Ætla að endurreisa Børsen „sama hvað“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. apríl 2024 12:00 Slökkvistarf stendur enn yfir á svæðinu og gert er ráð fyrir að það því ljúki á mánudagsmorgun. EPA Forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur heitir að sögufræga byggingin Børsen, sem brann í liðinni viku, verði endurreist sama hvað. Brunanum hefur verið líkt við brunann á frönsku dómkirkjunni Notre-Dame í apríl 2019, en einum degi munaði að slétt fimm ár hefðu liðið milli brunanna tveggja. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverv), hafa tekið á rás að byggingunni um leið og hann heyrði af brunanum. Auk slökkviliðsmanna og samstarfsmanna hafi hann farið inn í bygginguna til þess að bjarga verðmætum. Þá segir hann viðbragðsaðila hafa náð að bjarga megninu af minjagripunum inni í byggingunni, að utantalinni styttu af Kristjáni fjórða sem vó tvö tonn. Mikkelsen segir mikilvægt að Børsen verði byggð í sömu mynd og upprunalega byggingin. „Fyrir mér ætti að byggja hana aftur nákvæmlega eins og Kristján fjórði byggði hana á sínum tíma,“ segir hann. Búist er við að endurbygging Børsen komi til með að kosta meira en milljarð danskra króna, eða tuttugu milljarða íslenskra króna. Mikkelsen segir þó mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa heitið að leggja hönd á plóg við fjármögnun nýrrar bygingar. Hann sé hrærður yfir stuðningnum. Sophie Hæstorp Andersen borgarstjóri í Kaupmannahöfn hefur að auki talað fyrir því að gamla kauphöllin verði endurbyggð. Hún hefur sett sig í samband við Anne Hidalgo, borgarstjóra í París, í þeim tilgangi að fá upplýsingar um endurbæturnar á Notre Dame, en stefnt er á að framkvæmdum við dómkirkjuna ljúki seinna á árinu. Stórbruni í Børsen Danmörk Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Í samtali við breska ríkisútvarpið segist Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverv), hafa tekið á rás að byggingunni um leið og hann heyrði af brunanum. Auk slökkviliðsmanna og samstarfsmanna hafi hann farið inn í bygginguna til þess að bjarga verðmætum. Þá segir hann viðbragðsaðila hafa náð að bjarga megninu af minjagripunum inni í byggingunni, að utantalinni styttu af Kristjáni fjórða sem vó tvö tonn. Mikkelsen segir mikilvægt að Børsen verði byggð í sömu mynd og upprunalega byggingin. „Fyrir mér ætti að byggja hana aftur nákvæmlega eins og Kristján fjórði byggði hana á sínum tíma,“ segir hann. Búist er við að endurbygging Børsen komi til með að kosta meira en milljarð danskra króna, eða tuttugu milljarða íslenskra króna. Mikkelsen segir þó mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa heitið að leggja hönd á plóg við fjármögnun nýrrar bygingar. Hann sé hrærður yfir stuðningnum. Sophie Hæstorp Andersen borgarstjóri í Kaupmannahöfn hefur að auki talað fyrir því að gamla kauphöllin verði endurbyggð. Hún hefur sett sig í samband við Anne Hidalgo, borgarstjóra í París, í þeim tilgangi að fá upplýsingar um endurbæturnar á Notre Dame, en stefnt er á að framkvæmdum við dómkirkjuna ljúki seinna á árinu.
Stórbruni í Børsen Danmörk Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27
Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00
Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54
„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39