„Ef þetta er rautt, af hverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar?“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. apríl 2024 22:59 Arnar gengur vonsvikinn frá Erlendi Eiríkssyni sem var nýbúinn að spjalda hann vísir / PAWEL Arnar Grétarsson hreifst að mörgu leyti af frammistöðu Vals, þrátt fyrir 1-0 tap gegn Stjörnunni. Hann var hins vegar alls ekki ánægður með dómarateymi leiksins. „Mér líður náttúrulega ekkert vel. En svona er fótboltinn stundum. Mér fannst við betra liðið nánast allan leikinn. Sköpum fín færi í stöðunni 11 á móti 11, Stjarnan skapar mjög lítið. Auðvitað breytist leikurinn við rauða spjaldið en mér fannst við samt helvíti flottir í seinni hálfleik. Heilt yfir, spilamennskan nokkuð góð en rosalegt að missa mann í fyrri hálfleik“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Bjarni Mark Duffield fékk tvö gul spjöld með mjög stuttu millibili. Seinna spjaldið fékk hann fyrir að tækla Örvar Eggertsson, sem sneri baki í hann á vallarhelmingi Stjörnunnar. Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, fékk svo beint rautt og var sendur af velli í seinni hálfleik. Arnar mótmælti spjöldunum ekki en sagði dómara leiksins ekki hafa sýnt samræmi. „Jájá, auðvitað þegar þú ert kominn með gult spjald, að renna sér í mann sem snýr baki í mark þitt. Við getum alveg sagt að það var ekki klókt. Ég held að hann hafi nú ekki farið í hann, mér finnst orðið rosalega mikið að menn henda sér niður og öskra, þá fá þeir [brotið dæmt]. Línan var ekki góð, ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið rautt spjald, en mér fannst aðrir komast upp með meira. Svo var farið að spjalda út um allt fyrir litlar sakir. Ég held að Bjarni hafi brotið af sér þrisvar og fær tvö gul. Emil Atlason brýtur af sér þrisvar sinnum og fær ekki spjald. Þetta er dýrt.“ Arnar fékk sjálfur gult spjald í hálfleik „Ég var bara að segja við Erlend í hálfleik að mér fannst bara ekki vera nein lína í þessu. Ef þetta er rautt, afhverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar? Það var ekki samræmi í þessu. Haukur æsti sig yfir einhverjum hlutum en ég veit ekki með rautt spjald, stuttu áður æsir hinn bekkurinn sig á sama máta, hann spjaldar þá ekki. Aftur segi ég, ekki samræmi á milli og það er kannski það sem maður kallar eftir, samræmi í því sem dómararnir gera.“ Árangur Vals innan vallar hefur staðið á sér í upphafi tímabils. Það óttuðust margir sérfræðingar, sjálfskipaðir og aðrir, að ef hlutirnir færu illa af stað yrði gamanið fljótt að kárna. Hefur Arnar áhyggjur af því að stemningin innan liðsins súrni örlítið eftir tap og tvo leiki í röð án marks? „Ne-hei. Ekki miðað við þessa frammistöðu. Við erum að spila einum færri á móti Stjörnunni á þeirra heimavelli. Við erum með þá pinnaða niður nánast allan tímann, það mætti halda að við hefðum verið einum fleiri. Þannig að, tal um að súrna, nei. Flott frammistaða, en við erum ekki að uppskera eins og við sáum, en ef menn leggja sig svona fram þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ Valur mætir næst FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það fór illa fyrir Völsurum í fyrra þegar þeir duttu strax út gegn Grindavík. Býst Arnar við betri árangri í ár? „Ég er ekki Nostradamus. Þannig að ég vona að við vinnum þann leik, það er það eina sem skiptir máli“ sagði Arnar áður en hann bölvaði blaðamanni fyrir fáránlegar spurningar og kvaddi. Besta deild karla Valur Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Mér líður náttúrulega ekkert vel. En svona er fótboltinn stundum. Mér fannst við betra liðið nánast allan leikinn. Sköpum fín færi í stöðunni 11 á móti 11, Stjarnan skapar mjög lítið. Auðvitað breytist leikurinn við rauða spjaldið en mér fannst við samt helvíti flottir í seinni hálfleik. Heilt yfir, spilamennskan nokkuð góð en rosalegt að missa mann í fyrri hálfleik“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Bjarni Mark Duffield fékk tvö gul spjöld með mjög stuttu millibili. Seinna spjaldið fékk hann fyrir að tækla Örvar Eggertsson, sem sneri baki í hann á vallarhelmingi Stjörnunnar. Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, fékk svo beint rautt og var sendur af velli í seinni hálfleik. Arnar mótmælti spjöldunum ekki en sagði dómara leiksins ekki hafa sýnt samræmi. „Jájá, auðvitað þegar þú ert kominn með gult spjald, að renna sér í mann sem snýr baki í mark þitt. Við getum alveg sagt að það var ekki klókt. Ég held að hann hafi nú ekki farið í hann, mér finnst orðið rosalega mikið að menn henda sér niður og öskra, þá fá þeir [brotið dæmt]. Línan var ekki góð, ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið rautt spjald, en mér fannst aðrir komast upp með meira. Svo var farið að spjalda út um allt fyrir litlar sakir. Ég held að Bjarni hafi brotið af sér þrisvar og fær tvö gul. Emil Atlason brýtur af sér þrisvar sinnum og fær ekki spjald. Þetta er dýrt.“ Arnar fékk sjálfur gult spjald í hálfleik „Ég var bara að segja við Erlend í hálfleik að mér fannst bara ekki vera nein lína í þessu. Ef þetta er rautt, afhverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar? Það var ekki samræmi í þessu. Haukur æsti sig yfir einhverjum hlutum en ég veit ekki með rautt spjald, stuttu áður æsir hinn bekkurinn sig á sama máta, hann spjaldar þá ekki. Aftur segi ég, ekki samræmi á milli og það er kannski það sem maður kallar eftir, samræmi í því sem dómararnir gera.“ Árangur Vals innan vallar hefur staðið á sér í upphafi tímabils. Það óttuðust margir sérfræðingar, sjálfskipaðir og aðrir, að ef hlutirnir færu illa af stað yrði gamanið fljótt að kárna. Hefur Arnar áhyggjur af því að stemningin innan liðsins súrni örlítið eftir tap og tvo leiki í röð án marks? „Ne-hei. Ekki miðað við þessa frammistöðu. Við erum að spila einum færri á móti Stjörnunni á þeirra heimavelli. Við erum með þá pinnaða niður nánast allan tímann, það mætti halda að við hefðum verið einum fleiri. Þannig að, tal um að súrna, nei. Flott frammistaða, en við erum ekki að uppskera eins og við sáum, en ef menn leggja sig svona fram þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ Valur mætir næst FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það fór illa fyrir Völsurum í fyrra þegar þeir duttu strax út gegn Grindavík. Býst Arnar við betri árangri í ár? „Ég er ekki Nostradamus. Þannig að ég vona að við vinnum þann leik, það er það eina sem skiptir máli“ sagði Arnar áður en hann bölvaði blaðamanni fyrir fáránlegar spurningar og kvaddi.
Besta deild karla Valur Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn