Dæmd í bann eftir að ljúga til um krabbamein til að sleppa við bann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2024 07:00 Sara Benfares hefur verið dæmd í fimm ára keppnisbann. Ezra Shaw/Getty Images Langhlauparinn Sara Benfares hefur verið dæmd í fimm ára keppnisbann eftir að þónokkur bannefni fundust í lyfjaprófi sem hún tók. Faðir hennar, Samir, sagði að ástæðan væri sú að hún hefði verið í lyfjameðferð við krabbameini undanfarið ár. Hin 22 ára gamla Sara féll á lyfjaprófi síðasta haust. Fram að því hafði hún, verandi frá Þýskalandi, aldrei látið frjálsíþróttasambandið vita að hún væri með – eða í lyfjameðferð við – krabbamein. Í kjölfarið sagði faðir hennar að hún hefði undanfarið ár verið í lyfjameðferð vegna beinkrabbameins og að lyfin ólöglegu sem fundist hefðu í lyfjaprófi hennar væru öll hluti af krabbameinsmeðferðinni. Hún hafði hins vegar að keppa reglulega árið á undan og fannst þýska frjálsíþróttasambandinu maðkur vera í mysunni. Það fékkst svo í raun staðfest þegar Sofia, systir Söru, féll einnig á lyfjaprófi. Söru var rúllað af brautinni á HM í frjálsum í Oregon sumarið 2022.EPA-EFE/Etienne Laurent Hinn þýski Fritz Sörgel er sérfræðingur þegar kemur að lyfjamisnotkun íþróttafólks. Hann segir að það sé eitt að taka ólögleg lyf en það sé talsvert verra að ljúga til um að vera með krabbamein til að sleppa við refsingu. Með því sértu að skaða öll þau sem greind hafa verið krabbamein. „Slík lygi og slíkt svindl er mun verra en lyfjamisnotkun fyrir mér,“ sagði Sörgel. Systurnar voru dæmdar í tímabundið bann á meðan mál þeirra var til rannsóknar. Í gær, mánudag, féll svo dómur í máli Söru Benfares. Hún hefur verið dæmd í fimm ára bann. Hægt er að áfrýja dómnum sem tekur mið af þeirri staðreynd að það sé ljóst að Sara hafi til lengri tíma notað ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Sara endaði í 12. sæti í 5000 metra hlaupinu á HM í frjálsum íþróttum síðasta sumar og var ein af vonarstjörnum Þýskalands fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í ár. Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Hin 22 ára gamla Sara féll á lyfjaprófi síðasta haust. Fram að því hafði hún, verandi frá Þýskalandi, aldrei látið frjálsíþróttasambandið vita að hún væri með – eða í lyfjameðferð við – krabbamein. Í kjölfarið sagði faðir hennar að hún hefði undanfarið ár verið í lyfjameðferð vegna beinkrabbameins og að lyfin ólöglegu sem fundist hefðu í lyfjaprófi hennar væru öll hluti af krabbameinsmeðferðinni. Hún hafði hins vegar að keppa reglulega árið á undan og fannst þýska frjálsíþróttasambandinu maðkur vera í mysunni. Það fékkst svo í raun staðfest þegar Sofia, systir Söru, féll einnig á lyfjaprófi. Söru var rúllað af brautinni á HM í frjálsum í Oregon sumarið 2022.EPA-EFE/Etienne Laurent Hinn þýski Fritz Sörgel er sérfræðingur þegar kemur að lyfjamisnotkun íþróttafólks. Hann segir að það sé eitt að taka ólögleg lyf en það sé talsvert verra að ljúga til um að vera með krabbamein til að sleppa við refsingu. Með því sértu að skaða öll þau sem greind hafa verið krabbamein. „Slík lygi og slíkt svindl er mun verra en lyfjamisnotkun fyrir mér,“ sagði Sörgel. Systurnar voru dæmdar í tímabundið bann á meðan mál þeirra var til rannsóknar. Í gær, mánudag, féll svo dómur í máli Söru Benfares. Hún hefur verið dæmd í fimm ára bann. Hægt er að áfrýja dómnum sem tekur mið af þeirri staðreynd að það sé ljóst að Sara hafi til lengri tíma notað ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Sara endaði í 12. sæti í 5000 metra hlaupinu á HM í frjálsum íþróttum síðasta sumar og var ein af vonarstjörnum Þýskalands fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í ár.
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira