum að afla þeirra tekna sem við mögulega getum, til þess að fjármagna framkvæmdir ríkisins. Ef það fyndist gull á hálendinu, myndum við gefa erlendum námufyrirtækjum hálendið? Það kæmi aldrei til greina. En það á að gefa aðgang að fjörðum landsins? Kemur ekki greina af minni hálfu. Og held ég nokkurn veginn allra annarra Íslendinga. Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld afsala sér þessum tekjum. Svo er það eftirlit með þessum iðnaði. Iðnaðurinn sjálfur á að sjá um það. Bíðum nú aðeins. Það hefur margoft komið í ljós að þessum iðnaði er ekki treystandi til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það er nóg að fylgjast aðeins með fréttum til þess að sannfærast um að þetta fyrirkomulag er aldrei að fara að virka. Laxeldisfyrirtækin hafa fyrir löngu síðan fyrirgert rétti sínum til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það á að sjálfsögðu að byggja upp öfluga eftirlitsstofnun með hluta af skatttekjum af útboði á laxeldisleyfum, og hún sér um þetta eftirlit. Annað er einfaldlega fásinna. Og gengur freklega gegn hagsmunum okkar, sem verðum að hafa mjög strangt eftirlit með þessum iðnaði. Þetta frumvarp virðist heldur ekkert taka mið af svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra, og engan lærdóm draga af henni. Engar refsingar eru gerðar við stroki úr kvíum, og allt að 20% af eldislaxi má drepast í kvíum. Villti laxastofninn við landið er einn af okkar auðlindum og það á einfaldlega að heimila norskum laxeldisfyrirtækjum að eyðileggja hann með þessu frumvarpi - algerlega ókeypis. Að síðustu má nefna hagsmuni ferðaþjónustunnar, sem byggir allt sitt á orðspori Íslands sem útvörð óspilltrar og hreinnar náttúru í Evrópu. Sjókvíaeldi er afskaplega mengandi iðnaður og ef hann fær að útbía firði í kringum landið í enn stærri stíl, verður það ekki bara villti laxinn sem mun hverfa, heldur mun lífríkið í fjörðunum líka bíða stóran skaða af. Svo ekki sé talað um orðspor Íslands sem hreint land, fagurt land. Við munum koma í heimsfréttirnar sem landið sem eyddi einum síðasta villta laxastofni heims, og þeir sem að því stóðu þurfa ekki einu sinni að greiða fyrir skemmdarverkið. Þeir mega sóða út eins og þeim sýnist og enginn er að fylgjast með sóðaskapnum, því þeir segjast gera það sjálfir. Orðspor Íslands mun stórskaðast ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna. Ég hvet fólk sem er annt um landið okkar að senda inn athugasemdir við frumvarpið á samráðsgátt stjórnvalda, það er hægt að gera það hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3625. Aðeins með því að sýna fram á hvað við erum ósátt við þessa ósvinnu getum við reynt að afstýra þeirri eyðileggingu sem felst í þessu frumvarpi. Þessi ríkisstjórn hefur fyrir löngu síðan gert nóg af sér. Þetta frumvarp er ekkert annað en landráð. Höfundur er skattgreiðandi og áhugamaður um ábyrga stjórnarhætti.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar