Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2024 15:24 Enn gýs á Reykjanesi. Móða sem myndast úr gosefnum liggur nú yfir Suðvesturlandi. Vísir/Vilhelm Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. Gráblá móðan sem liggur yfir sunnan- og vestanlands er samsett úr brennisteinsögnum sem verða til við efnahvörf gosmakkarins frá gosinu við Sundhnúksgíga við súrefni í andrúmsloftinu. Veðurstofan segir að agnirnar mælist ekki á gasmælum sem mæla brennisteinsdíoxíð en þær sjáist sem móða þegar ákveðnum styrk sé náð. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að hækkuð gildi fínna svifryks og brennisteinsdíoxíðs hafi mælst á mælistöðvum víða á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gosmóðan geti orskaða slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem séu viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu því að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Síður viðkvæmir geti þó einnig fundið fyrir einkennum. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður. Þetta á við þegar gosmóða er sýnleg jafnvel þótt gildi brennisteinsdíoxíðs séu lægri en heilbrigðisviðmið gera ráð fyrir. Í hægri breytilegri átt suðvestanlands eru spár um gasmengun ekki eins áreiðanlegar og þegar vindur er ákveðnari, að sögn Veðurstofunnar. Bent er á í tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins vegna gosmóðunnar að rykgrímur veiti enga vernd gegn gasmengun. Til þess að koma í veg fyrir að mengunin berist inn fyrir hússins dyr sé ráðlegt að lok gluggum og minnka umgengni um útidyr, hækka hita og lofta út um leið og loftgæði utandyra batna. Áfram gýs úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk á Reykjanesi. Enn er því hætta á gasmengun vegna makkarins. Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Gráblá móðan sem liggur yfir sunnan- og vestanlands er samsett úr brennisteinsögnum sem verða til við efnahvörf gosmakkarins frá gosinu við Sundhnúksgíga við súrefni í andrúmsloftinu. Veðurstofan segir að agnirnar mælist ekki á gasmælum sem mæla brennisteinsdíoxíð en þær sjáist sem móða þegar ákveðnum styrk sé náð. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að hækkuð gildi fínna svifryks og brennisteinsdíoxíðs hafi mælst á mælistöðvum víða á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gosmóðan geti orskaða slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem séu viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu því að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Síður viðkvæmir geti þó einnig fundið fyrir einkennum. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður. Þetta á við þegar gosmóða er sýnleg jafnvel þótt gildi brennisteinsdíoxíðs séu lægri en heilbrigðisviðmið gera ráð fyrir. Í hægri breytilegri átt suðvestanlands eru spár um gasmengun ekki eins áreiðanlegar og þegar vindur er ákveðnari, að sögn Veðurstofunnar. Bent er á í tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins vegna gosmóðunnar að rykgrímur veiti enga vernd gegn gasmengun. Til þess að koma í veg fyrir að mengunin berist inn fyrir hússins dyr sé ráðlegt að lok gluggum og minnka umgengni um útidyr, hækka hita og lofta út um leið og loftgæði utandyra batna. Áfram gýs úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk á Reykjanesi. Enn er því hætta á gasmengun vegna makkarins.
Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira