Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2024 13:00 Íbúakosning verður um málið samhliða forsetakosningum. Elliði Vignisson segir verkefnið hafa gerbreyst frá því fyrst var og verður til dæmis efnið að miklu leyti tekið úr sjávarnámum. Virðisauki fyrir sveitarfélagið slagar hátt í milljarð á ári. vísir/egill Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. Aðventkirkjan hefur klofnað vegna málsins og fullyrt er að þessir miklu efnisflutningar muni breyta Þorlákshöfn í námabæ. Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss hefur eitt og annað við þetta að athuga. Víst er að Elliði er áhugasamur um verkefni og eðlilega svo. „Ég er ekki talsmaður þessa verkefnis og var reyndar mjög á móti því þegar þetta byrjaði. En ég hef orðið hrifnari af því eftir því sem fleiri breytingar hafa verið gerðar.“ En hann segist fyrst og fremst áhugamaður um að haft sé það sem sannara reynist. Að nákvæmni sé gætt. Hann segir að ekki verði hjá því litið að íbúar í sveitarfélaginu hafi á þessu skiptar skoðanir. „Það er jákvætt og eðlilegt. Innan bæjarstjórnar voru í upphafi mjög skiptar skoðanir þvert á flokka og sjálfur hef ég ítrekað sagt í ræðu og riti að ég var á móti upphaflegum áformum um verksmiðju innan þéttbýlisins. Sérstaklega þótti mér ásýndin og byggingarmagnið ekki vera í anda uppbyggingar innan þéttbýlisins,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Vísir greindi frá því 6. september 2022 að Landvernd skori á sveitarstjórnir að hafna námuvinnslu. En Elliði segir ýmislegt hafa breyst síðan það var. Og hann telur ekki gæta sanngirni í því sem fram kemur í grein Vísis í morgun, þar sem greint var frá væringum innan kirkju Aðventista, sem eiga fjallið sem til stendur að flytja. „Miðað við fullyrðingar í greinni virðast greinahöfundar því miður enn ræða verkefnið út frá upphaflegum áætlunum sem gerðu ráð fyrir að framleiðslan færi fram innan þéttbýlisins og allt efni kæmi úr Litla-Sandfelli. Verkefnið er í dag gjörbreytt,“ segir bæjarstjórinn. Elliði telur, ekki síst í ljósi þess að bæjarbúar munu greiða atkvæði um framgang verkefnisins 1. júní, samhliða forsetakosningum, að vert sé að leiðrétta það sem hann segir rangt. „Fullyrt er að Þorlákshöfn muni breytast í námubæ. Það er rangt. Í Þorlákshöfn er engin náma í dag og þar verður engin náma í ef af þessu verkefni verður. Athafnasvæði fyrirtækisins verður í dreifbýlinu utan þéttbýlisins Þorlákshafnar. Nánar tiltekið um 5 kílómetra vestan við höfnina í Þorlákshöfn. Megnið af efninu mun koma úr sjávarnámum,“ segir Elliði. Þá segir Elliði fullyrt í greininni þeirra Jóns Hjörleifs Stefánssonar og Ómars Torfasonar að áætlanir Heidelbergs muni breyta höfninni. Þetta segir Elliði einnig rangt. „Ef af verkefninu verður mun fyrirtækið byggja nýja höfn við athafnarsvæði þess innan Grænna iðngarða vestan við Þorlákshöfn.“ Á myndinni má sjá hluta af grænu iðngörðunum og hina nýju höfn sem Heidelberg hyggst byggja.Drónamynd og tölvugrafík: ONNO ehf. Elliði segir jafnframt að ásýnd bæjarins muni ekki breytast eins og fullyrt er í greininni. Tekin hafi verið ákvörðun um að vera ekki með starfsemina innan bæjarins heldur utan þéttbýlis. „Ásýndin frá þéttbýlinu er hverfandi lítil. Og á myndinni hér fyrir neðan sést ásýndin að verksmiðjunni frá hringtorginu við Þorlákshöfn: Þá segir Elliði það ofmælt að framkvæmdin muni skapa gríðarlega mikla vörubílaumferð milli Þrengsla og Þorlákshafnar. „Til samanburðar þá er í dag heimild til að taka eina milljón rúmmetra úr Þórustaðarnámu í Ingólfsfjalli (milli Hveragerðis og Selfoss) á ári. Áætlanir gera ráð fyrir að úr Litla-Sandfelli verði eingöngu tekin um 60% af því eða um 600 þúsund rúmmetrar á ári. Engum dettur þó í hug að kalla Hveragerði eða Selfoss námubæi eða tala um gríðalega mikla vörubílaumferð vegna þess námureksturs.“ Bæjarstjórinn segir að látið sé í veðri vaka að allt efnið sem fyrirhugað er að nýta til framleiðslunnar komi úr Litla-Sandfelli. Það sé ekki svo. „Megnið af því efni sem á að nýta kemur til með að koma úr sjávarnámum nærri Landeyjahöfn. Verði af verkefninu munu dýpkunarskip taka efnið af sjávarbotni og sigla með í nýja höfn innan Grænna iðngarða í um 5 kílómetra fjarlægð frá núverandi höfn. Þar verður efnið unnið í lokuðum kerfum og dælt um borð í flutningaskip sem flytja efnið erlendis til íblöndunar í sement.“ Skapar allt að 90 störf þar sem 1,4 milljónir eru meðaltalið Elliði er sem sagt afar jákvæður í garð þessa risavaxna verkefnis og hann nefnir nokkur atriði sem hann reiknar því til tekna: Áætlað er að ef af vinnslunni verður muni losun koltvísýrings dragast saman um allt að 1,3 milljónir tonna á ári. Það samsvarar nær öllum bílaflota Íslendinga. Verkefnið skapar 70 - 90 störf. Meðallaun um 1.4 á mánuði Beinn virðisauki fyrir okkur íbúa hér er áætlaður 500 til 700 milljónir á ári. Starfsemi verksmiðjunnar fylgir ekki teljandi, hljóð-, lyktar-, sjón- eða umhverfismengun utan þess að ný bygging mun rísa á úthlutaðri iðnaðarlóð, sunnan við Þorlákshöfn. Vinnslan er ekki mengandi í eðli sínu þar sem aðeins er verið að mala náttúrulegt efni. Engu að síður er fyrirhugað að vinnslan fari að öllu leyti fram í lokuðum byggingum svo að ekki verði hætta á foki eða annarri mengun. „Sko, ég hef ekki skoðun á deilum innan trúarfélags aðventista en get þó fullyrt að á þeim tíma sem ég hef starfað hér, í rétt um 6 ár, hefur samstarfið við stjórnendur þess verið óaðfinnanlegt,“ segir Elliði. Hann vonar að söfnuðurinn nái sáttum í sínum röðum. „En hvað sem því líður er mikilvægt að hafa það sem sannara reynist hvað varðar verkefni innan sveitarfélagsins.“ Jarða- og lóðamál Jarðakaup útlendinga Ölfus Árborg Námuvinnsla Trúmál Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Hvaða hagsmunir ráða för? Nú þegar nýjar upplýsingar birtast bæði íbúum og kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins Ölfuss á síðum Morgunblaðsins um frekari og mjög stórtækar fyrirætlanir Heidelberg Materials í Þorlákshöfn, er rétt að fara aðeins yfir stöðuna. 9. janúar 2023 09:31 Verksmiðja eða gríðarstórt loftslagsverkefni? Í síðustu viku hélt Heidelberg Materials vel heppnaðan íbúafund um fyrirhugaða móbergsvinnslu í Þorlákshöfn þar sem íbúum bæjarins og sveitarfélagsins alls voru kynnt áform fyrirtækisins. 26. nóvember 2022 15:30 Mótmæla harðlega fyrirhugaðri risaverksmiðju í Þorlákshöfn Risafyrirtækið Heidelberg Material blés til íbúafundar í Þorlákshöfn þar sem það kynnti áform sín um umsvif í bæjarfélaginu en þau eru af risavöxnum skala. 16. nóvember 2022 12:25 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Aðventkirkjan hefur klofnað vegna málsins og fullyrt er að þessir miklu efnisflutningar muni breyta Þorlákshöfn í námabæ. Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss hefur eitt og annað við þetta að athuga. Víst er að Elliði er áhugasamur um verkefni og eðlilega svo. „Ég er ekki talsmaður þessa verkefnis og var reyndar mjög á móti því þegar þetta byrjaði. En ég hef orðið hrifnari af því eftir því sem fleiri breytingar hafa verið gerðar.“ En hann segist fyrst og fremst áhugamaður um að haft sé það sem sannara reynist. Að nákvæmni sé gætt. Hann segir að ekki verði hjá því litið að íbúar í sveitarfélaginu hafi á þessu skiptar skoðanir. „Það er jákvætt og eðlilegt. Innan bæjarstjórnar voru í upphafi mjög skiptar skoðanir þvert á flokka og sjálfur hef ég ítrekað sagt í ræðu og riti að ég var á móti upphaflegum áformum um verksmiðju innan þéttbýlisins. Sérstaklega þótti mér ásýndin og byggingarmagnið ekki vera í anda uppbyggingar innan þéttbýlisins,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Vísir greindi frá því 6. september 2022 að Landvernd skori á sveitarstjórnir að hafna námuvinnslu. En Elliði segir ýmislegt hafa breyst síðan það var. Og hann telur ekki gæta sanngirni í því sem fram kemur í grein Vísis í morgun, þar sem greint var frá væringum innan kirkju Aðventista, sem eiga fjallið sem til stendur að flytja. „Miðað við fullyrðingar í greinni virðast greinahöfundar því miður enn ræða verkefnið út frá upphaflegum áætlunum sem gerðu ráð fyrir að framleiðslan færi fram innan þéttbýlisins og allt efni kæmi úr Litla-Sandfelli. Verkefnið er í dag gjörbreytt,“ segir bæjarstjórinn. Elliði telur, ekki síst í ljósi þess að bæjarbúar munu greiða atkvæði um framgang verkefnisins 1. júní, samhliða forsetakosningum, að vert sé að leiðrétta það sem hann segir rangt. „Fullyrt er að Þorlákshöfn muni breytast í námubæ. Það er rangt. Í Þorlákshöfn er engin náma í dag og þar verður engin náma í ef af þessu verkefni verður. Athafnasvæði fyrirtækisins verður í dreifbýlinu utan þéttbýlisins Þorlákshafnar. Nánar tiltekið um 5 kílómetra vestan við höfnina í Þorlákshöfn. Megnið af efninu mun koma úr sjávarnámum,“ segir Elliði. Þá segir Elliði fullyrt í greininni þeirra Jóns Hjörleifs Stefánssonar og Ómars Torfasonar að áætlanir Heidelbergs muni breyta höfninni. Þetta segir Elliði einnig rangt. „Ef af verkefninu verður mun fyrirtækið byggja nýja höfn við athafnarsvæði þess innan Grænna iðngarða vestan við Þorlákshöfn.“ Á myndinni má sjá hluta af grænu iðngörðunum og hina nýju höfn sem Heidelberg hyggst byggja.Drónamynd og tölvugrafík: ONNO ehf. Elliði segir jafnframt að ásýnd bæjarins muni ekki breytast eins og fullyrt er í greininni. Tekin hafi verið ákvörðun um að vera ekki með starfsemina innan bæjarins heldur utan þéttbýlis. „Ásýndin frá þéttbýlinu er hverfandi lítil. Og á myndinni hér fyrir neðan sést ásýndin að verksmiðjunni frá hringtorginu við Þorlákshöfn: Þá segir Elliði það ofmælt að framkvæmdin muni skapa gríðarlega mikla vörubílaumferð milli Þrengsla og Þorlákshafnar. „Til samanburðar þá er í dag heimild til að taka eina milljón rúmmetra úr Þórustaðarnámu í Ingólfsfjalli (milli Hveragerðis og Selfoss) á ári. Áætlanir gera ráð fyrir að úr Litla-Sandfelli verði eingöngu tekin um 60% af því eða um 600 þúsund rúmmetrar á ári. Engum dettur þó í hug að kalla Hveragerði eða Selfoss námubæi eða tala um gríðalega mikla vörubílaumferð vegna þess námureksturs.“ Bæjarstjórinn segir að látið sé í veðri vaka að allt efnið sem fyrirhugað er að nýta til framleiðslunnar komi úr Litla-Sandfelli. Það sé ekki svo. „Megnið af því efni sem á að nýta kemur til með að koma úr sjávarnámum nærri Landeyjahöfn. Verði af verkefninu munu dýpkunarskip taka efnið af sjávarbotni og sigla með í nýja höfn innan Grænna iðngarða í um 5 kílómetra fjarlægð frá núverandi höfn. Þar verður efnið unnið í lokuðum kerfum og dælt um borð í flutningaskip sem flytja efnið erlendis til íblöndunar í sement.“ Skapar allt að 90 störf þar sem 1,4 milljónir eru meðaltalið Elliði er sem sagt afar jákvæður í garð þessa risavaxna verkefnis og hann nefnir nokkur atriði sem hann reiknar því til tekna: Áætlað er að ef af vinnslunni verður muni losun koltvísýrings dragast saman um allt að 1,3 milljónir tonna á ári. Það samsvarar nær öllum bílaflota Íslendinga. Verkefnið skapar 70 - 90 störf. Meðallaun um 1.4 á mánuði Beinn virðisauki fyrir okkur íbúa hér er áætlaður 500 til 700 milljónir á ári. Starfsemi verksmiðjunnar fylgir ekki teljandi, hljóð-, lyktar-, sjón- eða umhverfismengun utan þess að ný bygging mun rísa á úthlutaðri iðnaðarlóð, sunnan við Þorlákshöfn. Vinnslan er ekki mengandi í eðli sínu þar sem aðeins er verið að mala náttúrulegt efni. Engu að síður er fyrirhugað að vinnslan fari að öllu leyti fram í lokuðum byggingum svo að ekki verði hætta á foki eða annarri mengun. „Sko, ég hef ekki skoðun á deilum innan trúarfélags aðventista en get þó fullyrt að á þeim tíma sem ég hef starfað hér, í rétt um 6 ár, hefur samstarfið við stjórnendur þess verið óaðfinnanlegt,“ segir Elliði. Hann vonar að söfnuðurinn nái sáttum í sínum röðum. „En hvað sem því líður er mikilvægt að hafa það sem sannara reynist hvað varðar verkefni innan sveitarfélagsins.“
Jarða- og lóðamál Jarðakaup útlendinga Ölfus Árborg Námuvinnsla Trúmál Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Hvaða hagsmunir ráða för? Nú þegar nýjar upplýsingar birtast bæði íbúum og kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins Ölfuss á síðum Morgunblaðsins um frekari og mjög stórtækar fyrirætlanir Heidelberg Materials í Þorlákshöfn, er rétt að fara aðeins yfir stöðuna. 9. janúar 2023 09:31 Verksmiðja eða gríðarstórt loftslagsverkefni? Í síðustu viku hélt Heidelberg Materials vel heppnaðan íbúafund um fyrirhugaða móbergsvinnslu í Þorlákshöfn þar sem íbúum bæjarins og sveitarfélagsins alls voru kynnt áform fyrirtækisins. 26. nóvember 2022 15:30 Mótmæla harðlega fyrirhugaðri risaverksmiðju í Þorlákshöfn Risafyrirtækið Heidelberg Material blés til íbúafundar í Þorlákshöfn þar sem það kynnti áform sín um umsvif í bæjarfélaginu en þau eru af risavöxnum skala. 16. nóvember 2022 12:25 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hvaða hagsmunir ráða för? Nú þegar nýjar upplýsingar birtast bæði íbúum og kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins Ölfuss á síðum Morgunblaðsins um frekari og mjög stórtækar fyrirætlanir Heidelberg Materials í Þorlákshöfn, er rétt að fara aðeins yfir stöðuna. 9. janúar 2023 09:31
Verksmiðja eða gríðarstórt loftslagsverkefni? Í síðustu viku hélt Heidelberg Materials vel heppnaðan íbúafund um fyrirhugaða móbergsvinnslu í Þorlákshöfn þar sem íbúum bæjarins og sveitarfélagsins alls voru kynnt áform fyrirtækisins. 26. nóvember 2022 15:30
Mótmæla harðlega fyrirhugaðri risaverksmiðju í Þorlákshöfn Risafyrirtækið Heidelberg Material blés til íbúafundar í Þorlákshöfn þar sem það kynnti áform sín um umsvif í bæjarfélaginu en þau eru af risavöxnum skala. 16. nóvember 2022 12:25