„Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2024 13:38 Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar. Vísir/vilhelm Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. Fyrstu umræðu um frumvarp matvælaráðherra til heildarlöggjafar um lagareldi lauk á Alþingi í gær og frumvarpinu vísað til atvinnuveganefndar, sem mun taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Frumvarpið nær til sjókvíaeldis, landeldis og hafeldis - og hefur reynst afar umdeilt. Einkum hefur gagnrýni lotið að því að afhenda eigi fiskeldisfyrirtækjum firði til sjókvíaeldis ótímabundið. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir frumvarpið og málið allt gríðarefnismikið og flókið. Er eitthvað í því sem þú staldrar við? „Já, það er náttúrulega þetta sem hefur verið efst á baugi undanfarna daga, þessi leyfi. Hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Við þurfum að fara bara mjög vel yfir það í nefndinni hvernig við getum nálgast það, hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Og það eru fleiri atriði þarna sem þarf að fara vel yfir,“ segir Þórarinn. Hann telur ýmislegt í frumvarpinu til bóta en kveðst skilja gagnrýni umhverfissinna. „Þetta verður flókið samspil fyrir okkur í nefndinni, að reyna að finna þennan gullna meðalveg þarna á milli og það er verkefnið fram á sumarið og verður gríðarlegt verkefni fyrir nefndina að fara í gegnum þetta.“ Telurðu að frumvarpið muni taka miklum breytingum í ykkar meðförum? „Það er of snemmt að segja til um það.“ Er þetta umdeilt í þinum flokki? „Nei, ekki þannig séð. Það eru náttúrulega ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti en við sjáum það í Framsókn að sjókvíaeldi er komið til að vera,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar. Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Eigendur sjókvíaeldis þurfa ekki að greiða auðlindagjald Svæðum til fiskeldis í sjó verður úthlutað samkvæmt útboðum sem leyfishafar greiða fyrir, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra. Þeim verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutinn án endurgjalds til ríkisins. 24. apríl 2024 19:41 Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp matvælaráðherra til heildarlöggjafar um lagareldi lauk á Alþingi í gær og frumvarpinu vísað til atvinnuveganefndar, sem mun taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Frumvarpið nær til sjókvíaeldis, landeldis og hafeldis - og hefur reynst afar umdeilt. Einkum hefur gagnrýni lotið að því að afhenda eigi fiskeldisfyrirtækjum firði til sjókvíaeldis ótímabundið. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir frumvarpið og málið allt gríðarefnismikið og flókið. Er eitthvað í því sem þú staldrar við? „Já, það er náttúrulega þetta sem hefur verið efst á baugi undanfarna daga, þessi leyfi. Hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Við þurfum að fara bara mjög vel yfir það í nefndinni hvernig við getum nálgast það, hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Og það eru fleiri atriði þarna sem þarf að fara vel yfir,“ segir Þórarinn. Hann telur ýmislegt í frumvarpinu til bóta en kveðst skilja gagnrýni umhverfissinna. „Þetta verður flókið samspil fyrir okkur í nefndinni, að reyna að finna þennan gullna meðalveg þarna á milli og það er verkefnið fram á sumarið og verður gríðarlegt verkefni fyrir nefndina að fara í gegnum þetta.“ Telurðu að frumvarpið muni taka miklum breytingum í ykkar meðförum? „Það er of snemmt að segja til um það.“ Er þetta umdeilt í þinum flokki? „Nei, ekki þannig séð. Það eru náttúrulega ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti en við sjáum það í Framsókn að sjókvíaeldi er komið til að vera,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar.
Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Eigendur sjókvíaeldis þurfa ekki að greiða auðlindagjald Svæðum til fiskeldis í sjó verður úthlutað samkvæmt útboðum sem leyfishafar greiða fyrir, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra. Þeim verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutinn án endurgjalds til ríkisins. 24. apríl 2024 19:41 Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Eigendur sjókvíaeldis þurfa ekki að greiða auðlindagjald Svæðum til fiskeldis í sjó verður úthlutað samkvæmt útboðum sem leyfishafar greiða fyrir, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra. Þeim verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutinn án endurgjalds til ríkisins. 24. apríl 2024 19:41
Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32
Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent