Pétur Einarsson leikari látinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. apríl 2024 14:17 Pétur var valinn heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur 2017. Pétur Einarsson, leikari, leikstjóri og fyrrverandi skólastjóri Leiklistarskóla Íslands er látinn, 83 ára að aldri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 24. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Péturs. Henni fylgir æviágrip um líf hans og störf, en hann var umsvifamikill á sviði leiklistar hér á landi. Pétur fæddist 31. október 1940 í Vestmannaeyjum, sonur Einars Guttormssonar læknis og Margrétar Kristínar Pétursdóttur húsmóður. Pétur lauk námi frá Leiklistarskóla LR og stundaði leiklistarnám í Háskólanum í Georgíu í Bandaríkjunum. Pétur kom víða við á ferlinum en hann vann lengst af hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann lék á tíunda tug hlutverka í leiksýningum félagsins. Má þar nefna Dúfnaveisluna, Atómstöðina, Selurinn hefur mannsaugu, Pétur og Rúna og Hart í bak. Hann lék Greger Werle í Villiöndinni árið 1975, titilhlutverkið í Makbeð ári síðar og aðalhlutverkið í Sölumaður deyr árið 2002. Síðasta hlutverk hans var þjónninn í Kirsuberjagarðinum árið 2011. Pétur var valinn heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur 2017. Pétur lék einleikinn Býr Íslendingur hér hjá Íslenska leikhúsinu árið 1993 og fór með sýninguna í leikferð til Þýskalands og lék hana á þýsku. Helstu hlutverk hans í sjónvarpi voru Loftur í Galdra-Lofti árið 1970 og Gunnar í Degi vonar árið 1988. Pétur leikstýrði fjölda verkefna meðal annars Poppleiknum Óla, rokkóperunni Súperstar og Lokaæfingu. Pétur var fyrsti skólastjóri Leiklistarskóla Íslands eftir stofnun hans árið 1975. Hann gegndi þeirri stöðu til ársins 1983 og byggði þar upp grunn að leiklistarmenntun á Íslandi, sem fluttist síðar yfir í Listaháskóla Íslands. Hann kenndi leiktúlkun bæði meðan hann var skólastjóri og síðar. Pétur var í leikhúsráði Leikfélags Reykjavíkur, stofnfélagi Félags leikstjóra á Íslandi og formaður þess um tíma, formaður Sambands félaga leikstjóra á Norðurlöndunum, formaður Leiklistarráðs, ritari Leiklistarsambands Íslands og fulltrúi Íslands í stjórn Norræna leiklistarsambandsins. Hann sat um tíma í stjórn Bandalags íslenskra listamanna, Listaháskóla Íslands og Kvikmyndasjóðs auk þess sem hann var fulltrúi Íslands í Norrænu leiklistarnefndinni. Um langt skeið vann Pétur við að hjálpa fólki að hætta að reykja með aðferð Allen Carr´s, The Easy Way to Stop Smoking. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Birgitte Heide, listdansari og kennari hjá Listdansskóla Íslands. Pétur lætur eftir sig sex börn og ellefu barnabörn. Andlát Menning Leikhús Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Péturs. Henni fylgir æviágrip um líf hans og störf, en hann var umsvifamikill á sviði leiklistar hér á landi. Pétur fæddist 31. október 1940 í Vestmannaeyjum, sonur Einars Guttormssonar læknis og Margrétar Kristínar Pétursdóttur húsmóður. Pétur lauk námi frá Leiklistarskóla LR og stundaði leiklistarnám í Háskólanum í Georgíu í Bandaríkjunum. Pétur kom víða við á ferlinum en hann vann lengst af hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann lék á tíunda tug hlutverka í leiksýningum félagsins. Má þar nefna Dúfnaveisluna, Atómstöðina, Selurinn hefur mannsaugu, Pétur og Rúna og Hart í bak. Hann lék Greger Werle í Villiöndinni árið 1975, titilhlutverkið í Makbeð ári síðar og aðalhlutverkið í Sölumaður deyr árið 2002. Síðasta hlutverk hans var þjónninn í Kirsuberjagarðinum árið 2011. Pétur var valinn heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur 2017. Pétur lék einleikinn Býr Íslendingur hér hjá Íslenska leikhúsinu árið 1993 og fór með sýninguna í leikferð til Þýskalands og lék hana á þýsku. Helstu hlutverk hans í sjónvarpi voru Loftur í Galdra-Lofti árið 1970 og Gunnar í Degi vonar árið 1988. Pétur leikstýrði fjölda verkefna meðal annars Poppleiknum Óla, rokkóperunni Súperstar og Lokaæfingu. Pétur var fyrsti skólastjóri Leiklistarskóla Íslands eftir stofnun hans árið 1975. Hann gegndi þeirri stöðu til ársins 1983 og byggði þar upp grunn að leiklistarmenntun á Íslandi, sem fluttist síðar yfir í Listaháskóla Íslands. Hann kenndi leiktúlkun bæði meðan hann var skólastjóri og síðar. Pétur var í leikhúsráði Leikfélags Reykjavíkur, stofnfélagi Félags leikstjóra á Íslandi og formaður þess um tíma, formaður Sambands félaga leikstjóra á Norðurlöndunum, formaður Leiklistarráðs, ritari Leiklistarsambands Íslands og fulltrúi Íslands í stjórn Norræna leiklistarsambandsins. Hann sat um tíma í stjórn Bandalags íslenskra listamanna, Listaháskóla Íslands og Kvikmyndasjóðs auk þess sem hann var fulltrúi Íslands í Norrænu leiklistarnefndinni. Um langt skeið vann Pétur við að hjálpa fólki að hætta að reykja með aðferð Allen Carr´s, The Easy Way to Stop Smoking. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Birgitte Heide, listdansari og kennari hjá Listdansskóla Íslands. Pétur lætur eftir sig sex börn og ellefu barnabörn.
Andlát Menning Leikhús Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira