Tekjuhæsti fyrsti ársfjórðungur í sögu Icelandair Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 19:59 Fjöldi farþega til Íslands á fyrsta ársfjórðungi var 284 þúsund. Vísir/Vilhelm Heildartekjur Icelandair á fyrsta ársfjórðungi jukust um ellefu prósent á milli ára og námu 35,8 milljörðum króna. Var þetta tekjuhæsti fyrsti ársfjórðungur í sögu félagsins. Afkoma fjórðungsins var neikvæð um 9,5 milljarða króna samanborið við 8,5 milljarða í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins sem var birt í Kauphöll í dag. Þar kemur fram að farþegatekjur náðu methæðum sem nema 27,5 milljörðum króna og er það aukning um sautján prósent milli ára. Einingakostnaður lækkaði um fimm prósent og farþegum fjölgaði um fjórtán prósent. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir afkoma fyrsta ársfjórðungs hafa verið í takt við væntingar en að áhrif alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgosið á Reykjanesskaga hafi litað rekstrarniðurstöðuna. „Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48% með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands dróst lítið eitt saman,“ er haft eftir Boga í tilkynningunni. Fjöldi farþega til Ísland var 284 þúsund manns á þessum fyrsta ársfjórðungi. „Þrátt fyrir að framboðsaukning á ákveðnum mörkuðum hafi sett þrýsting á fargjöld og sætanýtingu, var áherslan í framboðsaukningu Icelandair hins vegar fyrst og fremst á markaði sem skila félaginu góðum tekjum og arðsemi. Við náðum árangri í lækkun einingakostnaðar, eða um 5%, en hærra hlutfall hagkvæmari flugvéla, stærðarhagkvæmni og meiri skilvirkni i rekstrinum hafði áhrif til lækkunar,“ er einnig haft eftir honum. Einnig kemur fram að mikill viðsnúningur hafi orðið í fraktstarfsemi fyrirtækisins og nam hann 535 milljónir. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er komið með þrjár þotur sem eingöngu sinna lúxusflugi með forríka ferðamenn. Dæmigerð þriggja vikna hnattferð kostar 25 milljónir króna á mann en þá er líka allt innifalið. 15. apríl 2024 23:00 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins sem var birt í Kauphöll í dag. Þar kemur fram að farþegatekjur náðu methæðum sem nema 27,5 milljörðum króna og er það aukning um sautján prósent milli ára. Einingakostnaður lækkaði um fimm prósent og farþegum fjölgaði um fjórtán prósent. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir afkoma fyrsta ársfjórðungs hafa verið í takt við væntingar en að áhrif alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgosið á Reykjanesskaga hafi litað rekstrarniðurstöðuna. „Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48% með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands dróst lítið eitt saman,“ er haft eftir Boga í tilkynningunni. Fjöldi farþega til Ísland var 284 þúsund manns á þessum fyrsta ársfjórðungi. „Þrátt fyrir að framboðsaukning á ákveðnum mörkuðum hafi sett þrýsting á fargjöld og sætanýtingu, var áherslan í framboðsaukningu Icelandair hins vegar fyrst og fremst á markaði sem skila félaginu góðum tekjum og arðsemi. Við náðum árangri í lækkun einingakostnaðar, eða um 5%, en hærra hlutfall hagkvæmari flugvéla, stærðarhagkvæmni og meiri skilvirkni i rekstrinum hafði áhrif til lækkunar,“ er einnig haft eftir honum. Einnig kemur fram að mikill viðsnúningur hafi orðið í fraktstarfsemi fyrirtækisins og nam hann 535 milljónir.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er komið með þrjár þotur sem eingöngu sinna lúxusflugi með forríka ferðamenn. Dæmigerð þriggja vikna hnattferð kostar 25 milljónir króna á mann en þá er líka allt innifalið. 15. apríl 2024 23:00 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er komið með þrjár þotur sem eingöngu sinna lúxusflugi með forríka ferðamenn. Dæmigerð þriggja vikna hnattferð kostar 25 milljónir króna á mann en þá er líka allt innifalið. 15. apríl 2024 23:00
Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07