Íkveikjan ekki talin hafa beinst að Trump eða réttarhöldunum Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2024 00:00 Lögreglukona merkir verksummerki eftir að karlmaður kveikti í sér fyrir utan dómshús á Manhattan í dag. Vísir/EPA Lögreglan í New York telur ekki að karlmaður á fertugsaldri sem kveikti í sjálfum sér fyrir utan dómshús þar sem réttað er yfir Donald Trump hafi ætlað sér að skaða Trump eða aðra. Maðurinn er sagður í lífshættu á sjúkrahúsi. Vitni segja að maðurinn hafi dregið dreifibréf upp úr bakpoka og kastað þeim á jörðina áður en hann helti yfir sig vökva og kveikti í sér í Collect Pond-garðinum gegnt dómshúsinu á Manhattan í dag. Réttarhöld í sakamáli á hendur Trump stóðu þá yfir í dómshúsinu. Almennir borgarar og lögreglumenn hlupu að manninum og notuðu jakka og slökkvitæki þess að að kæfa logana áður en slökkviliðsmenn komu á staðinn. Fjórir lögreglumenn slösuðust lítillega, að sögn Washington Post. Maðurinn brann í nokkrar mínútur fyrir framan fjölda sjónvarpsupptökuvéla fjölmiðla sem fylgjast með réttarhöldunum yfir fyrrverandi forsetanum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tarik Sheppard, aðstoðarlögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi að maðurinn virtist vera einhvers konar samsæriskenningasinni. Hann hafi ekki virst beina spjótum sínum að Trump eða nokkrum öðrum sem tengist réttarhöldunum. Bensínbrúsi á vettvangi íkveikjunnar í Collect Pond-garðinum á Manhattan. Maðurinn er sagður hafa hellt yfir sig eldsneyti áður en hann lagði eld að sjálfum sér.AP/Mary Altaffer Maðurinn, sem ferðaðist frá heimili sínu í Flórída til New York í vikunni, birti yfirlýsingu á bloggsíðu sinni þar sem hann boðaði að hann ætlaði að kveikja í sér. Þar bað hann vini sína, sjónarvotta og viðbragðsaðila afsökunar. Lýsti hann fyrirætlunum sínum sem öfgakenndum mótmælum gegn því sem hann kallaði margbiljóna dollara svikamyllu auðkýfinga sem væri ætlað að rústa hagkerfi heimsins. Á dreifibréfunum sem hann hafði með sér í garðinn talaði hann um samsæriskenningar um að New York-háskóli (NYU) væri skálkaskjól fyrir mafíuna. Julie Berman, ljósmyndari sem var að taka myndir af stuðningsfólki og andstæðingum Trump, segir Washington Post að hún hafi séð manninn kveikja í sér. Hann hafi haldið á spjaldi um að Trump og Joe Biden forseti ynnu saman að valdaráni. Þrátt fyrir að uppákoman hafi átt sér stað fyrir utan öryggisgirðingar í kringum dómshúsið ætlar lögreglan að fara yfir viðbúnað þar og meta hvort að takmarka þurfi umferð almennings um garðinn á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stendur. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. 19. apríl 2024 19:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Vitni segja að maðurinn hafi dregið dreifibréf upp úr bakpoka og kastað þeim á jörðina áður en hann helti yfir sig vökva og kveikti í sér í Collect Pond-garðinum gegnt dómshúsinu á Manhattan í dag. Réttarhöld í sakamáli á hendur Trump stóðu þá yfir í dómshúsinu. Almennir borgarar og lögreglumenn hlupu að manninum og notuðu jakka og slökkvitæki þess að að kæfa logana áður en slökkviliðsmenn komu á staðinn. Fjórir lögreglumenn slösuðust lítillega, að sögn Washington Post. Maðurinn brann í nokkrar mínútur fyrir framan fjölda sjónvarpsupptökuvéla fjölmiðla sem fylgjast með réttarhöldunum yfir fyrrverandi forsetanum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tarik Sheppard, aðstoðarlögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi að maðurinn virtist vera einhvers konar samsæriskenningasinni. Hann hafi ekki virst beina spjótum sínum að Trump eða nokkrum öðrum sem tengist réttarhöldunum. Bensínbrúsi á vettvangi íkveikjunnar í Collect Pond-garðinum á Manhattan. Maðurinn er sagður hafa hellt yfir sig eldsneyti áður en hann lagði eld að sjálfum sér.AP/Mary Altaffer Maðurinn, sem ferðaðist frá heimili sínu í Flórída til New York í vikunni, birti yfirlýsingu á bloggsíðu sinni þar sem hann boðaði að hann ætlaði að kveikja í sér. Þar bað hann vini sína, sjónarvotta og viðbragðsaðila afsökunar. Lýsti hann fyrirætlunum sínum sem öfgakenndum mótmælum gegn því sem hann kallaði margbiljóna dollara svikamyllu auðkýfinga sem væri ætlað að rústa hagkerfi heimsins. Á dreifibréfunum sem hann hafði með sér í garðinn talaði hann um samsæriskenningar um að New York-háskóli (NYU) væri skálkaskjól fyrir mafíuna. Julie Berman, ljósmyndari sem var að taka myndir af stuðningsfólki og andstæðingum Trump, segir Washington Post að hún hafi séð manninn kveikja í sér. Hann hafi haldið á spjaldi um að Trump og Joe Biden forseti ynnu saman að valdaráni. Þrátt fyrir að uppákoman hafi átt sér stað fyrir utan öryggisgirðingar í kringum dómshúsið ætlar lögreglan að fara yfir viðbúnað þar og meta hvort að takmarka þurfi umferð almennings um garðinn á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stendur.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. 19. apríl 2024 19:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. 19. apríl 2024 19:00