Sérfræðingarnir ekki sammála og mikil spenna fyrir oddaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 12:00 Haukakonan Tinna Guðrún Alexandersdóttir verður í stóru hlutverki í leiknum í kvöld. Vísir/Diego Haukar og Stjarnan spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi til að spá fyrir um hvernig fer í kvöld. Lið Hauka og Stjörnunnar hafa bæði unnið tvo leiki í einvíginu, Haukastelpurnar unnu báða leikina í Hafnarfirði en Stjörnustelpur unnu báða leikina í Garðabæ. Í kvöld verður spilað í Ólafssal á Ásvöllum, heimavelli Hauka. Sigurvegari leiksins í kvöld mætir síðan deildar- og bikarmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum en í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Grindavík og Njarðvík. Leikurinn á Ásvöllum í kvöld hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 á sömu rás. Haukar enduðu einu sæti og einum sigri á undan Stjörnuliðinu í vetur en unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna í vetur. Stjörnukonur hafa enn fremur tapað fjórum sinnum á Ásvöllum í vetur, í deild og úrslitakeppnin, en það munaði aðeins tveimur stigum í síðasta leik. Stjörnuliðið er ungt og óreynt í úrslitakeppni en þær sýndu í síðasta leik að þær gefast aldrei upp. Þær voru fjórtán stigum undir í byrjun fjórða leikhluta og á leið í sumarfrí em unnu lokakafla leiksins 29-6 og tryggðu sér oddaleik. Haukakonur þekkja þessa stöðu miklu betur. Þær eru að spila oddaleik þriðja árið í röð en hafa reyndar tapað hinum tveimur (í lokaúrslitum 2022 og í undanúrslitum 2023). Nú hlýtur mottó þeirra að vera allt er þegar þrennt er. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld og þar vekur athygli að sérfræðingarnir eru ekki sammála. Það sýnir því svart á hvítu að það er mikil spenna í loftinu fyrir þennan oddaleik. Þrír spá Haukum sigri og þrír spá Stjörnunni sigri. Þetta getur því ekki verið jafnara. Spá sérfræðinganna um oddaleik Hauka og Stjörnunnar: - Ólöf Helga Pálsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Leikurinn í járnum og endar með tveggja stiga mun eða framlengdum leik. Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Keira Robinson í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er alveg sama. - Hallveig Jónsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Mjög jafn leikur Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er slétt sama hverjar þær fá. Þær vinna bæði þessi lið 3-0 og í versta falli 3-1. - Bryndís Guðmundsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Stjarnan vinnur þetta með fimm stigum. Hver verður best? Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir í Stjörnunni Hvern vill Keflavík fá? Skiptir ekki máli hvort liðið þær fá. Keflavík vinnur þá seríu 3-0. - Pálína Gunnlaugsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Leikurinn verður í járnum frá fyrstu til síðustu mínútu. Spennustigið hátt og skotnýting beggja liða slök. Mikill barátta og barningur. Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins en allir litlu töffararnir verða í hlutverki. - Berglind Gunnarsdóttir Hver vinnur? Haukar Hvernig? Vinna með sex til átta stigum Hver verður best? Keira Robinson og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skilar sínu Hvern vill Keflavík fá? Keflavik slett sama og taka næstu seríu 3-1. - Ingibjörg Jakobsdóttir Hver vinnur? Stjarnan Hvernig? Stjarnan vinnur sannfærandi Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins ásamt Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. Hvern vill Keflavík fá? Keflavik er slétt sama. Vilja bara spila við hvern sem er. Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Lið Hauka og Stjörnunnar hafa bæði unnið tvo leiki í einvíginu, Haukastelpurnar unnu báða leikina í Hafnarfirði en Stjörnustelpur unnu báða leikina í Garðabæ. Í kvöld verður spilað í Ólafssal á Ásvöllum, heimavelli Hauka. Sigurvegari leiksins í kvöld mætir síðan deildar- og bikarmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum en í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Grindavík og Njarðvík. Leikurinn á Ásvöllum í kvöld hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 á sömu rás. Haukar enduðu einu sæti og einum sigri á undan Stjörnuliðinu í vetur en unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna í vetur. Stjörnukonur hafa enn fremur tapað fjórum sinnum á Ásvöllum í vetur, í deild og úrslitakeppnin, en það munaði aðeins tveimur stigum í síðasta leik. Stjörnuliðið er ungt og óreynt í úrslitakeppni en þær sýndu í síðasta leik að þær gefast aldrei upp. Þær voru fjórtán stigum undir í byrjun fjórða leikhluta og á leið í sumarfrí em unnu lokakafla leiksins 29-6 og tryggðu sér oddaleik. Haukakonur þekkja þessa stöðu miklu betur. Þær eru að spila oddaleik þriðja árið í röð en hafa reyndar tapað hinum tveimur (í lokaúrslitum 2022 og í undanúrslitum 2023). Nú hlýtur mottó þeirra að vera allt er þegar þrennt er. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld og þar vekur athygli að sérfræðingarnir eru ekki sammála. Það sýnir því svart á hvítu að það er mikil spenna í loftinu fyrir þennan oddaleik. Þrír spá Haukum sigri og þrír spá Stjörnunni sigri. Þetta getur því ekki verið jafnara. Spá sérfræðinganna um oddaleik Hauka og Stjörnunnar: - Ólöf Helga Pálsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Leikurinn í járnum og endar með tveggja stiga mun eða framlengdum leik. Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Keira Robinson í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er alveg sama. - Hallveig Jónsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Mjög jafn leikur Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er slétt sama hverjar þær fá. Þær vinna bæði þessi lið 3-0 og í versta falli 3-1. - Bryndís Guðmundsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Stjarnan vinnur þetta með fimm stigum. Hver verður best? Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir í Stjörnunni Hvern vill Keflavík fá? Skiptir ekki máli hvort liðið þær fá. Keflavík vinnur þá seríu 3-0. - Pálína Gunnlaugsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Leikurinn verður í járnum frá fyrstu til síðustu mínútu. Spennustigið hátt og skotnýting beggja liða slök. Mikill barátta og barningur. Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins en allir litlu töffararnir verða í hlutverki. - Berglind Gunnarsdóttir Hver vinnur? Haukar Hvernig? Vinna með sex til átta stigum Hver verður best? Keira Robinson og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skilar sínu Hvern vill Keflavík fá? Keflavik slett sama og taka næstu seríu 3-1. - Ingibjörg Jakobsdóttir Hver vinnur? Stjarnan Hvernig? Stjarnan vinnur sannfærandi Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins ásamt Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. Hvern vill Keflavík fá? Keflavik er slétt sama. Vilja bara spila við hvern sem er.
Spá sérfræðinganna um oddaleik Hauka og Stjörnunnar: - Ólöf Helga Pálsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Leikurinn í járnum og endar með tveggja stiga mun eða framlengdum leik. Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Keira Robinson í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er alveg sama. - Hallveig Jónsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Mjög jafn leikur Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er slétt sama hverjar þær fá. Þær vinna bæði þessi lið 3-0 og í versta falli 3-1. - Bryndís Guðmundsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Stjarnan vinnur þetta með fimm stigum. Hver verður best? Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir í Stjörnunni Hvern vill Keflavík fá? Skiptir ekki máli hvort liðið þær fá. Keflavík vinnur þá seríu 3-0. - Pálína Gunnlaugsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Leikurinn verður í járnum frá fyrstu til síðustu mínútu. Spennustigið hátt og skotnýting beggja liða slök. Mikill barátta og barningur. Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins en allir litlu töffararnir verða í hlutverki. - Berglind Gunnarsdóttir Hver vinnur? Haukar Hvernig? Vinna með sex til átta stigum Hver verður best? Keira Robinson og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skilar sínu Hvern vill Keflavík fá? Keflavik slett sama og taka næstu seríu 3-1. - Ingibjörg Jakobsdóttir Hver vinnur? Stjarnan Hvernig? Stjarnan vinnur sannfærandi Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins ásamt Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. Hvern vill Keflavík fá? Keflavik er slétt sama. Vilja bara spila við hvern sem er.
Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira