Börnin okkar Sigurbjörg Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2024 14:31 Fyrir mörgum árum þegar ég fór á dagmömmu námskeið var mér sérstaklega minnisstætt hversu mikil áhersla var lögð á að ef það væri grunur um ofbeldi gegn börnum eða vanræksla, þá væri meira að segja saknæmt að segja ekki frá, ef grunur væri um slíkt að viðurlagðri fangelsun. Mikil áhersla lögð á þetta enda, eins og við vitum eru blessuð börnin varnarlaus, sérstaklega ef umönnunaraðili eða fjölskyldumeðlimur er sá sem ofbeldi beitir eða vanrækir. Eitthvað hefur þetta skolast til í gegnum árin því að nú les ég um skelfileg barnaverndarmál og því miður allt of mörg. Barnavernd virðist ekki lengur skipta sér af þó ljóst sé að börn búi ekki lengur við það sem svo fallega er skrifað um barnaverndarmál á síðum víða á netinu: “Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annara réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annari vanvirðandi háttsemi” Barna og fjölskyldustofa, BOFS er með langa og flotta lista um það sem hún gerir, meðal annars að vinna að velferð barna og svo allskonar útlistingar á einhverju sem hljómar vel og hljómar líka eins og mikil yfirbygging en ekki víst um notagildi. Ég heyrði um einstakling sem ætlaði að láta vita um barn sem ekki hefur það allt of gott og barnavernd skiptir sér ekki af því máli þó að þau hafi vitneskju um það. Ekki heldur Barnaverndar og fjölskyldustofa. Fyrir rest var svo bent á að kvarta við Gæða- og eftirlitsstofnunar ríkisins (www.gev.is). Mér finnst þetta mikil afturför og eitthvað þarf að gera til að laga þetta. Fáránlegt að ekki sé til einfaldara ferli ef börn þurfa aðstoð. Því miður fær barnavernd og barnaverndarstofa falleinkun hjá mér Ég ræddi við lögfræðing sem vinnur m.a. að máli sem tengist slæmri meðferð á barni, ég spurði hvort ekki þyrfti að breyta barnavernadarlögunum en hann sagði að lögin eru til, ÞAÐ ER BARA EKKI FARIÐ EFTIR ÞEIM. Er ekki kominn tími til að taka á þessu vel falda ljóta kýli sem hefur fengið að þrífast allt of lengi? Höfundur er fyrrverandi dagmamma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum árum þegar ég fór á dagmömmu námskeið var mér sérstaklega minnisstætt hversu mikil áhersla var lögð á að ef það væri grunur um ofbeldi gegn börnum eða vanræksla, þá væri meira að segja saknæmt að segja ekki frá, ef grunur væri um slíkt að viðurlagðri fangelsun. Mikil áhersla lögð á þetta enda, eins og við vitum eru blessuð börnin varnarlaus, sérstaklega ef umönnunaraðili eða fjölskyldumeðlimur er sá sem ofbeldi beitir eða vanrækir. Eitthvað hefur þetta skolast til í gegnum árin því að nú les ég um skelfileg barnaverndarmál og því miður allt of mörg. Barnavernd virðist ekki lengur skipta sér af þó ljóst sé að börn búi ekki lengur við það sem svo fallega er skrifað um barnaverndarmál á síðum víða á netinu: “Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annara réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annari vanvirðandi háttsemi” Barna og fjölskyldustofa, BOFS er með langa og flotta lista um það sem hún gerir, meðal annars að vinna að velferð barna og svo allskonar útlistingar á einhverju sem hljómar vel og hljómar líka eins og mikil yfirbygging en ekki víst um notagildi. Ég heyrði um einstakling sem ætlaði að láta vita um barn sem ekki hefur það allt of gott og barnavernd skiptir sér ekki af því máli þó að þau hafi vitneskju um það. Ekki heldur Barnaverndar og fjölskyldustofa. Fyrir rest var svo bent á að kvarta við Gæða- og eftirlitsstofnunar ríkisins (www.gev.is). Mér finnst þetta mikil afturför og eitthvað þarf að gera til að laga þetta. Fáránlegt að ekki sé til einfaldara ferli ef börn þurfa aðstoð. Því miður fær barnavernd og barnaverndarstofa falleinkun hjá mér Ég ræddi við lögfræðing sem vinnur m.a. að máli sem tengist slæmri meðferð á barni, ég spurði hvort ekki þyrfti að breyta barnavernadarlögunum en hann sagði að lögin eru til, ÞAÐ ER BARA EKKI FARIÐ EFTIR ÞEIM. Er ekki kominn tími til að taka á þessu vel falda ljóta kýli sem hefur fengið að þrífast allt of lengi? Höfundur er fyrrverandi dagmamma.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar