Sport

Dag­skráin í dag: Boltinn rúllar í Bestu, tekst að knýja fram oddaleiki í Subway deildinni?

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mynd úr leik Vals og Njarðvíkur fyrr í vetur. Bæði lið vilja vinna í kvöld af ólíkum ástæðum.
Mynd úr leik Vals og Njarðvíkur fyrr í vetur. Bæði lið vilja vinna í kvöld af ólíkum ástæðum. vísir / bára

Það er nóg um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone þennan mánudaginn. Kvennafótbolti er í fyrirrúmi auk úrslitakeppni Subway deildar karla. Fjölmargt fleira í boði og allir ættu að geta fundið sér eitthvað skemmtilegt að horfa á.

Vodafone Sport

17:25 – Glódís Perla og stöllur hennar í Bayern Munchen mæta Werder Bremen í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, Frauen-Bundesliga.

22:30 – Leikur Milwaukee Brewers og Pittsburgh Pirates í hafnaboltadeildinni Major League Baseball.

Stöð 2 Sport

19:15 – Þór Þorlákshöfn og Njarðvík eigast við í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. Þetta er fjórði leikur liðanna, Þór leiðir einvígið 2-1 og getur endað það með sigri í kvöld.

Stöð 2 Sport 2

16:20 – Roma og Bologna mætast í ítölsku úrvaldseildinni í fótbolta, Serie A.

19:05 – Fylkir tekur á móti Þrótti í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna.

Stöð 2 Sport 3

15:50 – Bein útsending frá úrslitaleiknum í UEFA Youth League.

18:05 Inside Serie A: Upphitunarþáttur ítölsku úrvalsdeildarinnar.

18:35 – Nágrannaslagur í Mílano þegar AC Milan og Inter Milan mætast.

Stöð 2 Sport 5

18:50 – Höttur og Valur eigast við í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. Valur leiðir einvígið 2-1 eftir þrjá leiki og getur endað þetta með sigri í kvöld.

Stöð 2 Besta Deildin

17:50 – Breiðablik tekur á móti Keflavík í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna.

Stöð 2 Besta Deildin 2

17:50 – Stjarnan tekur á móti nýliðum Víkings í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×