Börnin okkar Sigurbjörg Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2024 14:31 Fyrir mörgum árum þegar ég fór á dagmömmu námskeið var mér sérstaklega minnisstætt hversu mikil áhersla var lögð á að ef það væri grunur um ofbeldi gegn börnum eða vanræksla, þá væri meira að segja saknæmt að segja ekki frá, ef grunur væri um slíkt að viðurlagðri fangelsun. Mikil áhersla lögð á þetta enda, eins og við vitum eru blessuð börnin varnarlaus, sérstaklega ef umönnunaraðili eða fjölskyldumeðlimur er sá sem ofbeldi beitir eða vanrækir. Eitthvað hefur þetta skolast til í gegnum árin því að nú les ég um skelfileg barnaverndarmál og því miður allt of mörg. Barnavernd virðist ekki lengur skipta sér af þó ljóst sé að börn búi ekki lengur við það sem svo fallega er skrifað um barnaverndarmál á síðum víða á netinu: “Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annara réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annari vanvirðandi háttsemi” Barna og fjölskyldustofa, BOFS er með langa og flotta lista um það sem hún gerir, meðal annars að vinna að velferð barna og svo allskonar útlistingar á einhverju sem hljómar vel og hljómar líka eins og mikil yfirbygging en ekki víst um notagildi. Ég heyrði um einstakling sem ætlaði að láta vita um barn sem ekki hefur það allt of gott og barnavernd skiptir sér ekki af því máli þó að þau hafi vitneskju um það. Ekki heldur Barnaverndar og fjölskyldustofa. Fyrir rest var svo bent á að kvarta við Gæða- og eftirlitsstofnunar ríkisins (www.gev.is). Mér finnst þetta mikil afturför og eitthvað þarf að gera til að laga þetta. Fáránlegt að ekki sé til einfaldara ferli ef börn þurfa aðstoð. Því miður fær barnavernd og barnaverndarstofa falleinkun hjá mér Ég ræddi við lögfræðing sem vinnur m.a. að máli sem tengist slæmri meðferð á barni, ég spurði hvort ekki þyrfti að breyta barnavernadarlögunum en hann sagði að lögin eru til, ÞAÐ ER BARA EKKI FARIÐ EFTIR ÞEIM. Er ekki kominn tími til að taka á þessu vel falda ljóta kýli sem hefur fengið að þrífast allt of lengi? Höfundur er fyrrverandi dagmamma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum árum þegar ég fór á dagmömmu námskeið var mér sérstaklega minnisstætt hversu mikil áhersla var lögð á að ef það væri grunur um ofbeldi gegn börnum eða vanræksla, þá væri meira að segja saknæmt að segja ekki frá, ef grunur væri um slíkt að viðurlagðri fangelsun. Mikil áhersla lögð á þetta enda, eins og við vitum eru blessuð börnin varnarlaus, sérstaklega ef umönnunaraðili eða fjölskyldumeðlimur er sá sem ofbeldi beitir eða vanrækir. Eitthvað hefur þetta skolast til í gegnum árin því að nú les ég um skelfileg barnaverndarmál og því miður allt of mörg. Barnavernd virðist ekki lengur skipta sér af þó ljóst sé að börn búi ekki lengur við það sem svo fallega er skrifað um barnaverndarmál á síðum víða á netinu: “Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annara réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annari vanvirðandi háttsemi” Barna og fjölskyldustofa, BOFS er með langa og flotta lista um það sem hún gerir, meðal annars að vinna að velferð barna og svo allskonar útlistingar á einhverju sem hljómar vel og hljómar líka eins og mikil yfirbygging en ekki víst um notagildi. Ég heyrði um einstakling sem ætlaði að láta vita um barn sem ekki hefur það allt of gott og barnavernd skiptir sér ekki af því máli þó að þau hafi vitneskju um það. Ekki heldur Barnaverndar og fjölskyldustofa. Fyrir rest var svo bent á að kvarta við Gæða- og eftirlitsstofnunar ríkisins (www.gev.is). Mér finnst þetta mikil afturför og eitthvað þarf að gera til að laga þetta. Fáránlegt að ekki sé til einfaldara ferli ef börn þurfa aðstoð. Því miður fær barnavernd og barnaverndarstofa falleinkun hjá mér Ég ræddi við lögfræðing sem vinnur m.a. að máli sem tengist slæmri meðferð á barni, ég spurði hvort ekki þyrfti að breyta barnavernadarlögunum en hann sagði að lögin eru til, ÞAÐ ER BARA EKKI FARIÐ EFTIR ÞEIM. Er ekki kominn tími til að taka á þessu vel falda ljóta kýli sem hefur fengið að þrífast allt of lengi? Höfundur er fyrrverandi dagmamma.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar