Frá þessu segir í tilkynningu frá Ljósleiðaranum þar sem segir að fjármálasvið Orkuveitunnar, móðurfélags Ljósleiðarans, muni taka við almennum rekstri.
Haft er eftir Einari Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Ljósleiðarans, að Höllu séu þökkuð vel unnin störf fyrir Ljósleiðarann og sé henni óskað velfarnaðar í nýjum verkefnum.
Þá er haft eftir Höllu að það hafi verið gott að starfa hjá Ljósleiðaranum og sé hún reynslunni ríkari eftir að hafa tekist á við stór og flókin verkefni. „Nú er rétti tíminn fyrir mig að leita á ný mið og takast á við annarskonar verkefni. Ég óska Ljósleiðaranum alls hins besta,“ segir Halla Björg.