Finnur Oddsson, forstjóri Haga, og Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana, veittu félagskonum innsýn inn í rekstur samstæðunnar, helstu áherslur og áskoranir við mikla lukku.
Veglegt hlaðborð af ferskum ávöxtum og grænmeti vakti athygli gesta, en veitingarnar voru í takt við hlutverk Banana að bjóða úrval af gæða grænmeti og ávöxtum á sanngjörnu verði og stuðla að bættri lýðheilsu og velferð samfélagsins.
Í lok viðburðarins breyttist hlaðborðið í frumlegan matarmarkað svo engin matarsóun yrði og gátu félagskonur UAK gripið ferskt grænmeti og ávexti með sér heim.

























