Stefnir í spennandi forsetakosningar Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2024 12:25 Halla Hrund Logadóttir bætir við sig sex prósentustigum milli kannana Prósents á einni viku. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. Morgunblaðið birti í morgun aðra könnun Prósents fyrir miðilinn á einni viku um fylgi forsetaframbjóðenda. Samkvæmt könnuninni í morgun er Halla Hrund Logadóttir á mikilli siglingu og bætir við sig rétt tæplega sex prósentustigum frá síðustu könnun Prósents fyrir viku. Þessi fylgisaukning er í samræmi við kannanir Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Halla Hrund tæplega tvöfaldaði fylgi sitt úr 5,7 prósentum frá könnunum Maskínu hinn 8. apríl í 10,5 prósent hinn 18. apríl. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Höllu Hrund greinilega á mikilli siglingu. Hins vegar væri erfiðara að greina af hvaða frambjóðendum hún sæki aukið fylgi. Öll könnunarfyrirtækin styðjist við netpanela. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ segir setefna í spennandi forsetakosningar.Vísir „Það gæti skipt máli hérna hvernig unnið er með gögnin. Af því við vitum að til dæmis aldurssamsetning og samsetning þeirra sem eru með meiri eða minni menntun endurspeglar ekki alveg rétt hlutfall eins og það er meðal kjósenda,“ segir Eva Heiða. Samkvæmt hennar upplýsingum taki kannanir Prósents ekki tillit til menntunar. Í könnun Prósents sem birt er í dag mælist Halla Hrund með 18 prósenta fylgi. Ekki er marktækur munur á henni og Jóni Gnarr með 17,2 prósent. Hann hefur hingað til vermt þriðja sætið með á bilinu 18 til rúmlega 19 prósenta fylgi. En það er annað sem sker sig úr könnunum Prósents annars vegar og Gallups og Maskínu hins vegar. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mesta fylgið í tveimur könnunum Maskínu og einni könnun Gallups sem gerðar hafa verið undanfarnar vikur og Baldur Þórhallsson hefur komið á hæla hennar. Í báðum könnunum Prósents hefur Baldur hins vegar mælst með meira fylgi en Katrín, þótt ekki hafi verið marktækur munur á fylgi þeirra í þessum könnunum eins og í könnun Gallups. Hins vegar var Katrín með marktækt forskot á Baldur í báðum könnunum Maskínu. Halla Hrund virðist kroppa eitthvað fylgi af öllum frambjóðendum bæði fyrir ofan hana og neðan á milli kannanna Prósents. Eva Heiða segir greinilegt að fylgið væri allt á hreyfingu og erfitt að spá fyrir um úrslit miðað við kannanir. Þó sýndu þær að litlu muni á tveimur efstu frambjóðendunum og Halla Hrund og Jón Gnarr fylgi fast á eftir. „Það þarf ekki nema einhverja nokkura prósentustiga sveiflu fram og til baka til að segja til um úrslitin. Það er það sem ég myndi segja; það stefnir í spennandi kosningar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Morgunblaðið birti í morgun aðra könnun Prósents fyrir miðilinn á einni viku um fylgi forsetaframbjóðenda. Samkvæmt könnuninni í morgun er Halla Hrund Logadóttir á mikilli siglingu og bætir við sig rétt tæplega sex prósentustigum frá síðustu könnun Prósents fyrir viku. Þessi fylgisaukning er í samræmi við kannanir Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Halla Hrund tæplega tvöfaldaði fylgi sitt úr 5,7 prósentum frá könnunum Maskínu hinn 8. apríl í 10,5 prósent hinn 18. apríl. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Höllu Hrund greinilega á mikilli siglingu. Hins vegar væri erfiðara að greina af hvaða frambjóðendum hún sæki aukið fylgi. Öll könnunarfyrirtækin styðjist við netpanela. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ segir setefna í spennandi forsetakosningar.Vísir „Það gæti skipt máli hérna hvernig unnið er með gögnin. Af því við vitum að til dæmis aldurssamsetning og samsetning þeirra sem eru með meiri eða minni menntun endurspeglar ekki alveg rétt hlutfall eins og það er meðal kjósenda,“ segir Eva Heiða. Samkvæmt hennar upplýsingum taki kannanir Prósents ekki tillit til menntunar. Í könnun Prósents sem birt er í dag mælist Halla Hrund með 18 prósenta fylgi. Ekki er marktækur munur á henni og Jóni Gnarr með 17,2 prósent. Hann hefur hingað til vermt þriðja sætið með á bilinu 18 til rúmlega 19 prósenta fylgi. En það er annað sem sker sig úr könnunum Prósents annars vegar og Gallups og Maskínu hins vegar. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mesta fylgið í tveimur könnunum Maskínu og einni könnun Gallups sem gerðar hafa verið undanfarnar vikur og Baldur Þórhallsson hefur komið á hæla hennar. Í báðum könnunum Prósents hefur Baldur hins vegar mælst með meira fylgi en Katrín, þótt ekki hafi verið marktækur munur á fylgi þeirra í þessum könnunum eins og í könnun Gallups. Hins vegar var Katrín með marktækt forskot á Baldur í báðum könnunum Maskínu. Halla Hrund virðist kroppa eitthvað fylgi af öllum frambjóðendum bæði fyrir ofan hana og neðan á milli kannanna Prósents. Eva Heiða segir greinilegt að fylgið væri allt á hreyfingu og erfitt að spá fyrir um úrslit miðað við kannanir. Þó sýndu þær að litlu muni á tveimur efstu frambjóðendunum og Halla Hrund og Jón Gnarr fylgi fast á eftir. „Það þarf ekki nema einhverja nokkura prósentustiga sveiflu fram og til baka til að segja til um úrslitin. Það er það sem ég myndi segja; það stefnir í spennandi kosningar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18
Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31