„Það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2024 11:30 Karlmaður var úrskurðaður í vikulangt varðhald í gær vegna andláts konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Vísir/Vilhelm Tæknideild lögreglu hefur að mestu lokið vettvangsrannsókn vegna manndráps í fjölbýlishúsi á Akureyri í gær. Karlmaður var síðdegis úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa banað konu. Tæknideild er enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi um helgina. Karlmaður var síðdegis í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Lögreglan var kölluð að húsinu klukkan hálf fimm í gærmorgun. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. „Vettvangsrannsókn er svona að mestu lokið, sakborningur er kominn í gæsluvarðhald og búið er að fara í ýmsar skýrslutökur. Núna er unnið í áframhaldandi rannsóknarvinnu, rannsóknaraðgerðum,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. Hann segir tæknideild hafa lokið sínum störfum á vettvangi og vinni nú úr uppsöfnuðum gögnum. Skarphéðinn vildi ekki tjá sig um það hvaðan tilkynning barst til lögreglu eða hvort einhver annar hafi verið í íbúðinni en konan og karlmaðurinn. Þá gat hann ekki sagt til um það hvort lögregla væri komin með skýra mynd á atburðarrásina. Hafiði fundið eitthvað vopn eða er grunur um að áhald hafi verið notað við árásina? „Við erum enn að vinna í rannsóknaraðgerðum og gera okkar besta að fá heildarmynd yfir það sem þarna gerðist. Ég get ekki tjáð mig um einstaka rannsóknaraðgerðir akkúrat núna og hvaða mynd við erum að fá á þetta,“ segir Skarphéðinn. Er grunur um heimilisofbeldi eða merki um það og hafa verið höfð afskipti af manninum áður? „Það er allavega þannig að það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát sérstaklega. Það er út af því að það er grunur um að eitthvað saknæmt er viðhaft. Annað get ég ekki tjáð mig um á þessu stigi.“ Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi staðfestir þá í samtali við fréttastofu að tæknideild lögreglunnar sé enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en ákvað lögregla að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur þeirra í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir allir frá Litháen, eins og hinn látni. Akureyri Lögreglumál Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Karlmaður var síðdegis í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Lögreglan var kölluð að húsinu klukkan hálf fimm í gærmorgun. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. „Vettvangsrannsókn er svona að mestu lokið, sakborningur er kominn í gæsluvarðhald og búið er að fara í ýmsar skýrslutökur. Núna er unnið í áframhaldandi rannsóknarvinnu, rannsóknaraðgerðum,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. Hann segir tæknideild hafa lokið sínum störfum á vettvangi og vinni nú úr uppsöfnuðum gögnum. Skarphéðinn vildi ekki tjá sig um það hvaðan tilkynning barst til lögreglu eða hvort einhver annar hafi verið í íbúðinni en konan og karlmaðurinn. Þá gat hann ekki sagt til um það hvort lögregla væri komin með skýra mynd á atburðarrásina. Hafiði fundið eitthvað vopn eða er grunur um að áhald hafi verið notað við árásina? „Við erum enn að vinna í rannsóknaraðgerðum og gera okkar besta að fá heildarmynd yfir það sem þarna gerðist. Ég get ekki tjáð mig um einstaka rannsóknaraðgerðir akkúrat núna og hvaða mynd við erum að fá á þetta,“ segir Skarphéðinn. Er grunur um heimilisofbeldi eða merki um það og hafa verið höfð afskipti af manninum áður? „Það er allavega þannig að það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát sérstaklega. Það er út af því að það er grunur um að eitthvað saknæmt er viðhaft. Annað get ég ekki tjáð mig um á þessu stigi.“ Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi staðfestir þá í samtali við fréttastofu að tæknideild lögreglunnar sé enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en ákvað lögregla að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur þeirra í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir allir frá Litháen, eins og hinn látni.
Akureyri Lögreglumál Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20
Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41