Óttast að saga slökkviliða á Íslandi glatist Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2024 22:06 Sigurður Lárus Fossberg (t.v.) og Ingvar Georg Georgsson hafa séð um Slökkviliðsminjasafn Íslands síðastliðin tíu ár. Vísir/Einar Slökkviliðsminjasafn Íslands verður tæmt á næstu vikum eftir tíu ára rekstur. Umsjónarmenn safnsins óttast að saga slökkviliðsmanna á Íslandi muni glatast að einhverju leyti við brotthvarfið. Slökkviliðsminjasafn Íslands hefur verið rekið í Reykjanesbæ í tíu ár. Tveir slökkviliðsmenn, Sigurður Lárus Fossberg og Ingvar Georg Georgsson, hafa unnið hörðum höndum að því að sanka að sér allskonar minjum um slökkvistarf á Íslandi en um er að ræða eina slíka safnið á landinu. Safnið hefur verið lokað síðan í haust og í maí verður það tæmt þar sem bærinn hefur selt húsnæðið. Klippa: Óttast að saga slökkviliðsmanna glatist „Við þurfum að skila þessum munum til sinna eigenda og koma þeim þá fyrir því sem er umfram,“ segir Sigurður. Búið er að gera upp einhverja þeirra bíla sem eru á safninu.Vísir/Einar Hér er fjöldi muna og þeir munu þá allir fara annað? „Já, þeir fara til síns heima, hvar sem það er. Margir af þessum hlutum voru geymdir í köldum, lekum geymslum þar sem sagan okkar var að glatast. Við náum að endurheimta hana en nú fer hún bara aftur í glötun,“ segir Ingvar. Bíllinn til hægri var notaður af varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Einar Á safninu má finna tugi slökkviliðsbíla, búninga, og annað tengt slökkviliðum um land allt. Meðal gripa safnsins er elsta dæla landsins frá árinu 1881 og notuð var á Ísafirði. Asbest-galli sem slökkviliðsmenn notuðu til að verja sig frá eldinum.Vísir/Einar Þeir segja að án aðkomu annars sveitarfélags eða ríkisins muni saga mannanna sem mæta ávallt fyrstir á svæðið þegar voðinn er vís, glatast að miklu leyti. Að þurfa að kveðja þetta, það er sárt. Virkilega sárt,“ segir Ingvar. Slökkvibíll sem notaður var í Reykjavík.Vísir/Einar Slökkviliðsbíll sem notaður var í Keflavík.Vísir/Einar Ein af dælum safnsins.Vísir/Einar Dæla sem notuð var í Keflavík.Vísir/Einar Söfn Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Slökkviliðsminjasafn Íslands hefur verið rekið í Reykjanesbæ í tíu ár. Tveir slökkviliðsmenn, Sigurður Lárus Fossberg og Ingvar Georg Georgsson, hafa unnið hörðum höndum að því að sanka að sér allskonar minjum um slökkvistarf á Íslandi en um er að ræða eina slíka safnið á landinu. Safnið hefur verið lokað síðan í haust og í maí verður það tæmt þar sem bærinn hefur selt húsnæðið. Klippa: Óttast að saga slökkviliðsmanna glatist „Við þurfum að skila þessum munum til sinna eigenda og koma þeim þá fyrir því sem er umfram,“ segir Sigurður. Búið er að gera upp einhverja þeirra bíla sem eru á safninu.Vísir/Einar Hér er fjöldi muna og þeir munu þá allir fara annað? „Já, þeir fara til síns heima, hvar sem það er. Margir af þessum hlutum voru geymdir í köldum, lekum geymslum þar sem sagan okkar var að glatast. Við náum að endurheimta hana en nú fer hún bara aftur í glötun,“ segir Ingvar. Bíllinn til hægri var notaður af varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Einar Á safninu má finna tugi slökkviliðsbíla, búninga, og annað tengt slökkviliðum um land allt. Meðal gripa safnsins er elsta dæla landsins frá árinu 1881 og notuð var á Ísafirði. Asbest-galli sem slökkviliðsmenn notuðu til að verja sig frá eldinum.Vísir/Einar Þeir segja að án aðkomu annars sveitarfélags eða ríkisins muni saga mannanna sem mæta ávallt fyrstir á svæðið þegar voðinn er vís, glatast að miklu leyti. Að þurfa að kveðja þetta, það er sárt. Virkilega sárt,“ segir Ingvar. Slökkvibíll sem notaður var í Reykjavík.Vísir/Einar Slökkviliðsbíll sem notaður var í Keflavík.Vísir/Einar Ein af dælum safnsins.Vísir/Einar Dæla sem notuð var í Keflavík.Vísir/Einar
Söfn Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira